Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Lækkar krónan ef vextir banka hækka?

Gylfi Magnússon

Sambandið á milli vaxta á Íslandi og gengis krónunnar er frekar þannig að krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum þegar vextir hérlendis hækka en veikist ef vextirnir lækka. Það sama á raunar við um aðra gjaldmiðla, að öðru jöfnu styrkist gjaldmiðill sem býr við fljótandi gengi ef vextir á lánum í gjaldmiðlinum hækka.

Skýringin á þessu er tiltölulega einföld. Þegar vextir í krónum hækka, til dæmis vegna aðgerða Seðlabankans, þá vilja færri taka lán í krónum en fleiri veita lán. Þá verður hagstæðara en ella að taka lán í erlendum myntum, skipta þeim peningum yfir í krónur og lána í krónum. Þetta þýðir að erlendur gjaldeyrir streymir til landsins og er þar skipt yfir í krónur. Aukið framboð á erlendum gjaldeyri veldur því að verð hans lækkar - en það þýðir að gengi krónunnar hækkar. Hægt er að líta á gengi krónunnar sem verð erlendra gjaldmiðla í krónum, þegar verð þeirra lækkar, þá hækkar gengi krónunnar.

Hægt er að líta á gengi krónunnar sem verð erlendra gjaldmiðla í krónum, þegar verð þeirra lækkar, þá hækkar gengi krónunnar.

Fleira hefur áhrif á gengi krónunnar en vextir á hverjum tíma, til dæmis væntingar manna um gengi síðar meir og um vexti og verðbólgu hérlendis og erlendis í framtíðinni.

Mynd:
  • Money. Flickr. Höfundur myndar Keith Cooper. Birt undir CC BY 2.0 DEED leyfi. (Sótt 25.1.2024).

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Lækkar krónan ef vextir banka hækka? Mér hefur alltaf þótt þetta öfugsnúið.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.10.2003

Spyrjandi

Skúli Bernhard

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Lækkar krónan ef vextir banka hækka?“ Vísindavefurinn, 16. október 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3802.

Gylfi Magnússon. (2003, 16. október). Lækkar krónan ef vextir banka hækka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3802

Gylfi Magnússon. „Lækkar krónan ef vextir banka hækka?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3802>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Lækkar krónan ef vextir banka hækka?
Sambandið á milli vaxta á Íslandi og gengis krónunnar er frekar þannig að krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum þegar vextir hérlendis hækka en veikist ef vextirnir lækka. Það sama á raunar við um aðra gjaldmiðla, að öðru jöfnu styrkist gjaldmiðill sem býr við fljótandi gengi ef vextir á lánum í gjaldmiðlinum hækka.

Skýringin á þessu er tiltölulega einföld. Þegar vextir í krónum hækka, til dæmis vegna aðgerða Seðlabankans, þá vilja færri taka lán í krónum en fleiri veita lán. Þá verður hagstæðara en ella að taka lán í erlendum myntum, skipta þeim peningum yfir í krónur og lána í krónum. Þetta þýðir að erlendur gjaldeyrir streymir til landsins og er þar skipt yfir í krónur. Aukið framboð á erlendum gjaldeyri veldur því að verð hans lækkar - en það þýðir að gengi krónunnar hækkar. Hægt er að líta á gengi krónunnar sem verð erlendra gjaldmiðla í krónum, þegar verð þeirra lækkar, þá hækkar gengi krónunnar.

Hægt er að líta á gengi krónunnar sem verð erlendra gjaldmiðla í krónum, þegar verð þeirra lækkar, þá hækkar gengi krónunnar.

Fleira hefur áhrif á gengi krónunnar en vextir á hverjum tíma, til dæmis væntingar manna um gengi síðar meir og um vexti og verðbólgu hérlendis og erlendis í framtíðinni.

Mynd:
  • Money. Flickr. Höfundur myndar Keith Cooper. Birt undir CC BY 2.0 DEED leyfi. (Sótt 25.1.2024).

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Lækkar krónan ef vextir banka hækka? Mér hefur alltaf þótt þetta öfugsnúið.
...