Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?

Jón Már Halldórsson

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla.




Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt:

Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Classis) Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Ordo) Fálkungar (Falconiformes)
Ætt (Familia) Haukaætt (Accipitridae)
Ættkvísl (Genus) Haliaeetus
Tegund (Species) albicilla

Ættbálki fálkunga (Falconiformes) tilheyra hinir eiginlegu ránfuglar og hafa þeir að bera sameiginleg líffærafræðileg, útlitsleg og vistfræðileg einkenni. Nefna má sterkan, krókóttan gogg, bogadregnar klær sem eru aðlagaðar því að grípa bráð, og frábæra sjón. Hver tegund er nokkuð sérhæfð í fæðuvali en á matseðlinum má finna flesta hópa dýra, skriðdýr, spendýr, fiska og jafnvel skordýr. Ránfuglar þessir nýta sér dagsbirtuna á veiðiferðum sínum, eru dagránfuglar.

Til ættbálksins teljast fjórar ættir, þær eru gjóðar (Pandionidae), haukar, ernir og vákar (afrískir og evrópskir gammar, Accipitridae), örvar (sekreterafuglar, Sagittariidae) og fálkar (Falconidae). Auk þeirra er hrævaættin (amerískir gammar, Cathartidae) gjarnan talin til fálkunga en um það eru deildar meiningar meðal fuglafræðinga og hrævar taldir að öllum líkindum skyldastir storkum.

Ættir fálkunga eru mistegundaauðugar, til dæmis er aðeins að finna eina tegund bæði innan gjóðaættarinnar og örvaættarinnar, en 64 tegundir í ætt fálka og 239 tegundir í ættinni Accipitridae sem haförninn tilheyrir.

Innan ættkvíslarinnar Haliaeetus eru 8 tegundir mjög stórra og kröftugra arna:
  • Haförn (Haliaeetus albicilla) - útbreiðslusvæði Evrópa, Asía og Grænland
  • Skallaörn (Haliaeetus leucocephalus) – finnst í Bandaríkjunum og Kanada
  • Brimörn (Haliaeetus pelagicus) – lifir meðfram austurströnd Rússlands, er stærstur núlifandi arna
  • Glymörn (Haliaeetus vocifer) - finnst víða í Afríku sunnan við 16° norðlægrar breiddar og gjarnan kenndur við álfuna á erlendum tungumálum (e. african fish eagle)
  • Kliðörn (Haliaeetus vociferoides) - finnst einungis á Madagaskareyju á Indlandshafi og er kenndur við hana á ensku, madagascar sea eagle; er í mikilli útrýmingarhættu en stofninn telur aðeins um 40 pör, einn sjaldgæfustu fugla heims
  • Gustörn (Haliaeetus sanfordi) - útbreiðsla bundin við Salómonseyjar í Kyrrahafi, nefnist Salomonenseeadler á þýsku; er á válista en telst ekki í útrýmingarhættu
  • Gjálpörn (Haliaeetus leucoryphus) - er að finna í Mið- og Suður-Asíu; er á válista
  • Glæörn (Haliaeetus leucogaster) - lifir í Suður-Asíu og Ástralíu

Heimildir og mynd:


Fuglafræðingarnir Gunnlaugur Pétursson, Kristinn H. Skarphéðinsson og Arnþór Garðarsson fá sérstakar þakkir frá Vísindavefnum fyrir aðstoð við vinnslu þessa svars.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.6.2003

Spyrjandi

Jón Ásgeir, f. 1988

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3527.

Jón Már Halldórsson. (2003, 25. júní). Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3527

Jón Már Halldórsson. „Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3527>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla.




Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt:

Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Classis) Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Ordo) Fálkungar (Falconiformes)
Ætt (Familia) Haukaætt (Accipitridae)
Ættkvísl (Genus) Haliaeetus
Tegund (Species) albicilla

Ættbálki fálkunga (Falconiformes) tilheyra hinir eiginlegu ránfuglar og hafa þeir að bera sameiginleg líffærafræðileg, útlitsleg og vistfræðileg einkenni. Nefna má sterkan, krókóttan gogg, bogadregnar klær sem eru aðlagaðar því að grípa bráð, og frábæra sjón. Hver tegund er nokkuð sérhæfð í fæðuvali en á matseðlinum má finna flesta hópa dýra, skriðdýr, spendýr, fiska og jafnvel skordýr. Ránfuglar þessir nýta sér dagsbirtuna á veiðiferðum sínum, eru dagránfuglar.

Til ættbálksins teljast fjórar ættir, þær eru gjóðar (Pandionidae), haukar, ernir og vákar (afrískir og evrópskir gammar, Accipitridae), örvar (sekreterafuglar, Sagittariidae) og fálkar (Falconidae). Auk þeirra er hrævaættin (amerískir gammar, Cathartidae) gjarnan talin til fálkunga en um það eru deildar meiningar meðal fuglafræðinga og hrævar taldir að öllum líkindum skyldastir storkum.

Ættir fálkunga eru mistegundaauðugar, til dæmis er aðeins að finna eina tegund bæði innan gjóðaættarinnar og örvaættarinnar, en 64 tegundir í ætt fálka og 239 tegundir í ættinni Accipitridae sem haförninn tilheyrir.

Innan ættkvíslarinnar Haliaeetus eru 8 tegundir mjög stórra og kröftugra arna:
  • Haförn (Haliaeetus albicilla) - útbreiðslusvæði Evrópa, Asía og Grænland
  • Skallaörn (Haliaeetus leucocephalus) – finnst í Bandaríkjunum og Kanada
  • Brimörn (Haliaeetus pelagicus) – lifir meðfram austurströnd Rússlands, er stærstur núlifandi arna
  • Glymörn (Haliaeetus vocifer) - finnst víða í Afríku sunnan við 16° norðlægrar breiddar og gjarnan kenndur við álfuna á erlendum tungumálum (e. african fish eagle)
  • Kliðörn (Haliaeetus vociferoides) - finnst einungis á Madagaskareyju á Indlandshafi og er kenndur við hana á ensku, madagascar sea eagle; er í mikilli útrýmingarhættu en stofninn telur aðeins um 40 pör, einn sjaldgæfustu fugla heims
  • Gustörn (Haliaeetus sanfordi) - útbreiðsla bundin við Salómonseyjar í Kyrrahafi, nefnist Salomonenseeadler á þýsku; er á válista en telst ekki í útrýmingarhættu
  • Gjálpörn (Haliaeetus leucoryphus) - er að finna í Mið- og Suður-Asíu; er á válista
  • Glæörn (Haliaeetus leucogaster) - lifir í Suður-Asíu og Ástralíu

Heimildir og mynd:


Fuglafræðingarnir Gunnlaugur Pétursson, Kristinn H. Skarphéðinsson og Arnþór Garðarsson fá sérstakar þakkir frá Vísindavefnum fyrir aðstoð við vinnslu þessa svars....