Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?

JGÞ



Þegar Grettir var hjá Þorfinni Kárssyni í Háramarsey við Noreg banaði hann tíu berserkjum.

Í 19. kafla Grettis sögu segir af berserkjunum Þóri þömb og Ögmundi illa: „Þeir gengu berserksgang og eirðu öngu þegar þeir reiddust.“ Þeir koma við tíunda mann að búi Þorfinns Kárssonar þegar hann er í Slysfirði. Heima fyrir er húsfreyja Þorfinns og dóttir hennar sjúk, Grettir og átta húskarlar. Berserkirnir láta ófriðlega en Grettir gefur þeim öl þangað til að þeir gerast mæddir af drykknum. Þá læsir hann þá vopnlausa í útibúri og sækir sjálfur krókaspjót og hjálm og gyrðir sig með saxi. Síðan sækir Grettir að berserkjum og:
gerði ýmist að hann hjó með saxinu eða lagði með spjótinu en þeir vörðust með trjám er lágu á vellinum og öllu því er þeir fengu til. Var það hin mesta mannhætta að fást við þá fyrir afls sakir þó að þeir hefðu eigi vopn.
Þeirri viðureign lýkur svo að Grettir banar tíu berserkjum en tveir komast undan. Degi síðar fundust þeir dauðir af kulda og sárum.

Berserkir koma fyrir í um 9 Íslendingasögum. Berserksgangur lýsir sér í því að menn grenja sem hundar, bíta í skjaldarrendur og óttast hvorki eld né járn. Í Eyrbyggja sögu segir af bræðrunum Halla og Leikni:
Þeir gengu berserksgang og voru þá eigi í mannlegu eðli er þeir voru reiðir og fóru galnir sem hundar og óttuðust hvorki eld né járn. (25. kafli)
Og í Vatnsdæla sögu er sagt frá Haukum tveim: „Þeir grenjuðu sem hundar og bitu í skjaldarrendur og óðu eld brennanda berum fótum.“ (46. kafli) Þegar menn búast til hólmgöngu rennur stundum á þá berserksgangur. Í Egils sögu segir um Ljót:
Og er hann gekk fram á völlinn að hólmstaðnum þá kom á hann berserksgangur. Tók hann þá að grenja illilega og beit í skjöld sinn. (65. kafli)
Bersersksgangur Ljóts stoðaði þó lítt því hólmgöngunni lauk með því að Egill hjó af honum fótinn og lét hann þá lífið.

Mynd: HB

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.9.2002

Spyrjandi

Ívar Pétursson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?“ Vísindavefurinn, 16. september 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2701.

JGÞ. (2002, 16. september). Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2701

JGÞ. „Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2701>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?


Þegar Grettir var hjá Þorfinni Kárssyni í Háramarsey við Noreg banaði hann tíu berserkjum.

Í 19. kafla Grettis sögu segir af berserkjunum Þóri þömb og Ögmundi illa: „Þeir gengu berserksgang og eirðu öngu þegar þeir reiddust.“ Þeir koma við tíunda mann að búi Þorfinns Kárssonar þegar hann er í Slysfirði. Heima fyrir er húsfreyja Þorfinns og dóttir hennar sjúk, Grettir og átta húskarlar. Berserkirnir láta ófriðlega en Grettir gefur þeim öl þangað til að þeir gerast mæddir af drykknum. Þá læsir hann þá vopnlausa í útibúri og sækir sjálfur krókaspjót og hjálm og gyrðir sig með saxi. Síðan sækir Grettir að berserkjum og:
gerði ýmist að hann hjó með saxinu eða lagði með spjótinu en þeir vörðust með trjám er lágu á vellinum og öllu því er þeir fengu til. Var það hin mesta mannhætta að fást við þá fyrir afls sakir þó að þeir hefðu eigi vopn.
Þeirri viðureign lýkur svo að Grettir banar tíu berserkjum en tveir komast undan. Degi síðar fundust þeir dauðir af kulda og sárum.

Berserkir koma fyrir í um 9 Íslendingasögum. Berserksgangur lýsir sér í því að menn grenja sem hundar, bíta í skjaldarrendur og óttast hvorki eld né járn. Í Eyrbyggja sögu segir af bræðrunum Halla og Leikni:
Þeir gengu berserksgang og voru þá eigi í mannlegu eðli er þeir voru reiðir og fóru galnir sem hundar og óttuðust hvorki eld né járn. (25. kafli)
Og í Vatnsdæla sögu er sagt frá Haukum tveim: „Þeir grenjuðu sem hundar og bitu í skjaldarrendur og óðu eld brennanda berum fótum.“ (46. kafli) Þegar menn búast til hólmgöngu rennur stundum á þá berserksgangur. Í Egils sögu segir um Ljót:
Og er hann gekk fram á völlinn að hólmstaðnum þá kom á hann berserksgangur. Tók hann þá að grenja illilega og beit í skjöld sinn. (65. kafli)
Bersersksgangur Ljóts stoðaði þó lítt því hólmgöngunni lauk með því að Egill hjó af honum fótinn og lét hann þá lífið.

Mynd: HB...