Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?

Ása Ólafsdóttir og Svanhildur Sól Hjálmarsdóttir

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í, en það er líka hægt að kalla frystan snjó sem búið er að bragðbæta ís.

Líklega hefur það tíðkast víða og allt frá forni fari að borða bragðbættan snjó. Sagan segir að rómverski keisarinn Neró hafi látið sækja fyrir sig ís upp í fjöll og sett ávexti ofan á. Vel mætti hugsa sé að steinaldarmenn hafi einhvern tíma gert slíkt hið sama, en um það eru vitanlega engar heimildir til

Í Persaveldi til forna tíðkaðist að hella vínberjasafa yfir snjó í skál og njóta með bestu lyst. Þetta var gert þegar heitt var í veðri. Oft var notaður snjór sem geymdur var í sérstökum neðanjarðarherbergjum sem kölluð voru yakhchal, eða snjórinn sóttur hátt upp til fjalla.

Ís og önnur matvæli voru stundum geymd í sérstökum neðanjarðarherbergjum. Á myndinni má sjá slíka geymslu í Yazd í Íran sem áður kallaðist Persía.

Um uppruna ísgerðar er margt á huldu og sumt sem finna má í heimildum er byggt á misáreiðanlegum sögusögnum. Stundum er því haldið fram að landkönnuðurinn Marco Polo hafi lært ísgerð í Kína og þannig hafi kunnáttan borist til Evrópu. Fátt virðist styðja þá fullyrðingu, enda minnist Marco Polo hvergi á ís í sínum skrifum.

Margar heimildir telja að ísgerð eigi sér langa sögu í Kína, hugsanlega nokkur þúsund ára gamla. Í bókinni A History of Food leiðir Maguelonne Toussaint-Samat líkur að því að Kínverjar hafi fundið upp tæki til þess að búa til ís og sorbet. Þeir helltu þá snjó- og saltpétursblöndu yfir ílát sem fyllt voru með sírópi.

Á Indlandsskaga er rík hefð er fyrir því að sjóða niður mjólk. Þar er svonefndur kulfi vinsæll ísréttur og heimildir eru þekktar um hann frá að minnsta kosti 16. öld. Kulfi er útbúinn á þann hátt að þykk mjólkin er fryst. Oft er hún bragðbætt með rósavatni, hnetum og möndlum.

Ís í þeirri mynd sem flestir þekkja hann, úr rjóma og bragðefnum, er fyrst talinn hafa verið búinn til á Ítalíu á 17. öld. Þaðan barst hann til frönsku hirðarinnar og síðan til annarra landa Evrópu. Á sama tíma þróaðist í þessum löndum sú aðferð að frysta ávaxtasafa blandaðan sírópi og er slíkur krapís oft kallaður sorbet á erlendum tungum. Krapísinn var vinsæll á meginlandi Evrópu en Englendingar voru mun hrifnari af hefðbundum rjómaís.

Aðferðir við ísgerð voru í fyrstu fremur frumstæðar enda kælitækni fyrir matvæli ekki eins og við þekkjum í dag. Ís var lengi vel munaður og eingöngu borðaður við hátíðleg tækifæri. Mjög líklega var rjómi frystur og hann bragðbættur. Til að frysta rjómann var notuð tvöföld skál og ísblanda sett í innri skálina. Klaki og salt sett í þá ytri og við það fraus ísinn sem var oft kristallaður og grófur. Bandaríska konan Nancy M. Johnson fann upp handsnúna ísvél árið 1846 en með henni var hægt að búa til loftmikinn og mjúkan ís, hann kólnaði jafnt og stórir kristallar náðu ekki að myndast.

Ís í brauðformi varð fyrst vinsæll á heimssýningunni í St. Louis 1904.

Á heimssýningunni í St. Louis árið 1904 varð ís í brauðformi vinsæll. En ólíklegt er að þá hafi ís í fyrsta sinn verið settur í brauðform. Sagar segir að íssali á heimssýningunni hafi orðið uppiskroppa með diska og sýrlenskum bakara í næsta söluskála dottið í hug að vefja þunnar kexkökur upp í kramarhús og nota þær undir ísinn. Fleiri útgáfur af þessari sögu eru til.

Ís er einn vinsælasti eftirréttur í heimi og hefur verið í mörg ár. Margir telja að besta ísinn sé að finna á Ítalíu en smekkur manna er vitanlega ekki sá sami alls staðar. Margar ísbúðir kynna sig hins vegar sem ítalskar, þrátt fyrir að vera í öðrum löndum og framleiðendur gefa mörgum ístegundum ítölsk nöfn. Ljóst er að margir vilja tengja sig ítalskri ísgerð.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.6.2015

Spyrjandi

Lilja Líf Magnúsdóttir

Tilvísun

Ása Ólafsdóttir og Svanhildur Sól Hjálmarsdóttir. „Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31692.

Ása Ólafsdóttir og Svanhildur Sól Hjálmarsdóttir. (2015, 18. júní). Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31692

Ása Ólafsdóttir og Svanhildur Sól Hjálmarsdóttir. „Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31692>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í, en það er líka hægt að kalla frystan snjó sem búið er að bragðbæta ís.

Líklega hefur það tíðkast víða og allt frá forni fari að borða bragðbættan snjó. Sagan segir að rómverski keisarinn Neró hafi látið sækja fyrir sig ís upp í fjöll og sett ávexti ofan á. Vel mætti hugsa sé að steinaldarmenn hafi einhvern tíma gert slíkt hið sama, en um það eru vitanlega engar heimildir til

Í Persaveldi til forna tíðkaðist að hella vínberjasafa yfir snjó í skál og njóta með bestu lyst. Þetta var gert þegar heitt var í veðri. Oft var notaður snjór sem geymdur var í sérstökum neðanjarðarherbergjum sem kölluð voru yakhchal, eða snjórinn sóttur hátt upp til fjalla.

Ís og önnur matvæli voru stundum geymd í sérstökum neðanjarðarherbergjum. Á myndinni má sjá slíka geymslu í Yazd í Íran sem áður kallaðist Persía.

Um uppruna ísgerðar er margt á huldu og sumt sem finna má í heimildum er byggt á misáreiðanlegum sögusögnum. Stundum er því haldið fram að landkönnuðurinn Marco Polo hafi lært ísgerð í Kína og þannig hafi kunnáttan borist til Evrópu. Fátt virðist styðja þá fullyrðingu, enda minnist Marco Polo hvergi á ís í sínum skrifum.

Margar heimildir telja að ísgerð eigi sér langa sögu í Kína, hugsanlega nokkur þúsund ára gamla. Í bókinni A History of Food leiðir Maguelonne Toussaint-Samat líkur að því að Kínverjar hafi fundið upp tæki til þess að búa til ís og sorbet. Þeir helltu þá snjó- og saltpétursblöndu yfir ílát sem fyllt voru með sírópi.

Á Indlandsskaga er rík hefð er fyrir því að sjóða niður mjólk. Þar er svonefndur kulfi vinsæll ísréttur og heimildir eru þekktar um hann frá að minnsta kosti 16. öld. Kulfi er útbúinn á þann hátt að þykk mjólkin er fryst. Oft er hún bragðbætt með rósavatni, hnetum og möndlum.

Ís í þeirri mynd sem flestir þekkja hann, úr rjóma og bragðefnum, er fyrst talinn hafa verið búinn til á Ítalíu á 17. öld. Þaðan barst hann til frönsku hirðarinnar og síðan til annarra landa Evrópu. Á sama tíma þróaðist í þessum löndum sú aðferð að frysta ávaxtasafa blandaðan sírópi og er slíkur krapís oft kallaður sorbet á erlendum tungum. Krapísinn var vinsæll á meginlandi Evrópu en Englendingar voru mun hrifnari af hefðbundum rjómaís.

Aðferðir við ísgerð voru í fyrstu fremur frumstæðar enda kælitækni fyrir matvæli ekki eins og við þekkjum í dag. Ís var lengi vel munaður og eingöngu borðaður við hátíðleg tækifæri. Mjög líklega var rjómi frystur og hann bragðbættur. Til að frysta rjómann var notuð tvöföld skál og ísblanda sett í innri skálina. Klaki og salt sett í þá ytri og við það fraus ísinn sem var oft kristallaður og grófur. Bandaríska konan Nancy M. Johnson fann upp handsnúna ísvél árið 1846 en með henni var hægt að búa til loftmikinn og mjúkan ís, hann kólnaði jafnt og stórir kristallar náðu ekki að myndast.

Ís í brauðformi varð fyrst vinsæll á heimssýningunni í St. Louis 1904.

Á heimssýningunni í St. Louis árið 1904 varð ís í brauðformi vinsæll. En ólíklegt er að þá hafi ís í fyrsta sinn verið settur í brauðform. Sagar segir að íssali á heimssýningunni hafi orðið uppiskroppa með diska og sýrlenskum bakara í næsta söluskála dottið í hug að vefja þunnar kexkökur upp í kramarhús og nota þær undir ísinn. Fleiri útgáfur af þessari sögu eru til.

Ís er einn vinsælasti eftirréttur í heimi og hefur verið í mörg ár. Margir telja að besta ísinn sé að finna á Ítalíu en smekkur manna er vitanlega ekki sá sami alls staðar. Margar ísbúðir kynna sig hins vegar sem ítalskar, þrátt fyrir að vera í öðrum löndum og framleiðendur gefa mörgum ístegundum ítölsk nöfn. Ljóst er að margir vilja tengja sig ítalskri ísgerð.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015....