Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga?

Jón Elvar Guðmundsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga á milli skyldra aðila og hver er réttarstaða þess sem gengst undir þannig samkomulag.
Lagalegt gildi munnlegra samninga er almennt jafnt gildi skriflegra samninga. Um einstakar samningsgerðir geta verið reglur í lögum sem binda gildi þeirra við skriflegt form. Sem dæmi um slíkt mætti nefna samninga um söluveð, en skilyrði fyrir réttarvernd þeirra er að þeir séu skriflega gerðir, sbr. 1. mgr. 38. gr. samningsveðlaga nr. 75/1997. Þá verður samningum ekki þinglýst nema þeir séu skriflegir.

Sjónarmið um formfrelsi löggerninga komu fram á 14. öld og segja má að í nútíma þjóðfélagi með öllum þeim viðskiptum og samningum sem gerðir eru á degi hverjum væri ekki hægt annað en að hafa form samninga að miklu leyti frjálst.

Aðilar geta því samið munnlega um nær hvað sem er sín í milli svo bindandi sé fyrir báða aðila. Því er réttarstaða aðila sem gangast undir slíkra samninga sú að við þá skal standa, ella getur gagnaðili mögulega beitt vanefndaúrræðum.

Sömu reglur gilda um samninga sem gerðir eru milli skyldra aðila, það er samningar milli slíkra aðila eru alla jafna eins bindandi og samningar sem gerðir eru milli ótengdra aðila.

Heimild
  • Páll Sigurðsson, Samningaréttur: Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar, Orator, Reykjavík 1987.

Mynd: HB

Höfundur

héraðsdómslögmaður (hdl.)

Útgáfudagur

13.11.2002

Spyrjandi

Hannes Guðlaugsson

Tilvísun

Jón Elvar Guðmundsson. „Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2002. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2857.

Jón Elvar Guðmundsson. (2002, 13. nóvember). Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2857

Jón Elvar Guðmundsson. „Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2002. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2857>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga á milli skyldra aðila og hver er réttarstaða þess sem gengst undir þannig samkomulag.
Lagalegt gildi munnlegra samninga er almennt jafnt gildi skriflegra samninga. Um einstakar samningsgerðir geta verið reglur í lögum sem binda gildi þeirra við skriflegt form. Sem dæmi um slíkt mætti nefna samninga um söluveð, en skilyrði fyrir réttarvernd þeirra er að þeir séu skriflega gerðir, sbr. 1. mgr. 38. gr. samningsveðlaga nr. 75/1997. Þá verður samningum ekki þinglýst nema þeir séu skriflegir.

Sjónarmið um formfrelsi löggerninga komu fram á 14. öld og segja má að í nútíma þjóðfélagi með öllum þeim viðskiptum og samningum sem gerðir eru á degi hverjum væri ekki hægt annað en að hafa form samninga að miklu leyti frjálst.

Aðilar geta því samið munnlega um nær hvað sem er sín í milli svo bindandi sé fyrir báða aðila. Því er réttarstaða aðila sem gangast undir slíkra samninga sú að við þá skal standa, ella getur gagnaðili mögulega beitt vanefndaúrræðum.

Sömu reglur gilda um samninga sem gerðir eru milli skyldra aðila, það er samningar milli slíkra aðila eru alla jafna eins bindandi og samningar sem gerðir eru milli ótengdra aðila.

Heimild
  • Páll Sigurðsson, Samningaréttur: Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar, Orator, Reykjavík 1987.

Mynd: HB...