Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hægt að efla hár sem er farið að þynnast með bætiefnum fyrir hárið sem fást í apótekum?

Magnús Jóhannsson

Hárið þynnist ekki vegna þess að það vanti einhver vítamín eða bætiefni nema um sé að ræða alvarlegan og langvarandi skort. Þess vegna er ekki við því að búast að hárkúrar örvi hárvöxtinn en þeir geta hugsanlega gert hárið fallegra.

Í lyfjabúðum og víðar fæst aragrúi af bætiefnablöndum sem eiga að bæta og styrkja hárið. Oftast er um að ræða eitthvað sem á að taka inn en einnig fást vörur sem á að bera í hárið. Þeir hárkúrar sem ég hef skoðað innihalda vítamín og steinefni í svipuðu magni og hlutföllum og hverjar aðrar vítamín- og steinefnablöndur sem hér eru á markaði. Eini áberandi munurinn liggur í merkingunni, sumt á að vera almennt bætandi og styrkjandi en annað er sérstaklega ætlað fyrir hár og neglur.


Bætiefnablöndur í lyfjabúðum sem eiga að bæta og styrkja hárið innihalda alla jafna vítamín- og steinefni í svipuðu magni og hlutföllum og hverjar aðrar vítamín- og steinefnablöndur sem eru hér á markaði.

Ef fólk vill taka vítamín og steinefni til að tryggja að það búi ekki við skort slíkra efna er sjálfsagt að gera það, en í hóflegu magni. Til er talsverður fjöldi fjölvítamína með steinefnum og þá er best að velja eina tegund og taka hana samkvæmt ráðleggingum á umbúðum. Rétt er að bera saman verðið á nokkrum tegundum, þetta eru yfirleitt dýrar vörur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

6.4.2009

Spyrjandi

Björn Jónsson

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Er hægt að efla hár sem er farið að þynnast með bætiefnum fyrir hárið sem fást í apótekum?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27929.

Magnús Jóhannsson. (2009, 6. apríl). Er hægt að efla hár sem er farið að þynnast með bætiefnum fyrir hárið sem fást í apótekum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27929

Magnús Jóhannsson. „Er hægt að efla hár sem er farið að þynnast með bætiefnum fyrir hárið sem fást í apótekum?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27929>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að efla hár sem er farið að þynnast með bætiefnum fyrir hárið sem fást í apótekum?
Hárið þynnist ekki vegna þess að það vanti einhver vítamín eða bætiefni nema um sé að ræða alvarlegan og langvarandi skort. Þess vegna er ekki við því að búast að hárkúrar örvi hárvöxtinn en þeir geta hugsanlega gert hárið fallegra.

Í lyfjabúðum og víðar fæst aragrúi af bætiefnablöndum sem eiga að bæta og styrkja hárið. Oftast er um að ræða eitthvað sem á að taka inn en einnig fást vörur sem á að bera í hárið. Þeir hárkúrar sem ég hef skoðað innihalda vítamín og steinefni í svipuðu magni og hlutföllum og hverjar aðrar vítamín- og steinefnablöndur sem hér eru á markaði. Eini áberandi munurinn liggur í merkingunni, sumt á að vera almennt bætandi og styrkjandi en annað er sérstaklega ætlað fyrir hár og neglur.


Bætiefnablöndur í lyfjabúðum sem eiga að bæta og styrkja hárið innihalda alla jafna vítamín- og steinefni í svipuðu magni og hlutföllum og hverjar aðrar vítamín- og steinefnablöndur sem eru hér á markaði.

Ef fólk vill taka vítamín og steinefni til að tryggja að það búi ekki við skort slíkra efna er sjálfsagt að gera það, en í hóflegu magni. Til er talsverður fjöldi fjölvítamína með steinefnum og þá er best að velja eina tegund og taka hana samkvæmt ráðleggingum á umbúðum. Rétt er að bera saman verðið á nokkrum tegundum, þetta eru yfirleitt dýrar vörur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...