Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?

Gylfi Magnússon

Dow Jones er fyrirtæki sem meðal annars gefur út dagblaðið Wall Street Journal og ýmis viðskiptatímarit en er frægast fyrir eina af nokkrum hlutabréfavísitölum sem fyrirtækið reiknar út, Dow Jones Industrial Average, oftast bara kölluð Dow Jones. Nafnið er fengið frá tveimur af þremur stofnendum fyrirtækisins, Charles Dow og Edward Jones. Sá þriðji hét Charles Bergstresser en sennilega hefur Bergstresser ekki þótt nógu þjált nafn til að fá að fljóta með Dow og Jones.

Fyrirtækið var stofnað 1882 og byrjaði árið 1896 að reikna út og birta vísitöluna sem hefur haldið nafni fyrirtækisins á lofti síðan. Dow Jones-vísitalan byggir á verði hlutabréfa í 30 stórum bandarískum fyrirtækjum. Hún er lítið notuð á fjármálamörkuðum þótt hennar sé oft getið í fjölmiðlum.

Ýmsar aðrar vísitölur þykja gagnlegri, til dæmis S&P-500-vísitalan sem fyrirtækið Standard and Poor's reiknar út og byggist á verði hlutabréfa í 500 bandarískum fyrirtækjum. Nánar er hægt að fræðast um hlutabréfavísitölur í þremur öðrum svörum hér á Vísindavefnum:
Nasdaq-turninn á Times Square.

Nasdaq er önnur af tveimur helstu kauphöllum Bandaríkjanna, hin er New York Stock Exchange (Kauphöllin í New York, NYSE). Nasdaq er skammstöfun og stendur fyrir National Association of Securities Dealers Automatic Quotation System. Nasdaq tók til starfa árið 1971. Reiknaðar eru út ýmsar hlutabréfavísitölur fyrir bréf sem skráð eru á Nasdaq, til dæmis svokölluð Nasdaq Composite vísitala sem byggir á verði hlutabréfa allra þeirra ríflega 4.000 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni.

Kauphallir eru í grundvallaratriðum tiltölulega einföld fyrirbrigði, það er vettvangur þar sem kaupendur og seljendur hlutabréfa (eða annarra verðbréfa) koma saman, skiptast á tilboðum og ganga að þeim eða hafna. Lengst af gerðist þetta með því að kaupendur og seljendur (og milliliðir) komu saman á einum stað en nú er algengast að kauphallir séu rafrænar og skipst sé á tilboðum og kaup fari fram með rafrænum hætti. Nasdaq starfar með þessum hætti og það gerir einnig Kauphöll Íslands.

Mynd:
  • Nasdaq MarketSite © Copyright 2006, The Nasdaq Stock Market, Inc. Birt með leyfi The Nasdaq Stock Market, Inc. Myndina tók Rob Tannenbaum/Nasdaq

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvernig virka Dow Jones og Nasdaq? Er þetta eitthvað sem leikmaður getur áttað sig á?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.6.2003

Spyrjandi

Brynjólfur Fjeldsted

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3482.

Gylfi Magnússon. (2003, 5. júní). Hvað eru Dow Jones og Nasdaq? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3482

Gylfi Magnússon. „Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3482>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?
Dow Jones er fyrirtæki sem meðal annars gefur út dagblaðið Wall Street Journal og ýmis viðskiptatímarit en er frægast fyrir eina af nokkrum hlutabréfavísitölum sem fyrirtækið reiknar út, Dow Jones Industrial Average, oftast bara kölluð Dow Jones. Nafnið er fengið frá tveimur af þremur stofnendum fyrirtækisins, Charles Dow og Edward Jones. Sá þriðji hét Charles Bergstresser en sennilega hefur Bergstresser ekki þótt nógu þjált nafn til að fá að fljóta með Dow og Jones.

Fyrirtækið var stofnað 1882 og byrjaði árið 1896 að reikna út og birta vísitöluna sem hefur haldið nafni fyrirtækisins á lofti síðan. Dow Jones-vísitalan byggir á verði hlutabréfa í 30 stórum bandarískum fyrirtækjum. Hún er lítið notuð á fjármálamörkuðum þótt hennar sé oft getið í fjölmiðlum.

Ýmsar aðrar vísitölur þykja gagnlegri, til dæmis S&P-500-vísitalan sem fyrirtækið Standard and Poor's reiknar út og byggist á verði hlutabréfa í 500 bandarískum fyrirtækjum. Nánar er hægt að fræðast um hlutabréfavísitölur í þremur öðrum svörum hér á Vísindavefnum:
Nasdaq-turninn á Times Square.

Nasdaq er önnur af tveimur helstu kauphöllum Bandaríkjanna, hin er New York Stock Exchange (Kauphöllin í New York, NYSE). Nasdaq er skammstöfun og stendur fyrir National Association of Securities Dealers Automatic Quotation System. Nasdaq tók til starfa árið 1971. Reiknaðar eru út ýmsar hlutabréfavísitölur fyrir bréf sem skráð eru á Nasdaq, til dæmis svokölluð Nasdaq Composite vísitala sem byggir á verði hlutabréfa allra þeirra ríflega 4.000 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni.

Kauphallir eru í grundvallaratriðum tiltölulega einföld fyrirbrigði, það er vettvangur þar sem kaupendur og seljendur hlutabréfa (eða annarra verðbréfa) koma saman, skiptast á tilboðum og ganga að þeim eða hafna. Lengst af gerðist þetta með því að kaupendur og seljendur (og milliliðir) komu saman á einum stað en nú er algengast að kauphallir séu rafrænar og skipst sé á tilboðum og kaup fari fram með rafrænum hætti. Nasdaq starfar með þessum hætti og það gerir einnig Kauphöll Íslands.

Mynd:
  • Nasdaq MarketSite © Copyright 2006, The Nasdaq Stock Market, Inc. Birt með leyfi The Nasdaq Stock Market, Inc. Myndina tók Rob Tannenbaum/Nasdaq

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvernig virka Dow Jones og Nasdaq? Er þetta eitthvað sem leikmaður getur áttað sig á?
...