Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?

Ármann Höskuldsson

Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabilinu frá 9. öld til 13. aldar.

Þekktast er hraunið Svínahraun á Hellisheiði sem rann í kringum árið 1000 og er gjarnan nefnt Kristnitökuhraunið. Við Hafnarfjörð er það Kapelluhraun sem yngst er, frá 13. öld, en nær Hafnarfirði eru hraun sem nefnd eru Hvaleyrarhraun/Hellnahraun. Þessi hraun runnu í kringum 950. Í dag hefur byggðin teygt sig inn á þessi svæði. Einnig eru nokkur hraun á Heiðmerkursvæðinu frá þessari hrinu. Tvö önnur hraun eru á þessum svæðum og nú með byggð allt í kring. Það eru Elliðaársdalshraun sem er um 4.700 ára gamalt og Búrfellshraun sem er um 7.200 ára gamalt. Búrfellshraun er hraunið sem sést í Hafnarfirði og Garðabæ.

Af þessu má lesa tvennt. Í fyrsta lagi að engar líkur eru á því að eldspúandi gjá opnist innan borgarmarkanna og í öðru lagi að töluverðar líkur eru á að hraun geti runnið inn í byggð á höfuðborgarsvæðinu. Þau svæði sem einkum eru í áhættuflokki vegna þessa eru Garðabær og Hafnarfjörður en þau hraun sem rynnu til Reykjavíkur myndu fara niður Elliðaárdalinn sem er lítt byggður. Gjóska, það er loftborin eldfjallaaska getur hins vegar borist að frá eldfjöllum lengra í burtu. Gjóska getur orðið til ama, en myndi að öllum líkindum ekki verða völd að neinu meiriháttar tjóni á höfuðborgarsvæðinu.

Kapelluhraun við Hafnarfjörð er frá 13. öld.

Langt er um liðið síðan síðasta goshrina gekk yfir Reykjanesið, en síðustu gos voru í lok 13. aldar. Það verður því að teljast líklegt að stund nýrrar goshrinu nálgist. Raunar hefur allt Suðurland frá Reykjanesi til Mýrdalsjökuls verið óvenju virkt undanfarin ár. Þrátt fyrir það er erfitt að segja til um hvort þessi virkni er undanfari gosa eða hvort að landið er bara að „teygja úr sér“ eftir langvarandi kyrrstöðu.

Við þekkjum gossögu síðustu 11 alda nokkuð vel, það er að segja hvaða ár gaus og hversu stór eldgosin voru. Hins vegar þekkjum við lítt eða ekki til undanfara eldgosanna. Þetta veldur því að þrátt fyrir fullkomin mælitæki eigum við erfitt með að segja af eða á um hvort eldgos er í vændum eður ei. Þetta mun þó lagast með hverju eldgosi sem við verðum vitni að og náum að mæla með þeim útbúnaði sem komið hefur verið upp.

Að endingu þá er svarið við spurningunni það að mjög litlar líkur eru á stórtjóni vegna eldgosa eða annarra jarðhræringa innan höfuðborgarsvæðisins á næstu árum.

Mynd:

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

23.1.2003

Spyrjandi

Gylfi Gylfason

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3045.

Ármann Höskuldsson. (2003, 23. janúar). Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3045

Ármann Höskuldsson. „Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3045>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?
Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabilinu frá 9. öld til 13. aldar.

Þekktast er hraunið Svínahraun á Hellisheiði sem rann í kringum árið 1000 og er gjarnan nefnt Kristnitökuhraunið. Við Hafnarfjörð er það Kapelluhraun sem yngst er, frá 13. öld, en nær Hafnarfirði eru hraun sem nefnd eru Hvaleyrarhraun/Hellnahraun. Þessi hraun runnu í kringum 950. Í dag hefur byggðin teygt sig inn á þessi svæði. Einnig eru nokkur hraun á Heiðmerkursvæðinu frá þessari hrinu. Tvö önnur hraun eru á þessum svæðum og nú með byggð allt í kring. Það eru Elliðaársdalshraun sem er um 4.700 ára gamalt og Búrfellshraun sem er um 7.200 ára gamalt. Búrfellshraun er hraunið sem sést í Hafnarfirði og Garðabæ.

Af þessu má lesa tvennt. Í fyrsta lagi að engar líkur eru á því að eldspúandi gjá opnist innan borgarmarkanna og í öðru lagi að töluverðar líkur eru á að hraun geti runnið inn í byggð á höfuðborgarsvæðinu. Þau svæði sem einkum eru í áhættuflokki vegna þessa eru Garðabær og Hafnarfjörður en þau hraun sem rynnu til Reykjavíkur myndu fara niður Elliðaárdalinn sem er lítt byggður. Gjóska, það er loftborin eldfjallaaska getur hins vegar borist að frá eldfjöllum lengra í burtu. Gjóska getur orðið til ama, en myndi að öllum líkindum ekki verða völd að neinu meiriháttar tjóni á höfuðborgarsvæðinu.

Kapelluhraun við Hafnarfjörð er frá 13. öld.

Langt er um liðið síðan síðasta goshrina gekk yfir Reykjanesið, en síðustu gos voru í lok 13. aldar. Það verður því að teljast líklegt að stund nýrrar goshrinu nálgist. Raunar hefur allt Suðurland frá Reykjanesi til Mýrdalsjökuls verið óvenju virkt undanfarin ár. Þrátt fyrir það er erfitt að segja til um hvort þessi virkni er undanfari gosa eða hvort að landið er bara að „teygja úr sér“ eftir langvarandi kyrrstöðu.

Við þekkjum gossögu síðustu 11 alda nokkuð vel, það er að segja hvaða ár gaus og hversu stór eldgosin voru. Hins vegar þekkjum við lítt eða ekki til undanfara eldgosanna. Þetta veldur því að þrátt fyrir fullkomin mælitæki eigum við erfitt með að segja af eða á um hvort eldgos er í vændum eður ei. Þetta mun þó lagast með hverju eldgosi sem við verðum vitni að og náum að mæla með þeim útbúnaði sem komið hefur verið upp.

Að endingu þá er svarið við spurningunni það að mjög litlar líkur eru á stórtjóni vegna eldgosa eða annarra jarðhræringa innan höfuðborgarsvæðisins á næstu árum.

Mynd:...