Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli?

ÞV

Tunglið lýsir ekki af eigin rammleik heldur er það sólin sem lýsir upp þá hlið tunglsins sem að henni snýr á hverjum tíma. Við sjáum síðan misjafnlega mikið af þessari upplýstu hlið, eftir því hvernig hún snýr miðað við okkur. Þegar tungl er fullt snýr upplýsta hliðin öll að okkur. Jörðin er þá milli sólar og tungls. Þegar tungl er nýtt snýr upplýsta hliðin hins vegar öll frá okkur; tunglið er þá milli jarðar og sólar.

Tunglmyrkvi verður þegar fullt tungl er nákvæmlega á línunni sem jörð og sól skilgreina, þannig að alskuggi jarðar fellur á tunglið. Þetta gerist nokkuð skyndilega þannig að allt ferlið tekur aðeins nokkra klukkutíma frá því að við byrjum að sjá skugga á tunglinu þar til það myrkvast alveg og verður síðan bjart á ný. Þetta gerist ekki nærri því alltaf þegar tungl er fullt af því að oftast fer tunglið fyrir ofan eða neðan alskuggann.

Áður en tungl verður nýtt sjáum við tunglið sem mjóa sigð á undan sól á morgunhimninum við sólarupprás. Sigðarboginn snýr þannig að við getum hugsað okkur að stinga hægri hendi inn í hann. Sigðin mjókkar dag frá degi þar til hún hverfur alveg einn daginn og við sjáum tunglið ekki í nokkra daga. En síðan birtist það sem breikkandi sigð sem við köllum vaxandi tungl á kvöldhimninum á eftir sólinni við sólsetur. Þá getum við stungið vinstri hendinni inn í sigðina.

Af þessu má meðal annars sjá að aðdragandinn að nýju tungli er allur annar en aðdragandinn að tunglmyrkva.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.10.2003

Spyrjandi

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989

Tilvísun

ÞV. „Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli?“ Vísindavefurinn, 30. október 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3823.

ÞV. (2003, 30. október). Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3823

ÞV. „Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3823>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli?
Tunglið lýsir ekki af eigin rammleik heldur er það sólin sem lýsir upp þá hlið tunglsins sem að henni snýr á hverjum tíma. Við sjáum síðan misjafnlega mikið af þessari upplýstu hlið, eftir því hvernig hún snýr miðað við okkur. Þegar tungl er fullt snýr upplýsta hliðin öll að okkur. Jörðin er þá milli sólar og tungls. Þegar tungl er nýtt snýr upplýsta hliðin hins vegar öll frá okkur; tunglið er þá milli jarðar og sólar.

Tunglmyrkvi verður þegar fullt tungl er nákvæmlega á línunni sem jörð og sól skilgreina, þannig að alskuggi jarðar fellur á tunglið. Þetta gerist nokkuð skyndilega þannig að allt ferlið tekur aðeins nokkra klukkutíma frá því að við byrjum að sjá skugga á tunglinu þar til það myrkvast alveg og verður síðan bjart á ný. Þetta gerist ekki nærri því alltaf þegar tungl er fullt af því að oftast fer tunglið fyrir ofan eða neðan alskuggann.

Áður en tungl verður nýtt sjáum við tunglið sem mjóa sigð á undan sól á morgunhimninum við sólarupprás. Sigðarboginn snýr þannig að við getum hugsað okkur að stinga hægri hendi inn í hann. Sigðin mjókkar dag frá degi þar til hún hverfur alveg einn daginn og við sjáum tunglið ekki í nokkra daga. En síðan birtist það sem breikkandi sigð sem við köllum vaxandi tungl á kvöldhimninum á eftir sólinni við sólsetur. Þá getum við stungið vinstri hendinni inn í sigðina.

Af þessu má meðal annars sjá að aðdragandinn að nýju tungli er allur annar en aðdragandinn að tunglmyrkva....