Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Gilda einhver lög um eftirlitsmyndavélar sem fylgjast með starfsfólki á vinnustað?

Jón Elvar Guðmundsson

Um slíkt eftirlit gilda lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Fjórða grein laganna tekur sérstaklega til eftirlits með myndavélum. Sé slíkt eftirlit stundað þarf að gæta þess að vinna með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti úr upplýsingunum og meðferð þeirra skal vera í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga. Í öðru lagi skulu þær fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi. Í þriðja lagi skal gætt þess að upplýsingar séu nægjanlegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. Loks skal gæta þess við varðveislu upplýsinganna að það sé ekki unnt að bera kennsl á þá sem fram koma lengur en þörf er á miðað við tilgang vinnslu. Sá sem ákveður að setja upp slíkar myndavélar til eftirlits ber ábyrgð á því að þessa sé gætt.

Þegar eftirlit með myndavél fer fram á vinnustað skal gera glögglega viðvart um vöktunina sem fram fer, með merki eða á annan áberandi hátt, þá skal koma fram hver beri ábyrgð á vöktuninni.

Áður en eftirlitið hefst skal tilkynna það til Persónuverndar. Í tilkynningu þarf meðal annars að koma fram hver tilgangur vinnslunar er og hvert upplýsingar verða sóttar, það er hvar myndavélar verða staðsettar. Persónuvernd getur svo krafist allra upplýsinga og skýringa sem henni eru nauðsynlegar til að rækja hlutverk sitt, þar á meðal til að meta hvort vinnslan falli undir ákvæði laganna.

Sé ekki farið að eftirlitinu samkvæmt lögum getur Persónuvernd mælt fyrir um að því skuli hætt til að tryggja lögmætið. Mögulega getur verið heimilt að láta stöðva viðkomandi starfsemi eða leggja á dagsektir þar til bætt hefur verið úr því sem ábótavant er.

Höfundur

héraðsdómslögmaður (hdl.)

Útgáfudagur

15.11.2002

Spyrjandi

Ágúst Guðmundsson

Tilvísun

Jón Elvar Guðmundsson. „Gilda einhver lög um eftirlitsmyndavélar sem fylgjast með starfsfólki á vinnustað?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2863.

Jón Elvar Guðmundsson. (2002, 15. nóvember). Gilda einhver lög um eftirlitsmyndavélar sem fylgjast með starfsfólki á vinnustað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2863

Jón Elvar Guðmundsson. „Gilda einhver lög um eftirlitsmyndavélar sem fylgjast með starfsfólki á vinnustað?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2863>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gilda einhver lög um eftirlitsmyndavélar sem fylgjast með starfsfólki á vinnustað?
Um slíkt eftirlit gilda lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Fjórða grein laganna tekur sérstaklega til eftirlits með myndavélum. Sé slíkt eftirlit stundað þarf að gæta þess að vinna með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti úr upplýsingunum og meðferð þeirra skal vera í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga. Í öðru lagi skulu þær fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi. Í þriðja lagi skal gætt þess að upplýsingar séu nægjanlegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. Loks skal gæta þess við varðveislu upplýsinganna að það sé ekki unnt að bera kennsl á þá sem fram koma lengur en þörf er á miðað við tilgang vinnslu. Sá sem ákveður að setja upp slíkar myndavélar til eftirlits ber ábyrgð á því að þessa sé gætt.

Þegar eftirlit með myndavél fer fram á vinnustað skal gera glögglega viðvart um vöktunina sem fram fer, með merki eða á annan áberandi hátt, þá skal koma fram hver beri ábyrgð á vöktuninni.

Áður en eftirlitið hefst skal tilkynna það til Persónuverndar. Í tilkynningu þarf meðal annars að koma fram hver tilgangur vinnslunar er og hvert upplýsingar verða sóttar, það er hvar myndavélar verða staðsettar. Persónuvernd getur svo krafist allra upplýsinga og skýringa sem henni eru nauðsynlegar til að rækja hlutverk sitt, þar á meðal til að meta hvort vinnslan falli undir ákvæði laganna.

Sé ekki farið að eftirlitinu samkvæmt lögum getur Persónuvernd mælt fyrir um að því skuli hætt til að tryggja lögmætið. Mögulega getur verið heimilt að láta stöðva viðkomandi starfsemi eða leggja á dagsektir þar til bætt hefur verið úr því sem ábótavant er.

...