Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna hækkar gjaldeyrir um þriðjung ef gengisfelling er 25%?

Þegar sagt er að gengi gjaldmiðils eins og krónunnar hafi fallið um fjórðung (25%) þá er átt við að máttur hverrar krónu við kaup á öðrum gjaldmiðlum hafi minnkað um fjórðung. Þar með standa eftir þrír fjórðu (75%) af þessum kaupmætti. Til þess að kaupa jafnmikið og áður af erlendum gjaldmiðlum þarf því þriðjungi eða einum þriðja meira af krónum en áður, því að einn heill er þriðjungi meira en þrír fjórðu, samanber (3/4)*(1+1/3) = (3/4)*(4/3) = 1.

Til dæmis skulum við gefa okkur að dag nokkurn kosti hver evra 100 krónur sem þýðir auðvitað líka að hver króna kostar eitt evrusent, það er 0,01 evru. Ef gengi krónunnar gagnvart evru fellur um fjórðung er ekki lengur hægt að kaupa eitt evrusent fyrir krónu heldur 0,01*3/4 eða 0,0075 evrur, það er þrjá fjórðu úr evrusenti. Þar með kostar hver evra ekki lengur 100 krónur heldur 1/0,0075 eða 133,33 krónur. Með öðrum orðum evran er þriðjungi eða 33,3 hundraðshlutum dýrari, mælt í íslenskum krónum, eftir gengisfellinguna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • HB

Útgáfudagur

14.2.2003

Spyrjandi

Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir, f. 1984

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna hækkar gjaldeyrir um þriðjung ef gengisfelling er 25%?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2003. Sótt 6. febrúar 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=3144.

Gylfi Magnússon. (2003, 14. febrúar). Hvers vegna hækkar gjaldeyrir um þriðjung ef gengisfelling er 25%? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3144

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna hækkar gjaldeyrir um þriðjung ef gengisfelling er 25%?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2003. Vefsíða. 6. feb. 2016. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3144>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Taj Mahal

Taj Mahal er grafhýsi úr hvítum marmara í borginni Agra á Norður-Indlandi. Hafist var handa við byggingu þess 1632 og henni lauk 1647. Grafhýsið var reist fyrir stórmógúlinn Shah Jahan til minningar um eftirlætiseiginkonu hans Mumtaz Mahal. Hún lést af barnsförum þegar hún fæddi 14. barn sitt 1631. Taj Mahal er eitt af þekktustu verkum íslamskrar byggingarlistar og frægustu mannvirkjum heims.