Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver var Carl Gustav Jung?

Haukur Ingi Jónasson

Carl Gustav Jung (26. júlí 1875 − 6. júní 1961) var svissneskur geðlæknir og faðir svonefndrar greiningarsálfræði (þ. Analytische Psychologie) sem er meiður af sálgreiningarstefnunni. Hann hefur verið nefndur „best varðveitta leyndarmál sálfræðinnar”, „Darwin sálfræðinnar“, „dulhyggjumaður” og “hinn aríski Kristur”, sem bendir á þá staðreynd að hann var áhrifamikill hugsuður sem tókst að ávinna sér bæði virðingu vísindasamfélagsins og vekja þar vandlætingu.

Framlag Jungs til sálfræðinnar og geðlæknisfræðinnar er meðal annars kenningar um meðferð og meðferðarsambandið, persónuleikagerðir, sem meðal annars Myers-Briggs-persónuleikaprófið byggir á, listmeðferð, þar með talin sandkassameðferð, og kenningar um hvernig andlegt líf gagnast til að takast á við fíkn, sem AA-samtökin byggja á. Þá fjalla kenningar hans um virka ímyndun, draumavinnu og vinnu með sálrænar ímyndir, ranghugmyndir og geðklofa, forngerðir, goðsögur og eðli trúarbragða, þroskaleið einstaklingsins, sammannlega dulvitund, skapandi tilviljanir (þ. Synchronizität), og einsömunarferlið. Kenningar Jungs geta verið allt í senn vísindalegar, ljóðrænar og mjög persónulegar. Huglægur veruleiki mannlegrar vitundar var meginviðfangsefni hans. Í stað þess að líta hið huglæga hornauga vildi hann virða það og skilja. Eitt merkilegasta framlag Jungs til vísindanna eru kenningar hans um áhrif dulda (þ. Komplex), frumgerða (þ. Archetype/Urform) og sammannlegra dulvitunda (þ. kollektives Bewusstsein) á upplifun fólks og hugarstarfsemi þess.

Jung fæddist 26. júlí 1875 í Keswell í Sviss. Hann var fjórða barn hjónanna Emilie Preiswerk og Paul Acheilles Jung og eina barnið sem komst á legg. Faðir hans var sveitaprestur sem hafði lært hebresku hjá Samuel Preiswerk föður Emilie. Fljótlega eftir fæðingu Jung fluttist fjölskyldan til Laufen þar sem hjónabandserfiðleikar foreldranna urðu áberandi. Emilie lokaði sig af og sagðist gefa sig á vald „anda“ sem vitjuðu hennar um nætur. Hún var send á geðsjúkrahús til meðferðar og veikindi hennar höfði sterk áhrif á drenginn Jung sem var bæði hræddur og sá ofsjónir í tengslum við veikindi móður sinnar.

Í ævisögu sinni Memories, Dream, Reflections1 kemur fram að Jung telur sig hafa verið einmana og innhverft barn með tvo persónuleika. Persóna eitt var venjulegur skólastrákur en persóna tvö var virtur og áhrifamikill maður úr fortíð. Jung minnist þess líka að hafa búið til líkneski og venjur sem voru lík þeim sem þekkjast í fornum helgisiðum. Hugmyndir Jungs um sálrænar forngerðir eiga meðal annars rót í þessari reynslu hans. Önnur bernskureynsla hans hafði að gera með yfirlið í tengslum við námserfiðleika og það vakti áhuga Jungs á taugaveiklun.

Jung leit á sig sem raunvísindamann sem byggði kenningar sínar á djúpri rýni á sjálfstjáningu fólks og skoðun á ferlum í vitundarlífi þess. Hann starfaði alla tíð við sál- og geðlækningar auk þess sem hann lagði sig fram um að skilja sálfræðilegt inntak gullgerðarlistar, stjörnuspeki, vestrænnar og austrænnar heimspeki, félagsfræði, bókmennta, drauma og trúarbragða. Hann leit á öll þessi fyrirbæri sem mikilsverða tjáningu á sálarlífi mannsins og var þess fullviss að skoðun á þeim með aðferðum sálfræðinnar gæfi kost á að skilja eðli mannshugans ekki aðeins út frá atferli og meðvitaðri hugrænni virkni heldur einnig með skírskotun í dulvitund.

Jung lærði læknisfræði við Háskólann í Basel og starfaði meðal annars á Burghölzi-spítalanum í Zurich með Eugen Bleuer (1857-1939) sem rannsakaði meðal annars geðklofa hjá ungu fólki. Lokaritgerð hans hét Um sálfræði og sjúkdómafræði þess sem kallað hefur verið yfirnáttúrleg fyrirbæri (Jung, 1903). Árið 1906 gaf hann út Rannsóknir í hugrenningartengslum vegna orða þar sem hann taldi sig að marki geta greint undirliggjandi sálrænar duldir í viðbrögðum fólks við orðum og hugtökum. Hann sendi niðurstöður sínar til Sigmundar Freuds (1856-1939) og markaði það upphaf sex ára vináttu þeirra.

Samband Jungs við Freud var um margt sérstakt. Freud sem var gyðingur, hafði átt erfitt uppdráttar, ekki aðeins vegna þess að kenningar hans voru róttækar og umdeildar, heldur tókst hann líka á við landlægt gyðingahatur Vínarbúa. Jung var germanskur og Freud taldi það geta verið gott fyrir framtíð sálgreiningarinnar að hafa Jung í framvarðasveit. Það var því fyrir tilverknað Freuds að Jung varð forseti International Psychoanalytical Association (IPA) 1910-1913. En þetta var skammgóður vermir því fljótlega kom í ljós grundvallarmunur á kenningum þeirra félaga. Á meðan Freud sá dulvitundina aðeins sem einstaklingsbundna og sem íverustað hvata og bældra kennda sem hefði orðið til á ævi einstaklingsins, þá sá Jung hana líka sem íverustað erfðra frumgerða sem tjáðu kjarnann í mannlegu vitundarlífi.

Árið 1912 gaf Jung út ritið Wandlungen und Symbole der Libido sem átti eftir að auka enn á þessar deilur. En það var einkum kenning Freuds um kynhvötina (lat. libido) og trúarbrögð sem taugaveiklun fjöldans sem stóðu í Jung. Þetta leiddi til algerra vinslita og í kjölfar þeirra fór Jung í gegnum tímabil faglegrar einangrunar og þunglyndis. Tímabil sem hann átti síðar eftir að kalla skapandi veikindi sín. Á þessum árum hóf hann að skrifa Rauðu bókina sem nýlega kom út og hefur endurvakið áhuga á Jung og höfundarverki hans2 (Jung, 2009). Í bókinni eru málaðar myndir eftir Jung sem benda til myndlistarhæfileika hans. Þó munur sé á kenningum Freuds og Jungs þá er margt í þeim sem kallast á og það er fróðlegt að lesa þá samhliða.



Fremri röð frá vinstri: Sigmund Freud, G. Stanley Hall, Carl Jung. Aftari röð: Abraham A. Brill, Ernest Jones, Sándor Ferenczi. Mynd frá 1909 tekin fyrir framan Clark-háskóla í Worcester, Massachusetts, í Bandaríkjunum.

Jung ferðaðist víða og hélt fyrirlestra sem meðal annars voru skipulagðir af fyrsta forseta American Psychological Association, G. Stanley Hall (1844-1924), Fordham-háskólanum, Yale-háskóla, og The Psycho-Medical Society í London. Hann fór til Nýju-Mexíkó, Afríku og Indlands þar sem hann leitaði af áhuga að öllu því sem hann taldi vera vísbendingar um frumstæða sálfræði.

Árið 1903 giftist Jung Emmu Rauschenbach (1882-1955) og eignuðust þau fimm börn: Agathe, Gret, Franz, Mariane og Helene. Hjónaband þeirra var á milli tannanna á fólki og telja sumir að Jung hafi átt vingott við Sabina Spielrein (1882-1942) sem meðal annars var sálgreinir Jean Piaget (1896-1980) og Toni Wolff (1888-1953) sem var sálgreinir og forseti hins fræga Zurich Psychological Club í Zurich.

Jung var óþreytandi við skriftir og í ritum hans sést að hann telur mannlega dulvitund vera í eðli sínu trúhneigða og að lífið hafi annan og meiri tilgang en að sækjast eftir vitsmunalegum og efnislegum gæðum. Hann taldi tilgang lífsins vera fólginn í að uppgötva og raungera meðfædda innri eiginleika og möguleika. Eftir að hafa rannsakað kristni, hindúisma, búddisma, gnóstisisma, daoisma og fleiri hefðir, fór hann að kalla þessa helgunarleið einsömum (lat. principium individuationis) sem hann taldi vera í kjarna allra trúarbragða og væri í senn mót við sjálfið og hið heilaga. Þessar hugmyndir voru í beinni andstöðu við hugmyndir Freuds sem taldi þær dulhyggju og hindurvitni.



Eftir Jung liggja mörg verk. Með því að smella hér má fá lista yfir rit hans á ensku.

Jung skrifaði mikið um almenna sál- og geðlæknisfræði, en einnig um Sálfræði og gullgerðarlist (Jung, 1944) þar sem hann túlkaði gullgerðarlist miðalda sem sálfræðilega iðkun og þroskaferli. Í ritinu Fljúgandi furðuhlutir: Samtímaleg goðsögn um hluti sem sjást á himni (Jung, 1958) túlkar hann reynslusögur fólks af fljúgandi furðuhlutum þannig að þær endurspegli allt í senn eðlislægar tilhneigingar mannshugans, öra tækniþróun og kjarnorkuvá kalda stríðsins. Í bókinni Svar til Job (Jung, 1952) útskýrir Jung hjálpræðissögu kristninnar með nýstárlegum hætti. Flest rit hans hafa að geyma áhugaverða innsýn í meðferð sálarmeina og geðraskana.

Í hinum enskumælandi heimi hafa Princeton-háskólaútgáfan og Routledge-útgáfan (Bollingen Series) haldið nafni Jungs á lofti með útgáfu The Collected Works of C.G. Jung. Þó að lítil hefð sé fyrir greiningarsálfræði á Íslandi þá fjallaði Jung mikið um germanskar goðsagnir og hefði komist í feitt hefði hann kynnst íslenskum þjóðsögum, ævintýrum og tjáningu íslenskrar þjóðarvitundar í sögu og samtíð.

Jung bjó lengstan hluta ævi sinnar í húsi sem hann hannaði og byggði ásamt Emmu í Kusnacht rétt fyrir utan Zurich. Hann lést árið 1961.

Tilvísanir:
  • 1 Sigurjón Björnsson prófessor emiritus hefur nýlega þýtt þessa bók yfir á íslensku en hún er ekki enn komin út.
  • 2 Sjá meðal annars The New York Times Magazine, 16. september 2009, sótt 26. maí 2011.

Myndir:

Höfundur

forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun við HR

Útgáfudagur

30.5.2011

Spyrjandi

Ólafur Júlíusson

Tilvísun

Haukur Ingi Jónasson. „Hver var Carl Gustav Jung?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=28079.

Haukur Ingi Jónasson. (2011, 30. maí). Hver var Carl Gustav Jung? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28079

Haukur Ingi Jónasson. „Hver var Carl Gustav Jung?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28079>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Carl Gustav Jung?
Carl Gustav Jung (26. júlí 1875 − 6. júní 1961) var svissneskur geðlæknir og faðir svonefndrar greiningarsálfræði (þ. Analytische Psychologie) sem er meiður af sálgreiningarstefnunni. Hann hefur verið nefndur „best varðveitta leyndarmál sálfræðinnar”, „Darwin sálfræðinnar“, „dulhyggjumaður” og “hinn aríski Kristur”, sem bendir á þá staðreynd að hann var áhrifamikill hugsuður sem tókst að ávinna sér bæði virðingu vísindasamfélagsins og vekja þar vandlætingu.

Framlag Jungs til sálfræðinnar og geðlæknisfræðinnar er meðal annars kenningar um meðferð og meðferðarsambandið, persónuleikagerðir, sem meðal annars Myers-Briggs-persónuleikaprófið byggir á, listmeðferð, þar með talin sandkassameðferð, og kenningar um hvernig andlegt líf gagnast til að takast á við fíkn, sem AA-samtökin byggja á. Þá fjalla kenningar hans um virka ímyndun, draumavinnu og vinnu með sálrænar ímyndir, ranghugmyndir og geðklofa, forngerðir, goðsögur og eðli trúarbragða, þroskaleið einstaklingsins, sammannlega dulvitund, skapandi tilviljanir (þ. Synchronizität), og einsömunarferlið. Kenningar Jungs geta verið allt í senn vísindalegar, ljóðrænar og mjög persónulegar. Huglægur veruleiki mannlegrar vitundar var meginviðfangsefni hans. Í stað þess að líta hið huglæga hornauga vildi hann virða það og skilja. Eitt merkilegasta framlag Jungs til vísindanna eru kenningar hans um áhrif dulda (þ. Komplex), frumgerða (þ. Archetype/Urform) og sammannlegra dulvitunda (þ. kollektives Bewusstsein) á upplifun fólks og hugarstarfsemi þess.

Jung fæddist 26. júlí 1875 í Keswell í Sviss. Hann var fjórða barn hjónanna Emilie Preiswerk og Paul Acheilles Jung og eina barnið sem komst á legg. Faðir hans var sveitaprestur sem hafði lært hebresku hjá Samuel Preiswerk föður Emilie. Fljótlega eftir fæðingu Jung fluttist fjölskyldan til Laufen þar sem hjónabandserfiðleikar foreldranna urðu áberandi. Emilie lokaði sig af og sagðist gefa sig á vald „anda“ sem vitjuðu hennar um nætur. Hún var send á geðsjúkrahús til meðferðar og veikindi hennar höfði sterk áhrif á drenginn Jung sem var bæði hræddur og sá ofsjónir í tengslum við veikindi móður sinnar.

Í ævisögu sinni Memories, Dream, Reflections1 kemur fram að Jung telur sig hafa verið einmana og innhverft barn með tvo persónuleika. Persóna eitt var venjulegur skólastrákur en persóna tvö var virtur og áhrifamikill maður úr fortíð. Jung minnist þess líka að hafa búið til líkneski og venjur sem voru lík þeim sem þekkjast í fornum helgisiðum. Hugmyndir Jungs um sálrænar forngerðir eiga meðal annars rót í þessari reynslu hans. Önnur bernskureynsla hans hafði að gera með yfirlið í tengslum við námserfiðleika og það vakti áhuga Jungs á taugaveiklun.

Jung leit á sig sem raunvísindamann sem byggði kenningar sínar á djúpri rýni á sjálfstjáningu fólks og skoðun á ferlum í vitundarlífi þess. Hann starfaði alla tíð við sál- og geðlækningar auk þess sem hann lagði sig fram um að skilja sálfræðilegt inntak gullgerðarlistar, stjörnuspeki, vestrænnar og austrænnar heimspeki, félagsfræði, bókmennta, drauma og trúarbragða. Hann leit á öll þessi fyrirbæri sem mikilsverða tjáningu á sálarlífi mannsins og var þess fullviss að skoðun á þeim með aðferðum sálfræðinnar gæfi kost á að skilja eðli mannshugans ekki aðeins út frá atferli og meðvitaðri hugrænni virkni heldur einnig með skírskotun í dulvitund.

Jung lærði læknisfræði við Háskólann í Basel og starfaði meðal annars á Burghölzi-spítalanum í Zurich með Eugen Bleuer (1857-1939) sem rannsakaði meðal annars geðklofa hjá ungu fólki. Lokaritgerð hans hét Um sálfræði og sjúkdómafræði þess sem kallað hefur verið yfirnáttúrleg fyrirbæri (Jung, 1903). Árið 1906 gaf hann út Rannsóknir í hugrenningartengslum vegna orða þar sem hann taldi sig að marki geta greint undirliggjandi sálrænar duldir í viðbrögðum fólks við orðum og hugtökum. Hann sendi niðurstöður sínar til Sigmundar Freuds (1856-1939) og markaði það upphaf sex ára vináttu þeirra.

Samband Jungs við Freud var um margt sérstakt. Freud sem var gyðingur, hafði átt erfitt uppdráttar, ekki aðeins vegna þess að kenningar hans voru róttækar og umdeildar, heldur tókst hann líka á við landlægt gyðingahatur Vínarbúa. Jung var germanskur og Freud taldi það geta verið gott fyrir framtíð sálgreiningarinnar að hafa Jung í framvarðasveit. Það var því fyrir tilverknað Freuds að Jung varð forseti International Psychoanalytical Association (IPA) 1910-1913. En þetta var skammgóður vermir því fljótlega kom í ljós grundvallarmunur á kenningum þeirra félaga. Á meðan Freud sá dulvitundina aðeins sem einstaklingsbundna og sem íverustað hvata og bældra kennda sem hefði orðið til á ævi einstaklingsins, þá sá Jung hana líka sem íverustað erfðra frumgerða sem tjáðu kjarnann í mannlegu vitundarlífi.

Árið 1912 gaf Jung út ritið Wandlungen und Symbole der Libido sem átti eftir að auka enn á þessar deilur. En það var einkum kenning Freuds um kynhvötina (lat. libido) og trúarbrögð sem taugaveiklun fjöldans sem stóðu í Jung. Þetta leiddi til algerra vinslita og í kjölfar þeirra fór Jung í gegnum tímabil faglegrar einangrunar og þunglyndis. Tímabil sem hann átti síðar eftir að kalla skapandi veikindi sín. Á þessum árum hóf hann að skrifa Rauðu bókina sem nýlega kom út og hefur endurvakið áhuga á Jung og höfundarverki hans2 (Jung, 2009). Í bókinni eru málaðar myndir eftir Jung sem benda til myndlistarhæfileika hans. Þó munur sé á kenningum Freuds og Jungs þá er margt í þeim sem kallast á og það er fróðlegt að lesa þá samhliða.



Fremri röð frá vinstri: Sigmund Freud, G. Stanley Hall, Carl Jung. Aftari röð: Abraham A. Brill, Ernest Jones, Sándor Ferenczi. Mynd frá 1909 tekin fyrir framan Clark-háskóla í Worcester, Massachusetts, í Bandaríkjunum.

Jung ferðaðist víða og hélt fyrirlestra sem meðal annars voru skipulagðir af fyrsta forseta American Psychological Association, G. Stanley Hall (1844-1924), Fordham-háskólanum, Yale-háskóla, og The Psycho-Medical Society í London. Hann fór til Nýju-Mexíkó, Afríku og Indlands þar sem hann leitaði af áhuga að öllu því sem hann taldi vera vísbendingar um frumstæða sálfræði.

Árið 1903 giftist Jung Emmu Rauschenbach (1882-1955) og eignuðust þau fimm börn: Agathe, Gret, Franz, Mariane og Helene. Hjónaband þeirra var á milli tannanna á fólki og telja sumir að Jung hafi átt vingott við Sabina Spielrein (1882-1942) sem meðal annars var sálgreinir Jean Piaget (1896-1980) og Toni Wolff (1888-1953) sem var sálgreinir og forseti hins fræga Zurich Psychological Club í Zurich.

Jung var óþreytandi við skriftir og í ritum hans sést að hann telur mannlega dulvitund vera í eðli sínu trúhneigða og að lífið hafi annan og meiri tilgang en að sækjast eftir vitsmunalegum og efnislegum gæðum. Hann taldi tilgang lífsins vera fólginn í að uppgötva og raungera meðfædda innri eiginleika og möguleika. Eftir að hafa rannsakað kristni, hindúisma, búddisma, gnóstisisma, daoisma og fleiri hefðir, fór hann að kalla þessa helgunarleið einsömum (lat. principium individuationis) sem hann taldi vera í kjarna allra trúarbragða og væri í senn mót við sjálfið og hið heilaga. Þessar hugmyndir voru í beinni andstöðu við hugmyndir Freuds sem taldi þær dulhyggju og hindurvitni.



Eftir Jung liggja mörg verk. Með því að smella hér má fá lista yfir rit hans á ensku.

Jung skrifaði mikið um almenna sál- og geðlæknisfræði, en einnig um Sálfræði og gullgerðarlist (Jung, 1944) þar sem hann túlkaði gullgerðarlist miðalda sem sálfræðilega iðkun og þroskaferli. Í ritinu Fljúgandi furðuhlutir: Samtímaleg goðsögn um hluti sem sjást á himni (Jung, 1958) túlkar hann reynslusögur fólks af fljúgandi furðuhlutum þannig að þær endurspegli allt í senn eðlislægar tilhneigingar mannshugans, öra tækniþróun og kjarnorkuvá kalda stríðsins. Í bókinni Svar til Job (Jung, 1952) útskýrir Jung hjálpræðissögu kristninnar með nýstárlegum hætti. Flest rit hans hafa að geyma áhugaverða innsýn í meðferð sálarmeina og geðraskana.

Í hinum enskumælandi heimi hafa Princeton-háskólaútgáfan og Routledge-útgáfan (Bollingen Series) haldið nafni Jungs á lofti með útgáfu The Collected Works of C.G. Jung. Þó að lítil hefð sé fyrir greiningarsálfræði á Íslandi þá fjallaði Jung mikið um germanskar goðsagnir og hefði komist í feitt hefði hann kynnst íslenskum þjóðsögum, ævintýrum og tjáningu íslenskrar þjóðarvitundar í sögu og samtíð.

Jung bjó lengstan hluta ævi sinnar í húsi sem hann hannaði og byggði ásamt Emmu í Kusnacht rétt fyrir utan Zurich. Hann lést árið 1961.

Tilvísanir:
  • 1 Sigurjón Björnsson prófessor emiritus hefur nýlega þýtt þessa bók yfir á íslensku en hún er ekki enn komin út.
  • 2 Sjá meðal annars The New York Times Magazine, 16. september 2009, sótt 26. maí 2011.

Myndir:...