Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Úr hverju er blóð?

EDS

Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðvökvinn er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins. Þetta er gulleitur vökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg mikilvæg efni svo sem sölt, fæðuefni, úrgangsefni og blóðvökvaprótín sem koma mikið við sögu við storkun blóðs.

Blóðfrumurnar sem fljóta í blóðvökvanum eru þrennskonar, rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Við eðlilegar aðstæður mynda rauðkornin um 45% af blóðinu. Að meðaltali eru um 5 milljónir rauðkorna í hverjum rúmmillimetra (mm3) blóðs í heilbrigðum einstaklingi þó vissulega sé það breytilegt á milli einstaklinga. Rauðkorn lifa í um 4 mánuði og eyðast að því loknu. Til þess að viðhalda eðlilegum fjölda blóðkorna endurnýjast þau því stöðugt. Rauðkornin myndast í beinmerg og á hverri sekúndu myndast um 2,4 milljónir nýrra rauðkorna.

Rafneindsmásjármynd af blóðfrumum, rauðkorn til vinstri, blóðflaga í miðju og hvítkorn til hægri.

Meginhlutverk rauðkornanna er að flytja súrefni frá lungum til vefja og koltvíoxíð frá vefjum til lungna. Rauðkorn eru disklaga með dæld báðum megin. Lögunin gerir það að verkum að yfirborð þeirra verður mikið, en það eykur upptöku súrefnis. Rauðkornin hafa ekki kjarna og geta því ekki fjölgað sér með skiptingu. Þau eru fyllt blóðrauða sem hefur það hlutverk að flytja súrefni en gefur blóðinu jafnframt rauðan lit.

Aðalhlutverk hvítkorna er að vernda líkamann fyrir bakteríum og veirum. Ólíkt rauðkornunum eru hvítkornin með kjarna eins og flestar aðrar frumur. Hvítkornin eru mikið færri en rauðkornin, við eðlilegar aðstæður eru um 5.000-10.000 hvítkorn á hvern rúmmillimetra blóðs eða um 1% af heildarblóðmagninu. Við sýkingu fjölgar þeim hins vegar verulega verulega. Megingerðir hvítkorna eru átfrumur og ónæmisfrumur. Líftími hvítkornanna er allt frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði eftir gerð þeirra.

Blóðflögur eru örsmáar agnir sem fljóta um í blóðvökvanum og gegna mikilvægu hlutverki við storknun blóðs. Blóðflögur verða til við það að agnir kvarnast úr umfrymi sérstakra frumna í beinmerg sem kallast megakaryocytar. Líftími blóðflaga er 9-12 dagar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.9.2002

Spyrjandi

Emma Ósk, f. 1990

Tilvísun

EDS. „Úr hverju er blóð?“ Vísindavefurinn, 16. september 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2704.

EDS. (2002, 16. september). Úr hverju er blóð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2704

EDS. „Úr hverju er blóð?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2704>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er blóð?
Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðvökvinn er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins. Þetta er gulleitur vökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg mikilvæg efni svo sem sölt, fæðuefni, úrgangsefni og blóðvökvaprótín sem koma mikið við sögu við storkun blóðs.

Blóðfrumurnar sem fljóta í blóðvökvanum eru þrennskonar, rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Við eðlilegar aðstæður mynda rauðkornin um 45% af blóðinu. Að meðaltali eru um 5 milljónir rauðkorna í hverjum rúmmillimetra (mm3) blóðs í heilbrigðum einstaklingi þó vissulega sé það breytilegt á milli einstaklinga. Rauðkorn lifa í um 4 mánuði og eyðast að því loknu. Til þess að viðhalda eðlilegum fjölda blóðkorna endurnýjast þau því stöðugt. Rauðkornin myndast í beinmerg og á hverri sekúndu myndast um 2,4 milljónir nýrra rauðkorna.

Rafneindsmásjármynd af blóðfrumum, rauðkorn til vinstri, blóðflaga í miðju og hvítkorn til hægri.

Meginhlutverk rauðkornanna er að flytja súrefni frá lungum til vefja og koltvíoxíð frá vefjum til lungna. Rauðkorn eru disklaga með dæld báðum megin. Lögunin gerir það að verkum að yfirborð þeirra verður mikið, en það eykur upptöku súrefnis. Rauðkornin hafa ekki kjarna og geta því ekki fjölgað sér með skiptingu. Þau eru fyllt blóðrauða sem hefur það hlutverk að flytja súrefni en gefur blóðinu jafnframt rauðan lit.

Aðalhlutverk hvítkorna er að vernda líkamann fyrir bakteríum og veirum. Ólíkt rauðkornunum eru hvítkornin með kjarna eins og flestar aðrar frumur. Hvítkornin eru mikið færri en rauðkornin, við eðlilegar aðstæður eru um 5.000-10.000 hvítkorn á hvern rúmmillimetra blóðs eða um 1% af heildarblóðmagninu. Við sýkingu fjölgar þeim hins vegar verulega verulega. Megingerðir hvítkorna eru átfrumur og ónæmisfrumur. Líftími hvítkornanna er allt frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði eftir gerð þeirra.

Blóðflögur eru örsmáar agnir sem fljóta um í blóðvökvanum og gegna mikilvægu hlutverki við storknun blóðs. Blóðflögur verða til við það að agnir kvarnast úr umfrymi sérstakra frumna í beinmerg sem kallast megakaryocytar. Líftími blóðflaga er 9-12 dagar.

Heimildir og mynd:

...