Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig myndast fellingafjöll?

Sigurður Steinþórsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hvernig myndaðist Everest-fjall?
Saga hugmynda um tilurð fellingafjalla fléttast sögu jarðfræðinnar sjálfrar í 250 ár. Með framþróun jarðfræðikortlagningar á 19. öld var sýnt fram á það að í Ölpunum hefðu jarðlög flust langar leiðir lárétt og myndað svokallaðar „nappes“ eða láréttar fellingar, sem mörgum virtist að ekki yrðu skýrðar nema með verulegri „styttingu“ jarðskorpunnar með einhverjum hætti. Þá varð vinsæl sú hugmynd að jörðin væri að skreppa saman vegna kólnunar, og að jarðskorpan krypplaðist í fellingafjöll við það.

Alfred Wegener (1880-1930).

Árið 1912 kom Alfred Wegener fram með landrekskenningu sína. Með henni mátti skýra marga hluti, svo sem tilurð fellingafjalla þar sem meginlönd rekur saman, og útbreiðslu dýra- og plöntutegunda sem torskýrð hafði verið áður. Hins vegar þekktust engir kraftar sem gætu fært meginlöndin til, enda kom hugmyndin um iðustrauma í jarðmöttlinum ekki fram fyrr en um 1930. Landrekskenningin lá því að mestu í láginni fram yfir 1960 þegar hún var endurvakin í breyttri mynd, fyrst með botnskriðskenningunni árið 1963 og síðan með flekakenningunni árið 1968.

Everest fjall.

Samkvæmt flekakenningunni skiptist jarðskorpan í fleka sem reka fram og aftur um yfirborð jarðar, og eru hreyfingar þeirra knúnar af iðuhreyfingum (hitaólgu) í jarðmöttlinum. Á úthafshryggjunum sem liggja eftir öllum úthöfunum endilöngum rekur flekana í sundur en bergkvika fyllir bilið milli þeirra jafnóðum og myndar nýja úthafsskorpu, svo sem á íslensku gosbeltunum. Þar sem fleka rekur saman hlýtur annar flekinn að sökkva undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti.

Fellingafjöll eru að mestu gerð úr myndbreyttu setbergi af ýmsu tagi — sandsteini, leirsteini, kalksteini og einnig basalti — sem safnast hefur á hafsbotni. Fyrrum hugðu menn að fellingafjöll mynduðust þegar meginlandsskorpan tæki að síga af einhverjum ástæðum og mynda svonefnd „jarðtrog“, gríðarlanga og víðáttumikla sigdali. Í jarðtrog þessi safnaðist set og bólstraberg en þau lokuðust síðan þannig að setlögin kýttust saman. Þegar landsiginu lauk lyftist landið og fjöll mynduðust fyrir áhrif rofafla. Síðar, með landreks- og flekakenningunum, var sú hugmynd uppi að fellingafjöll myndist þar sem tvö meginlönd rekur saman, og setið við brúnir þeirra klemmist á milli.

Nú telja menn hins vegar að fellingafjöll myndist ævinlega yfir niðurstreymisbeltum, en slík flekamót geta verið með þrennu móti:

1. Hafsbotnsskorpa sekkur undir aðra hafsbotnsskorpu

Þar sem hafsbotn gengur undir hafsbotn verður ekki fellingafjallamyndun heldur myndast, vegna mikillar eldvirkni, eyjabogi sem er bogadregin röð eldfjallaeyja. Dæmi um eyjaboga eru Tonga-eyjar í V-Kyrrahafi og Hringeyjar (Kyklaðes) í Eyjahafi.

Hafsbotnsskorpur mætast; eyjabogar myndast við eldvirkni yfir niðurstreymsbeltinu.

2. Hafsbotnsskorpa sekkur undir meginlandsskorpu

Þá ýtist úthafsskorpan og setið í henni undir meginlandsflekann. Samhliða verður mikil eldvirkni, kvikan þrýstir sér upp í gegnum meginlandsskorpuna og veldur tíðum eldgosum. Meginlandsskorpan verður fyrir miklum þrýstingi, bæði vegna hafsbotnsskorpunnar sem hún rekst á og vegna kvikunnar. Þrýstingurinn verður svo til þess að setlög á landgrunni meginlandsins kýtast saman og leggjast í fellingar. Dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa við niðurstreymisbelti af þessu tagi eru Andes- og Klettafjöll á vesturströnd Ameríku og Alparnir í S-Evrópu.

Hafsbotnsskorpa (grátt) myndast á rekhryggjum. Við gliðnun skorpunnar léttir þrýstingi á möttlinum og basaltbráð myndast (rautt). Hafsbotnsskorpuna rekur til beggja hliða uns hún "steypist" aftur niður í möttulinn. Yfir niðurstreymsbeltinu mætast hafsbotnsskorpa og meginlandsskorpa, en setbunkar (brúnt) safnast yfir flekamótunum. Vatn sem leysist úr hafsbotnsskorpunni veldur bráðnun í möttlinum og eldvirkni (t.d. vesturströnd Ameríku).

3. Tvö meginlönd rekur saman

Setlög af landgrunni beggja meginlandsflekanna kýtast þá saman og mynda fellingar. Skýrasta dæmið um þetta eru Himalayafjöll, og ástæða þess hve há þau eru, með Everest-tind trónandi yfir fjallaklasanum, er sú að þykkt meginlandsskorpunnar undir þeim er tvöföld, um 80 km, vegna þess að norðurhluti Indlands-flekans hefur ekist inn undir syðsta hluta Asíuflekans.

"Tvíhliða jarðtrog" verður þegar tveimur meginlöndum lýstur saman. Á myndinni eiga litirnir í setbunkanum að sýna mismunandi hitastig.

Um myndun fellingafjalla má lesa meðal annars í kennslubókum í jarðfræði (til dæmis Þorleifur Einarsson: Myndun og mótun lands - Jarðfræði. Mál og menning, 1991) og í grein undirritaðs í Náttúrufræðingnum, 70. árgangi (2001), bls. 165.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

25.2.2003

Spyrjandi

Dóra Björt Guðjónsdóttir
Eyþór Friðriksson
Smári Lárusson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast fellingafjöll?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3172.

Sigurður Steinþórsson. (2003, 25. febrúar). Hvernig myndast fellingafjöll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3172

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast fellingafjöll?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3172>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast fellingafjöll?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvernig myndaðist Everest-fjall?
Saga hugmynda um tilurð fellingafjalla fléttast sögu jarðfræðinnar sjálfrar í 250 ár. Með framþróun jarðfræðikortlagningar á 19. öld var sýnt fram á það að í Ölpunum hefðu jarðlög flust langar leiðir lárétt og myndað svokallaðar „nappes“ eða láréttar fellingar, sem mörgum virtist að ekki yrðu skýrðar nema með verulegri „styttingu“ jarðskorpunnar með einhverjum hætti. Þá varð vinsæl sú hugmynd að jörðin væri að skreppa saman vegna kólnunar, og að jarðskorpan krypplaðist í fellingafjöll við það.

Alfred Wegener (1880-1930).

Árið 1912 kom Alfred Wegener fram með landrekskenningu sína. Með henni mátti skýra marga hluti, svo sem tilurð fellingafjalla þar sem meginlönd rekur saman, og útbreiðslu dýra- og plöntutegunda sem torskýrð hafði verið áður. Hins vegar þekktust engir kraftar sem gætu fært meginlöndin til, enda kom hugmyndin um iðustrauma í jarðmöttlinum ekki fram fyrr en um 1930. Landrekskenningin lá því að mestu í láginni fram yfir 1960 þegar hún var endurvakin í breyttri mynd, fyrst með botnskriðskenningunni árið 1963 og síðan með flekakenningunni árið 1968.

Everest fjall.

Samkvæmt flekakenningunni skiptist jarðskorpan í fleka sem reka fram og aftur um yfirborð jarðar, og eru hreyfingar þeirra knúnar af iðuhreyfingum (hitaólgu) í jarðmöttlinum. Á úthafshryggjunum sem liggja eftir öllum úthöfunum endilöngum rekur flekana í sundur en bergkvika fyllir bilið milli þeirra jafnóðum og myndar nýja úthafsskorpu, svo sem á íslensku gosbeltunum. Þar sem fleka rekur saman hlýtur annar flekinn að sökkva undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti.

Fellingafjöll eru að mestu gerð úr myndbreyttu setbergi af ýmsu tagi — sandsteini, leirsteini, kalksteini og einnig basalti — sem safnast hefur á hafsbotni. Fyrrum hugðu menn að fellingafjöll mynduðust þegar meginlandsskorpan tæki að síga af einhverjum ástæðum og mynda svonefnd „jarðtrog“, gríðarlanga og víðáttumikla sigdali. Í jarðtrog þessi safnaðist set og bólstraberg en þau lokuðust síðan þannig að setlögin kýttust saman. Þegar landsiginu lauk lyftist landið og fjöll mynduðust fyrir áhrif rofafla. Síðar, með landreks- og flekakenningunum, var sú hugmynd uppi að fellingafjöll myndist þar sem tvö meginlönd rekur saman, og setið við brúnir þeirra klemmist á milli.

Nú telja menn hins vegar að fellingafjöll myndist ævinlega yfir niðurstreymisbeltum, en slík flekamót geta verið með þrennu móti:

1. Hafsbotnsskorpa sekkur undir aðra hafsbotnsskorpu

Þar sem hafsbotn gengur undir hafsbotn verður ekki fellingafjallamyndun heldur myndast, vegna mikillar eldvirkni, eyjabogi sem er bogadregin röð eldfjallaeyja. Dæmi um eyjaboga eru Tonga-eyjar í V-Kyrrahafi og Hringeyjar (Kyklaðes) í Eyjahafi.

Hafsbotnsskorpur mætast; eyjabogar myndast við eldvirkni yfir niðurstreymsbeltinu.

2. Hafsbotnsskorpa sekkur undir meginlandsskorpu

Þá ýtist úthafsskorpan og setið í henni undir meginlandsflekann. Samhliða verður mikil eldvirkni, kvikan þrýstir sér upp í gegnum meginlandsskorpuna og veldur tíðum eldgosum. Meginlandsskorpan verður fyrir miklum þrýstingi, bæði vegna hafsbotnsskorpunnar sem hún rekst á og vegna kvikunnar. Þrýstingurinn verður svo til þess að setlög á landgrunni meginlandsins kýtast saman og leggjast í fellingar. Dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa við niðurstreymisbelti af þessu tagi eru Andes- og Klettafjöll á vesturströnd Ameríku og Alparnir í S-Evrópu.

Hafsbotnsskorpa (grátt) myndast á rekhryggjum. Við gliðnun skorpunnar léttir þrýstingi á möttlinum og basaltbráð myndast (rautt). Hafsbotnsskorpuna rekur til beggja hliða uns hún "steypist" aftur niður í möttulinn. Yfir niðurstreymsbeltinu mætast hafsbotnsskorpa og meginlandsskorpa, en setbunkar (brúnt) safnast yfir flekamótunum. Vatn sem leysist úr hafsbotnsskorpunni veldur bráðnun í möttlinum og eldvirkni (t.d. vesturströnd Ameríku).

3. Tvö meginlönd rekur saman

Setlög af landgrunni beggja meginlandsflekanna kýtast þá saman og mynda fellingar. Skýrasta dæmið um þetta eru Himalayafjöll, og ástæða þess hve há þau eru, með Everest-tind trónandi yfir fjallaklasanum, er sú að þykkt meginlandsskorpunnar undir þeim er tvöföld, um 80 km, vegna þess að norðurhluti Indlands-flekans hefur ekist inn undir syðsta hluta Asíuflekans.

"Tvíhliða jarðtrog" verður þegar tveimur meginlöndum lýstur saman. Á myndinni eiga litirnir í setbunkanum að sýna mismunandi hitastig.

Um myndun fellingafjalla má lesa meðal annars í kennslubókum í jarðfræði (til dæmis Þorleifur Einarsson: Myndun og mótun lands - Jarðfræði. Mál og menning, 1991) og í grein undirritaðs í Náttúrufræðingnum, 70. árgangi (2001), bls. 165.

Myndir:...