Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

Ívar Daði Þorvaldsson og Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin.

Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta Marshall-aðstoð eftir seinni heimsstyrjöldina. Í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld? kemur eftirfarandi fram:
Marshallaðstoðin er kennd við þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George C. Marshall. Í ræðu sem hann hélt 5. júní 1947 bauð hann öllum Evrópuríkjum upp á aðstoð Bandaríkjanna við enduruppbyggingu eftir seinni heimsstyrjöldina. Um var að ræða umtalsverða fjárhagsaðstoð sem að einhverju leyti yrði í lánsformi, en langmest í formi styrkja sem næðu yfir fjögur ár.
Árið 1961 var stofnuninni breytt í OECD og fékk þá heitið Efnahags- og framfarastofnunin og náði þá ekki lengur einungis til ríkja Evrópu. Stofnríki voru 20 talsins og þar af einungis 2 utan Evrópu, það er Bandaríkin og Kanada. Stofnríkin voru þessi:

Austurríki Frakkland Ítalía Spánn
Bandaríkin Grikkland Kanada Sviss
Belgía Holland Lúxemborg Svíþjóð
Bretland Írland Noregur Tyrkland
Danmörk Ísland Portúgal Þýskaland

Síðan þá hafa 14 ríki bæst í hópinn, þar af 7 utan Evrópu:

Ríki: Innganga: Ríki: Innganga:
Japan 28. apríl 1964 Pólland 22. nóvember 1996
Finnland 28. janúar 1969 Suður-Kórea 12. desember 1996
Ástralía 7. júní 1971 Slóvakía 14. desember 2000
Nýja-Sjáland 29. maí 1973 Síle 7. maí 2010
Mexíkó 18. maí 1994 Slóvenía 21. júlí 2010
Tékkland 21. desember 1995 Ísrael 7. september 2010
Ungverjaland 7. maí 1996 Eistland 9. desember 2010

Stofnunin á auk þess í samstarfi við fjölda annarra hluthafa en þar mætti nefna önnur ríki, ýmsar stofnanir og samtök og Evrópusambandið. Þátttaka Íslands innan stofnunarinnar nær til ólíkra þátta líkt og samvinnu á sviði fjármála, skattamála, mennta, vísinda, félags- og atvinnumála, stjórnsýslu, umhverfis- og þróunarmála.

Stofnríki eru dökkblá. Ljósbláu ríkin hafa síðan bæst í hópinn.

Tilgangur Efnahags- og framfarastofnunarinnar er að veita ríkjum sameiginlegan vettvang til þess að bera saman stefnumótun aðildarríkjanna og reynslu þeirra í efnahags-, félags- og umhverfismálum. Meðal þess sem stofnunin ber saman milli landa er skólakerfi þeirra, hvernig sköttum er háttað, vinnutími fólks og uppbygging lífeyriskerfisins, auk fjölda annarra þátta sem snerta daglegt líf fólks, bæði beint og óbeint. Þá er reynt að greina hvaða aðferðum er best að beita gegn ýmsum vandamálum sem komið geta upp á þessum sviðum og ríkin móta sameiginlega stefnu gagnvart þessum málefnum. Með þessu móti reynir stofnunin að stuðla að varanlegum hagvexti, háu atvinnustigi, auknum lífsgæðum og almennri efnahagsþróun jafnt innan aðildarríkjanna sem og utan þeirra. Einnig leggur stofnunin sitt af mörkum til vaxtar og þróunar í heimsviðskiptum.

Vert er að taka fram að stofnunin er ekki vettvangur fyrir bindandi samninga eða lagasetningu. Fremur er stofnunin hugsuð sem samræðugrundvöllur þar sem umræða og gagnrýni leiðir til stefnubreytinga aðildarríkjanna.

Heimildir:

Mynd:

Höfundar

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum

Útgáfudagur

30.7.2012

Spyrjandi

Jón Haukur Sigtryggsson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson og Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin? “ Vísindavefurinn, 30. júlí 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29345.

Ívar Daði Þorvaldsson og Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. (2012, 30. júlí). Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29345

Ívar Daði Þorvaldsson og Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin? “ Vísindavefurinn. 30. júl. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29345>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?
OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin.

Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta Marshall-aðstoð eftir seinni heimsstyrjöldina. Í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld? kemur eftirfarandi fram:
Marshallaðstoðin er kennd við þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George C. Marshall. Í ræðu sem hann hélt 5. júní 1947 bauð hann öllum Evrópuríkjum upp á aðstoð Bandaríkjanna við enduruppbyggingu eftir seinni heimsstyrjöldina. Um var að ræða umtalsverða fjárhagsaðstoð sem að einhverju leyti yrði í lánsformi, en langmest í formi styrkja sem næðu yfir fjögur ár.
Árið 1961 var stofnuninni breytt í OECD og fékk þá heitið Efnahags- og framfarastofnunin og náði þá ekki lengur einungis til ríkja Evrópu. Stofnríki voru 20 talsins og þar af einungis 2 utan Evrópu, það er Bandaríkin og Kanada. Stofnríkin voru þessi:

Austurríki Frakkland Ítalía Spánn
Bandaríkin Grikkland Kanada Sviss
Belgía Holland Lúxemborg Svíþjóð
Bretland Írland Noregur Tyrkland
Danmörk Ísland Portúgal Þýskaland

Síðan þá hafa 14 ríki bæst í hópinn, þar af 7 utan Evrópu:

Ríki: Innganga: Ríki: Innganga:
Japan 28. apríl 1964 Pólland 22. nóvember 1996
Finnland 28. janúar 1969 Suður-Kórea 12. desember 1996
Ástralía 7. júní 1971 Slóvakía 14. desember 2000
Nýja-Sjáland 29. maí 1973 Síle 7. maí 2010
Mexíkó 18. maí 1994 Slóvenía 21. júlí 2010
Tékkland 21. desember 1995 Ísrael 7. september 2010
Ungverjaland 7. maí 1996 Eistland 9. desember 2010

Stofnunin á auk þess í samstarfi við fjölda annarra hluthafa en þar mætti nefna önnur ríki, ýmsar stofnanir og samtök og Evrópusambandið. Þátttaka Íslands innan stofnunarinnar nær til ólíkra þátta líkt og samvinnu á sviði fjármála, skattamála, mennta, vísinda, félags- og atvinnumála, stjórnsýslu, umhverfis- og þróunarmála.

Stofnríki eru dökkblá. Ljósbláu ríkin hafa síðan bæst í hópinn.

Tilgangur Efnahags- og framfarastofnunarinnar er að veita ríkjum sameiginlegan vettvang til þess að bera saman stefnumótun aðildarríkjanna og reynslu þeirra í efnahags-, félags- og umhverfismálum. Meðal þess sem stofnunin ber saman milli landa er skólakerfi þeirra, hvernig sköttum er háttað, vinnutími fólks og uppbygging lífeyriskerfisins, auk fjölda annarra þátta sem snerta daglegt líf fólks, bæði beint og óbeint. Þá er reynt að greina hvaða aðferðum er best að beita gegn ýmsum vandamálum sem komið geta upp á þessum sviðum og ríkin móta sameiginlega stefnu gagnvart þessum málefnum. Með þessu móti reynir stofnunin að stuðla að varanlegum hagvexti, háu atvinnustigi, auknum lífsgæðum og almennri efnahagsþróun jafnt innan aðildarríkjanna sem og utan þeirra. Einnig leggur stofnunin sitt af mörkum til vaxtar og þróunar í heimsviðskiptum.

Vert er að taka fram að stofnunin er ekki vettvangur fyrir bindandi samninga eða lagasetningu. Fremur er stofnunin hugsuð sem samræðugrundvöllur þar sem umræða og gagnrýni leiðir til stefnubreytinga aðildarríkjanna.

Heimildir:

Mynd:...