Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er ýsan hrææta?

Jón Már Halldórsson

Svarið við þessari spurningu er nei, ýsan (Melanogrammus aeglefinus, e. haddock) er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns.



Ýsa (Melanogrammus aeglefinus)

Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var á vegum Hafrannsóknastofnunar á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Rannsökuð var fæða ýsu og annarra botnfiska og reyndust ýmis botndýr vera undirstaðan í fæðu ýsunnar: burstaormar (Polychaeta) og skrápdýr (Echinodermata), þá aðallega slöngustjörnur (Ophiuroidea). Hlutur skrápdýra vex jafnt og þétt eftir því sem ýsan verður stærri og meðal stærstu fiskanna er hlutfall skrápdýra um 40% af lífþyngd. Önnur botndýr sem ýsan sækir í, eru meðal annars pungrækjur (Cumacea), stórkrabbar (Malacostraca), kuðungakrabbar (Paguridae), samlokur (Bivalvia) og marflær (Amphipoda)

Hjá minnstu einstaklingunum er dýrasvif hins vegar mikilvæg uppistaða í fæðunni enda heldur ýsan sig í uppsjónum fyrstu mánuði lífs síns en leitar síðan niður á botninn. Hjá stærstu ýsunum eru sunddýr stór hluti fæðunnar, þá sérstaklega smáir fiskar eins og loðna.

Heimildir og mynd:
  • Einar Jónsson. 1993. Ýsa. Af vef Hafrannsóknastofnunar
  • Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar. Fjölvi
  • Ólafur Karvel Pálsson. 1985. „Fæða botnlægra fiska við Ísland“. Náttúrufræðingurinn 55:101-118
  • Aquaculture Network Information Center


Nálgast má fleiri svör um ýsur á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.8.2003

Spyrjandi

Kristinn Baldursson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er ýsan hrææta?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2003. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3670.

Jón Már Halldórsson. (2003, 20. ágúst). Er ýsan hrææta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3670

Jón Már Halldórsson. „Er ýsan hrææta?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2003. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3670>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er ýsan hrææta?
Svarið við þessari spurningu er nei, ýsan (Melanogrammus aeglefinus, e. haddock) er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns.



Ýsa (Melanogrammus aeglefinus)

Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var á vegum Hafrannsóknastofnunar á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Rannsökuð var fæða ýsu og annarra botnfiska og reyndust ýmis botndýr vera undirstaðan í fæðu ýsunnar: burstaormar (Polychaeta) og skrápdýr (Echinodermata), þá aðallega slöngustjörnur (Ophiuroidea). Hlutur skrápdýra vex jafnt og þétt eftir því sem ýsan verður stærri og meðal stærstu fiskanna er hlutfall skrápdýra um 40% af lífþyngd. Önnur botndýr sem ýsan sækir í, eru meðal annars pungrækjur (Cumacea), stórkrabbar (Malacostraca), kuðungakrabbar (Paguridae), samlokur (Bivalvia) og marflær (Amphipoda)

Hjá minnstu einstaklingunum er dýrasvif hins vegar mikilvæg uppistaða í fæðunni enda heldur ýsan sig í uppsjónum fyrstu mánuði lífs síns en leitar síðan niður á botninn. Hjá stærstu ýsunum eru sunddýr stór hluti fæðunnar, þá sérstaklega smáir fiskar eins og loðna.

Heimildir og mynd:
  • Einar Jónsson. 1993. Ýsa. Af vef Hafrannsóknastofnunar
  • Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar. Fjölvi
  • Ólafur Karvel Pálsson. 1985. „Fæða botnlægra fiska við Ísland“. Náttúrufræðingurinn 55:101-118
  • Aquaculture Network Information Center


Nálgast má fleiri svör um ýsur á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu....