Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?

Unnar Árnason

Hér er svarað eftirfarandi spurningum:
  • Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)
  • Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)
  • Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)
Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsins. Við notum oft hlátur á sjálfráðan hátt, til dæmis í samræðum, en það er hið ósjálfráða eðli hans sem vekur athygli manns og kallar á spurningar eins og hér er reynt að svara. Hlátursviðbragðið virðist ekki gegna neinu nytsömu hlutverki, hvorki í lífeðlisfræði mannsins né þróunarsögu hans. Eitt er þó víst, hlátur losar um spennu og kemur innri jafnt sem ytri vöðvum á hreyfingu. Kringum þennan eiginleika hláturs hefur sprottið upp sérstakt líkamsæfingakerfi, hláturjóga, sem hægt er að kynnast á vefsíðunni www.hlatur.is.

Hlátur hefur reynst heillandi viðfangsefni í sögu mannsins og allt frá dögum Platóns hafa heilabrot um hlátur reglulega skotið upp kollinum. Ólíkar kenningar og hugmyndir um eðli hláturs hafa komið fram, á sviði sálfræði, málvísinda og lífeðlisfræði. Hér verður reynt að svara fyrir sálfræði- og tungumálaþátt hláturs en lífeðlisfræðin bíður annars svars.

Flestar kenningar um hlátur eiga það sameiginlegt að skipa sér undir annað af tveimur hugtökum, yfirburði eða ósamræmi. Yfirburðakenningar ganga útfrá sálfræðilegum grunni, að hlátur sé tjáning yfirburðakenndar okkar gagnvart öðrum, sérstaklega keppinautum okkar. Þá kennd upplifum við ef við sjáum eitthvað ófullkomið, óeðlilegt, við aðra. Ósamræmiskenningar beina athyglinni að tungumálinu og rökleysunni sem virðist einkenna það sem okkur finnst fyndið. Slíkar kenningar sjá gjarnan eitthvað óeðlilegt við það sem vekur hlátur og kalla á hugtök eins og fáránleika til að skýra út fyndni.

Við nánari athugun sést að margt er skylt með þessum hugtökum og notkun þeirra. Helst er að nefna tilhneiginguna til að gera hlátur að árekstri tveggja andstæðna, hins ófullkomna og fullkomna, eða hins röklausa og rökfasta. Í því verður að teljast hálfgerð uppgjöf að ætla annaðhvort að binda hlátur persónum eins og yfirburðakenningar gera, eða telja hann án rökfræði líkt og ósamræmiskenningar gera. Nýrri kenningar reyna einmitt að gera grein fyrir rökfræði tungumálsins í hlátri og fyndni þótt hvorki takist alltaf að gera það fullkomlega né forðast andstæðuhugsunina.

Ein slík er hugmynd franska heimspekingsins Henris Bergson um hlátur sem eitthvert vélrænt lagt ofan á hið lifandi, en um hana hefur verið fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju hlæjum við að óförum annarra? Segja má að Bergson gangi nokkuð langt í að samhæfa yfirburða- og ósamræmiskenningar. Bergson tekst einnig að nokkru leyti að upphefja andstæðurnar lífrænu og vélrænu, með því að leggja áherslu á mun í tungumáli hláturs þó þess sjáist frekar stað í skrifum og hugleiðingum hans en í kenningarlegri niðurstöðu.

Ungversk-breski sálfræðingurinn Arthur Koestler vann frekar úr skrifum Bergsons á seinni hluta síðustu aldar og náði að smíða kenningu sem útskýrir bæði yfirburðakenningar og ósamræmiskenningar, og tilhneiginguna til að telja andstæður uppsprettu hláturs, á trúverðugan hátt. Koestler samræmir virkni tungumálsins og samfélagsins/sálfræðinnar í hugtakinu orðræðu og segir hlátur sprottin af árekstri ólíkra orðræðna, ekki andstæðra.

Orðræðu getum við skilgreint sem tungumál eða málfar sérstaks samfélagshóps, hóptungumál sem hver einstaklingur notar til að finna sér stað í samfélaginu og jafnframt greina sig frá öðrum. Hvert okkar greinir sig frá einum hópi fólks og samsamar sig öðrum, eftir starfi, námi, áhugamálum, fjölskyldu og búsetu svo einhverjir ákvarðandi þættir séu nefndir (þeir eru mun fleiri, þættir innan þátta). Hver orðræða hefur vissa rökfræði að baki sér, hún reynir að takmarka mögulegar merkingar orða og því getur eitt orð haft ólíkar merkingar eftir því hvaða orðræðu það tilheyrir.

Orðræða er bæði félagsvísindalegt hugtak og málvísindalegt, tengt kenningum Ferdinands de Saussures um táknið og Romans Jakobsons um tungumálið sem ekki verður farið í nánar hér.

Orðaleikir, eða það að snúa út úr, eru gott dæmi um hvernig orðræður rekast á eins og Koestler talar um. Í orðaleikjum er sýnt fram á að orð hafi fleira en eina merkingu og að það sem sagt var hafi ekki verið ein setning heldur tvær ólíkar. Brandarar eru oft á gátuformi, þá er áheyrandinn beðinn um að finna orðið sem tengir saman ólíkar orðræður. Hér er eitt „nýlegt“ dæmi af Netinu:

Af hverju opna Hafnfirðingar alltaf mjólkurfernur úti í búð?

Vegna þess að það stendur „Opnist hér“ á þeim.

Orðið „hér“ á sér tvær mögulegar merkingar eftir orðræðum, annars vegar þeirri sem fylgir félagslega gjörningnum að fara í búð, að vera „hér“ í búðinni, hinsvegar orðræðu fernunnar sjálfrar, „hér“ er þá flipinn á fernunni sem við opnum með. „Hér“ er hlekkurinn sem tengir orðræðurnar saman, árekstrarpunkturinn. „Opnist hér“ verður að tveimur setningum, önnur lesin í búðinni, hin heima í eldhúsi. Lesandinn getur vonandi fundið (upp) betri dæmi sjálfur en öll ættu þau að fylgja ofangreindu mynstri. Hlutverk grínarans er einmitt að benda okkur á tengingar á milli orðræðna sem við höfum ekki tekið eftir fyrr, eða hreinlega búa þær til.

Heimildir:
  • Arthur Koestler, The Act of Creation, Hutchinson, London 1964. Einnig skal bent á grein Koestlers á vef Encyclopædia Britannica um hlátur og fyndni, („humour“) þar sem hann dregur saman kenningar sínar úr fyrrnefndri bók

Mynd af kápu kvikmyndarinnar Nafn Rósarinnar: Luminous

Mynd af Henri Bergson: Humanum.Online.fr

Mynd af Arthur Koestler: Orwell.ru

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

17.2.2003

Spyrjandi

Ólafur Sindri Helgason
Ævar Ólafsson
Rögnvaldur Magnússon
Ómar Ómarsson

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3148.

Unnar Árnason. (2003, 17. febrúar). Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3148

Unnar Árnason. „Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3148>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:

  • Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)
  • Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)
  • Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)
Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsins. Við notum oft hlátur á sjálfráðan hátt, til dæmis í samræðum, en það er hið ósjálfráða eðli hans sem vekur athygli manns og kallar á spurningar eins og hér er reynt að svara. Hlátursviðbragðið virðist ekki gegna neinu nytsömu hlutverki, hvorki í lífeðlisfræði mannsins né þróunarsögu hans. Eitt er þó víst, hlátur losar um spennu og kemur innri jafnt sem ytri vöðvum á hreyfingu. Kringum þennan eiginleika hláturs hefur sprottið upp sérstakt líkamsæfingakerfi, hláturjóga, sem hægt er að kynnast á vefsíðunni www.hlatur.is.

Hlátur hefur reynst heillandi viðfangsefni í sögu mannsins og allt frá dögum Platóns hafa heilabrot um hlátur reglulega skotið upp kollinum. Ólíkar kenningar og hugmyndir um eðli hláturs hafa komið fram, á sviði sálfræði, málvísinda og lífeðlisfræði. Hér verður reynt að svara fyrir sálfræði- og tungumálaþátt hláturs en lífeðlisfræðin bíður annars svars.

Flestar kenningar um hlátur eiga það sameiginlegt að skipa sér undir annað af tveimur hugtökum, yfirburði eða ósamræmi. Yfirburðakenningar ganga útfrá sálfræðilegum grunni, að hlátur sé tjáning yfirburðakenndar okkar gagnvart öðrum, sérstaklega keppinautum okkar. Þá kennd upplifum við ef við sjáum eitthvað ófullkomið, óeðlilegt, við aðra. Ósamræmiskenningar beina athyglinni að tungumálinu og rökleysunni sem virðist einkenna það sem okkur finnst fyndið. Slíkar kenningar sjá gjarnan eitthvað óeðlilegt við það sem vekur hlátur og kalla á hugtök eins og fáránleika til að skýra út fyndni.

Við nánari athugun sést að margt er skylt með þessum hugtökum og notkun þeirra. Helst er að nefna tilhneiginguna til að gera hlátur að árekstri tveggja andstæðna, hins ófullkomna og fullkomna, eða hins röklausa og rökfasta. Í því verður að teljast hálfgerð uppgjöf að ætla annaðhvort að binda hlátur persónum eins og yfirburðakenningar gera, eða telja hann án rökfræði líkt og ósamræmiskenningar gera. Nýrri kenningar reyna einmitt að gera grein fyrir rökfræði tungumálsins í hlátri og fyndni þótt hvorki takist alltaf að gera það fullkomlega né forðast andstæðuhugsunina.

Ein slík er hugmynd franska heimspekingsins Henris Bergson um hlátur sem eitthvert vélrænt lagt ofan á hið lifandi, en um hana hefur verið fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju hlæjum við að óförum annarra? Segja má að Bergson gangi nokkuð langt í að samhæfa yfirburða- og ósamræmiskenningar. Bergson tekst einnig að nokkru leyti að upphefja andstæðurnar lífrænu og vélrænu, með því að leggja áherslu á mun í tungumáli hláturs þó þess sjáist frekar stað í skrifum og hugleiðingum hans en í kenningarlegri niðurstöðu.

Ungversk-breski sálfræðingurinn Arthur Koestler vann frekar úr skrifum Bergsons á seinni hluta síðustu aldar og náði að smíða kenningu sem útskýrir bæði yfirburðakenningar og ósamræmiskenningar, og tilhneiginguna til að telja andstæður uppsprettu hláturs, á trúverðugan hátt. Koestler samræmir virkni tungumálsins og samfélagsins/sálfræðinnar í hugtakinu orðræðu og segir hlátur sprottin af árekstri ólíkra orðræðna, ekki andstæðra.

Orðræðu getum við skilgreint sem tungumál eða málfar sérstaks samfélagshóps, hóptungumál sem hver einstaklingur notar til að finna sér stað í samfélaginu og jafnframt greina sig frá öðrum. Hvert okkar greinir sig frá einum hópi fólks og samsamar sig öðrum, eftir starfi, námi, áhugamálum, fjölskyldu og búsetu svo einhverjir ákvarðandi þættir séu nefndir (þeir eru mun fleiri, þættir innan þátta). Hver orðræða hefur vissa rökfræði að baki sér, hún reynir að takmarka mögulegar merkingar orða og því getur eitt orð haft ólíkar merkingar eftir því hvaða orðræðu það tilheyrir.

Orðræða er bæði félagsvísindalegt hugtak og málvísindalegt, tengt kenningum Ferdinands de Saussures um táknið og Romans Jakobsons um tungumálið sem ekki verður farið í nánar hér.

Orðaleikir, eða það að snúa út úr, eru gott dæmi um hvernig orðræður rekast á eins og Koestler talar um. Í orðaleikjum er sýnt fram á að orð hafi fleira en eina merkingu og að það sem sagt var hafi ekki verið ein setning heldur tvær ólíkar. Brandarar eru oft á gátuformi, þá er áheyrandinn beðinn um að finna orðið sem tengir saman ólíkar orðræður. Hér er eitt „nýlegt“ dæmi af Netinu:

Af hverju opna Hafnfirðingar alltaf mjólkurfernur úti í búð?

Vegna þess að það stendur „Opnist hér“ á þeim.

Orðið „hér“ á sér tvær mögulegar merkingar eftir orðræðum, annars vegar þeirri sem fylgir félagslega gjörningnum að fara í búð, að vera „hér“ í búðinni, hinsvegar orðræðu fernunnar sjálfrar, „hér“ er þá flipinn á fernunni sem við opnum með. „Hér“ er hlekkurinn sem tengir orðræðurnar saman, árekstrarpunkturinn. „Opnist hér“ verður að tveimur setningum, önnur lesin í búðinni, hin heima í eldhúsi. Lesandinn getur vonandi fundið (upp) betri dæmi sjálfur en öll ættu þau að fylgja ofangreindu mynstri. Hlutverk grínarans er einmitt að benda okkur á tengingar á milli orðræðna sem við höfum ekki tekið eftir fyrr, eða hreinlega búa þær til.

Heimildir:
  • Arthur Koestler, The Act of Creation, Hutchinson, London 1964. Einnig skal bent á grein Koestlers á vef Encyclopædia Britannica um hlátur og fyndni, („humour“) þar sem hann dregur saman kenningar sínar úr fyrrnefndri bók

Mynd af kápu kvikmyndarinnar Nafn Rósarinnar: Luminous

Mynd af Henri Bergson: Humanum.Online.fr

Mynd af Arthur Koestler: Orwell.ru...