Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er í lagi að drekka vatn úr ám og lækjum?

Neysluvatn er skilgreint sem matvæli og því eru vatnsveitur með eigið eftirlit rétt eins og matvælafyrirtæki og undir eftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Allt er þetta gert til þess að tryggja öryggi neytenda.

Ár og lækir eru ekki undir slíku eftirliti og rannsóknir hafa sýnt að þetta vatn getur verið mengað þannig að gæði þess standist ekki neysluvatnskröfur.

Allir þeir sem neyta yfirborðsvatns úti í náttúrunni verða að vita að þeir eru að taka áhættu varðandi vatnsgæðin. Því er ekki rétt að hvetja ferðamenn til þess að neyta yfirborðsvatns og vekja með þeim falska öryggiskennd. Þeir eiga rétt á að vita að þeir séu að taka áhættu og eiga að taka hana á eigin ábyrgð.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum:

Mynd: Daniel Bergmann.com

Upprunalega spurningin hljóðar svona:
Getum við með góðri samvizku sagt ferðamönnum í óbyggðum landsins að það sé í lagi að drekka vatn úr ám og lækjum?

Útgáfudagur

22.5.2003

Spyrjandi

Jón Ingvar Jónsson

Höfundur

Gunnar Steinn Jónsson

líffræðingur, Umhverfisstofnun

Tilvísun

Gunnar Steinn Jónsson. „Er í lagi að drekka vatn úr ám og lækjum?“. Vísindavefurinn 22.5.2003. http://visindavefur.is/?id=3440. (Skoðað 29.3.2015).

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Períkles frá Aþenu

um 495 - 429 f.Kr.

Herforingi og einn frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var lýðræðissinni og kom áleiðis ýmsum breytingum sem léttu fátækum borgurum þátttöku í stjórnmálum og menningarlífi.