Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?

Jón Már Halldórsson

Ranakollur fylla einn hóp skriðdýra sem nefnist Sphenodontidae. Þær hafa langminnsta útbreiðslu allra núlifandi skriðdýrahópa, lifa einungis á afar takmörkuðu svæði á Nýja-Sjálandi og á nokkrum eyjun undan ströndum Nýja-Sjálands. Ranakolluhópurinn er forn og var blómaskeið þessara skiðdýra fyrir meira en 150 milljón árum.

Það fyrsta sem vekur athygli við ranakollur er röð gadda eftir endilöngu bakinu. Frumbyggjar Nýja-Sjálands, Maóríar, kalla eðlurnar túatara eða “broddbak” og undir því heiti ganga ranakollur úti í heimi. Líffræðingar telja að ranakollur séu þau skriðdýr eins og eðlur, slöngur, salamöndrur og krókodílar. Ranakollurnar eru hins vegar líkari fyrstu skriðdýrum þróunarsögunnar í útliti en núlifandi skriðdýrum. Þær hafa í raun lítið breyst í yfir 220 milljónir ára.

Aðeins eru þekktar tvær tegundir ranakolla, Sphenodon punctatus sem er brúnhvít á lit er mun algengari og lifir meðal annars á Norðurey Nýja-Sjálands auk fjölda annarra smáeyja. Hin tegundin nefnist Sphenodon guntheri og er ólífugræn að lit, stundum með gula depla. S. punctatus er aðeins stærri og geta fullorðin dýr orðið um 50 cm á lengd og vegið allt að 700 g. Stærstu karldýrin geta orðið eitt kíló. Húð ranakollna er svipuð viðkomu og hjá eðlum, en þó mýkri.

Ranakollur verða kynþroska 9-13 ára gamlar og geta orðið rúmlega 60 ára. Kvendýrið verpir yfirleitt 12-19 mjúkum, leðurkenndum eggjum (ekki með harðri skurn eins og fuglar), grefur þau niður og yfirgefur. Eftir um 12-15 mánaði klekjast eggin út, ungarnir skríða upp á yfirborðið og reyna að koma sér fljótt í skjól. Rándýr ná oft stórum hluta unganna.

Ranakollurnar halda til í litlum holum sem þær grafa sjálfar yfir daginn en þegar skyggja tekur fara þær í fæðuleit. Yfirleitt fara þær ekki langt frá holum sínum en leita að ormum, margfætlum og smáum eðlum í nágrenninu. Ranakollur sem lifa við ströndina hremma stundum unga sjófugla.

Ranakollur fóru mjög illa út úr landnámi Evrópumanna á Nýja-Sjálandi sem tóku með sér ketti og hunda, og rottur slæddust með. Fyrir komu Evrópumanna lifðu þær á báðum megineyjum Nýja-Sjálands, en eru nú einungis á smáeyjum sem sluppu við landnám þeirra undan ströndum Nýja-Sjálands. Einnig er ranakollur að finna á afskekktum svæðum á Norðureyju. Sphenodon guntheri er í mikilli útrýmingarhættu og álíta vísindamenn að tegundin telji aðeins um 400 dýr á eyjunni North Brother í Marlborough-sundi við Nýja-Sjáland. Eins og staðan er í dag er stofninn stöðugur en eyjan er í einhvers konar sóttkví, því ef rottur bærust til eyjunnar væri voðinn vís fyrir þessa tegund. Útbreiðsla Sphenodon punctatus er mun meiri og í stofninum eru allt að 50 þúsund dýr.

Það er ekki langt síðan menn töldu allar ranakollur tilheyra einni og sömu tegundinni en það var ekki fyrr en 1989 sem nýsjálenskur líffræðingur, Dr. Charles Daugherty, komst að því að um væri að ræða tvær aðskildar tegundir.

Heimildir og nánari upplýsingar:Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.2.2003

Spyrjandi

Jóhann Knappett, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2003. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3153.

Jón Már Halldórsson. (2003, 19. febrúar). Hvað getið þið sagt mér um ranakollur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3153

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2003. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3153>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?
Ranakollur fylla einn hóp skriðdýra sem nefnist Sphenodontidae. Þær hafa langminnsta útbreiðslu allra núlifandi skriðdýrahópa, lifa einungis á afar takmörkuðu svæði á Nýja-Sjálandi og á nokkrum eyjun undan ströndum Nýja-Sjálands. Ranakolluhópurinn er forn og var blómaskeið þessara skiðdýra fyrir meira en 150 milljón árum.

Það fyrsta sem vekur athygli við ranakollur er röð gadda eftir endilöngu bakinu. Frumbyggjar Nýja-Sjálands, Maóríar, kalla eðlurnar túatara eða “broddbak” og undir því heiti ganga ranakollur úti í heimi. Líffræðingar telja að ranakollur séu þau skriðdýr eins og eðlur, slöngur, salamöndrur og krókodílar. Ranakollurnar eru hins vegar líkari fyrstu skriðdýrum þróunarsögunnar í útliti en núlifandi skriðdýrum. Þær hafa í raun lítið breyst í yfir 220 milljónir ára.

Aðeins eru þekktar tvær tegundir ranakolla, Sphenodon punctatus sem er brúnhvít á lit er mun algengari og lifir meðal annars á Norðurey Nýja-Sjálands auk fjölda annarra smáeyja. Hin tegundin nefnist Sphenodon guntheri og er ólífugræn að lit, stundum með gula depla. S. punctatus er aðeins stærri og geta fullorðin dýr orðið um 50 cm á lengd og vegið allt að 700 g. Stærstu karldýrin geta orðið eitt kíló. Húð ranakollna er svipuð viðkomu og hjá eðlum, en þó mýkri.

Ranakollur verða kynþroska 9-13 ára gamlar og geta orðið rúmlega 60 ára. Kvendýrið verpir yfirleitt 12-19 mjúkum, leðurkenndum eggjum (ekki með harðri skurn eins og fuglar), grefur þau niður og yfirgefur. Eftir um 12-15 mánaði klekjast eggin út, ungarnir skríða upp á yfirborðið og reyna að koma sér fljótt í skjól. Rándýr ná oft stórum hluta unganna.

Ranakollurnar halda til í litlum holum sem þær grafa sjálfar yfir daginn en þegar skyggja tekur fara þær í fæðuleit. Yfirleitt fara þær ekki langt frá holum sínum en leita að ormum, margfætlum og smáum eðlum í nágrenninu. Ranakollur sem lifa við ströndina hremma stundum unga sjófugla.

Ranakollur fóru mjög illa út úr landnámi Evrópumanna á Nýja-Sjálandi sem tóku með sér ketti og hunda, og rottur slæddust með. Fyrir komu Evrópumanna lifðu þær á báðum megineyjum Nýja-Sjálands, en eru nú einungis á smáeyjum sem sluppu við landnám þeirra undan ströndum Nýja-Sjálands. Einnig er ranakollur að finna á afskekktum svæðum á Norðureyju. Sphenodon guntheri er í mikilli útrýmingarhættu og álíta vísindamenn að tegundin telji aðeins um 400 dýr á eyjunni North Brother í Marlborough-sundi við Nýja-Sjáland. Eins og staðan er í dag er stofninn stöðugur en eyjan er í einhvers konar sóttkví, því ef rottur bærust til eyjunnar væri voðinn vís fyrir þessa tegund. Útbreiðsla Sphenodon punctatus er mun meiri og í stofninum eru allt að 50 þúsund dýr.

Það er ekki langt síðan menn töldu allar ranakollur tilheyra einni og sömu tegundinni en það var ekki fyrr en 1989 sem nýsjálenskur líffræðingur, Dr. Charles Daugherty, komst að því að um væri að ræða tvær aðskildar tegundir.

Heimildir og nánari upplýsingar:Myndir:...