Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvenær var þverflautan fundin upp?

Halldór Sörli Ólafsson og Kjartan Skarphéðinsson

Þverflauta er tréblásturshljóðfæri með blástursopið á hliðinni, sem haldið er láréttri þegar leikið er á hana. Fyrsta þverflautan sem fundist hafa heimildir um er kínversk chi-flauta, sem talið er að menn hafi leikið á snemma á 9. öld f.Kr., fyrir næstum því 3000 árum.

Hindúaguðinn Krishna er gjarnan sýndur með þverflautu.

Fyrstu heimildir um þverflautur í Evrópu eru höggmyndir frá annarri og þriðju öld f.Kr., sem gerðar voru af Etrúrum en þeir voru þjóð sem bjuggu á Ítalíu fyrir tíma Rómaveldis. Seinna virðast þverflautur þó hafa glatast úr evrópskri menningu þangað til á 11. eða 12. öld en þá bárust þær til Evrópu frá Asíu í gegnum Austrómverska keisaradæmið (Býsans). Konsertþverflautur nútímans þróuðust út frá þessum flautum.

Vestræn konsertþverflauta.

Þýski tónlistar- og uppfinningamaðurinn Theobald Boehm hannaði þverflautuna eins og hún þekkist í dag, og fékk einkaleyfi á uppfinningu sinni árið 1847. Í hönnun hans voru tvær mikilvægar nýjungar. Annars vegar var það takkakerfið, sem var mun flóknara en þau sem áður höfðu sést og krafðist nýrra fingursetninga. Hins vegar var það efniviðurinn en flauta hans var gerð úr málmi, ólíkt eldri flautum sem voru oftast úr viði. Þverflautur sem notaðar eru nú til dags eru að mestu eins og uppfinning hans en smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á takkakerfinu.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

26.6.2012

Spyrjandi

Harpa Methúsalemsdóttir

Tilvísun

Halldór Sörli Ólafsson og Kjartan Skarphéðinsson. „Hvenær var þverflautan fundin upp?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=28041.

Halldór Sörli Ólafsson og Kjartan Skarphéðinsson. (2012, 26. júní). Hvenær var þverflautan fundin upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28041

Halldór Sörli Ólafsson og Kjartan Skarphéðinsson. „Hvenær var þverflautan fundin upp?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28041>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var þverflautan fundin upp?
Þverflauta er tréblásturshljóðfæri með blástursopið á hliðinni, sem haldið er láréttri þegar leikið er á hana. Fyrsta þverflautan sem fundist hafa heimildir um er kínversk chi-flauta, sem talið er að menn hafi leikið á snemma á 9. öld f.Kr., fyrir næstum því 3000 árum.

Hindúaguðinn Krishna er gjarnan sýndur með þverflautu.

Fyrstu heimildir um þverflautur í Evrópu eru höggmyndir frá annarri og þriðju öld f.Kr., sem gerðar voru af Etrúrum en þeir voru þjóð sem bjuggu á Ítalíu fyrir tíma Rómaveldis. Seinna virðast þverflautur þó hafa glatast úr evrópskri menningu þangað til á 11. eða 12. öld en þá bárust þær til Evrópu frá Asíu í gegnum Austrómverska keisaradæmið (Býsans). Konsertþverflautur nútímans þróuðust út frá þessum flautum.

Vestræn konsertþverflauta.

Þýski tónlistar- og uppfinningamaðurinn Theobald Boehm hannaði þverflautuna eins og hún þekkist í dag, og fékk einkaleyfi á uppfinningu sinni árið 1847. Í hönnun hans voru tvær mikilvægar nýjungar. Annars vegar var það takkakerfið, sem var mun flóknara en þau sem áður höfðu sést og krafðist nýrra fingursetninga. Hins vegar var það efniviðurinn en flauta hans var gerð úr málmi, ólíkt eldri flautum sem voru oftast úr viði. Þverflautur sem notaðar eru nú til dags eru að mestu eins og uppfinning hans en smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á takkakerfinu.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....