Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?

Jón Már Halldórsson

Náhvalurinn (e. narwhal eða narwhale, Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Hann er algengastur við strandlengju Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást, en mun sjaldnar, undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska. Náhvali er sjaldgæft að finna sunnan við 70° breiddargráðu. Náhvalir koma þó stöku sinnum hingað í hafið við Ísland sem flækingar.

Stærð fullvaxinna karldýra við landið er 4-6 m á lengd og 1,2-1,6 tonn að þyngd. Kvendýrin eru 3,5-5 m á lengd og 0,8-1,3 tonn að þyngd. Náhvalir eru hópdýr en hóparnir geta verið æði misstórir eftir því sem rannsóknir gefa til kynna. Náhvalur sést afar sjaldan eins síns liðs en mjög oft í hópum tveggja og upp í tíu dýra. Sést hafa hópar mörg hundruð og jafnvel þúsunda dýra.

Fullvaxin karldýr náhvala eru 4-6 m á lengd en kvendýrin eru 3,5-5 m löng.

Óhætt er að segja að helsta sérstæða náhvalsins sé hin geysilega langa og myndarlega tönn sem gengur beint útfrá höfði hans í gegnum efri vörina. Þessi mikla tönn getur orðið allt að 3 metrar á lengd, vegið 10 kg og minnir frekar á horn en tönn. Yfirborð tannarinnar hefur spírallaga skoru sem snýst til vinstri.

Líffræðingar hafa löngum velt vöngum yfir hlutverki þessarar miklu og sérstæðu tannar og eru þeir helst á því að hún sé „karlmennskutákn“ tarfsins. Tönn þessi er karldýrinu ekki lífsnauðsynleg við fæðuöflun og því getur hann lifað góðu lífi ef hún brotnar af. Hugsanlega fær hann þó sárafá tækifæri, ef nokkur, til að æxla sig við kvendýr þar sem mikilvægasta merkið um karlmennskuna er horfið. Rannsóknir á örlögum tannlausra karldýra eru ekki kunnar höfundi þessa svars. Vísindamenn og aðrir sem hafa fylgst með dýralífi norðurslóðum, hafa séð tarfa skylmast með tönnunum á fengitíma sem styður þessa tilgátu.

Náhvalur er hánorræn tegund eins og sjá má á þessu útbreiðslukorti.

Náhvalir hafa aðeins tvær tennur, báðar í efri vör. Tennur kvendýranna eru venjulega smávaxnar og ganga ekki upp úr gómnum. Karldýrin hafa eina mjög stóra vinstra megin sem vex á þennan einkennandi máta, og aðra litla hægra megin. Þekkt er þó hjá báðum kynjum að báðar tennurnar geti vaxið gegnum vörina en slíkt er afar sjaldgæft. Annað líffræðilegt atriði greinir náhvali frá flestum öðrum hvalategundum - þeir hafa engan bakugga.

Nafnið „náhvalur“ er all sérstakt. Náhvalurinn er mjög feiminn gagnvart mönnum og erftitt er að nálgast hann, en samkvæmt miðaldarheimildum á hann að hafa lagst með mikilli græðgi á lík sjómanna og annarra sem fórust höfðu á sjó. Þaðan gæti nafnið verið runnið. Sjálfsagt er einhver fótur fyrir þessum sögusögnum, vera kann að sjófarandi hafi komið að nokkrum náhvölum að éta sjórekið lík. Náhvalurinn er mikill tækifærissinni í fæðuvali og gæti skýringin á meintu hræáti hans legið í því. Önnur skyld skýring gæti legið í því að litur náhvalsins minni á lík en hann er grár með dökkgráum blettum. Einnig hefur líkum verið leitt að því að tönnin hafi þótt minna á nál og upprunalega nafnið því verið „nálhvalur“ eða eitthvað því um líkt. Næsta víst er að enskt heiti hans er komið úr íslensku.

Óhætt er að segja að helsta sérstæða náhvalsins sé hin geysilega langa og myndarlega tönn sem gengur beint út frá höfði hans í gegnum efri vörina.

Ótal sjávarhryggleysingjar og fisktegundir hafa fundist í maga náhvalanna. Helst eru það smokkfiskar (Teuthida), síld (Clupea harengus) , ískóð (pólarþorskar, Boreogadus saida), laxar (Salmo salar), lúður (Hippoglossus hippoglossus) og ýmis krabbadýr (Crustacea).

Náhvalir er grunnsævisdýr. Þeir halda sig þó ekki mjög nærri landi en það nálægt að ísbirnir (Ursus maritimus) eiga það til að klófesta þá. Frumbyggjar á norðurslóðum hafa í árþúsundir veitt náhvali, þá einkum skutlað þá af bátum. Einnig kemur fyrir að náhvalir, líkt og mjaldrar (Delphinapterus leucas), lokist inni í vökum í hafís Norðurheimskautssvæðisins, og verða þá auðveld bráð fyrir Inúíta eða hvítabirni. Talið er að um 4.000 dýr séu veidd árlega. Vandasamt er að veiða náhvali því mikil hætta er að þeir sökkvi til botns þegar þeir eru drepnir. Því meta vísindamenn að aðeins um 25-30% af veiddum náhvölum sé landað en afgangurinn glatist ofan í hafdjúpin. Heimsstofnsstærð náhvala er í dag áætluð vera á bilinu frá 25-45 þúsund dýr. Auk mannsins og ísbjarna, sem sitja oft fyrir þeim við öndunarop og draga þá upp á ísinn, eru helstu óvinir náhvala háhyrningar (Orcinus orca). Einnig hafa leifar náhvala fundist í maga grænlandshákarlsins (Somniosus microcephalus).

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.11.2003

Spyrjandi

Linda Holm

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2003. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3832.

Jón Már Halldórsson. (2003, 4. nóvember). Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3832

Jón Már Halldórsson. „Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2003. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3832>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?
Náhvalurinn (e. narwhal eða narwhale, Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Hann er algengastur við strandlengju Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást, en mun sjaldnar, undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska. Náhvali er sjaldgæft að finna sunnan við 70° breiddargráðu. Náhvalir koma þó stöku sinnum hingað í hafið við Ísland sem flækingar.

Stærð fullvaxinna karldýra við landið er 4-6 m á lengd og 1,2-1,6 tonn að þyngd. Kvendýrin eru 3,5-5 m á lengd og 0,8-1,3 tonn að þyngd. Náhvalir eru hópdýr en hóparnir geta verið æði misstórir eftir því sem rannsóknir gefa til kynna. Náhvalur sést afar sjaldan eins síns liðs en mjög oft í hópum tveggja og upp í tíu dýra. Sést hafa hópar mörg hundruð og jafnvel þúsunda dýra.

Fullvaxin karldýr náhvala eru 4-6 m á lengd en kvendýrin eru 3,5-5 m löng.

Óhætt er að segja að helsta sérstæða náhvalsins sé hin geysilega langa og myndarlega tönn sem gengur beint útfrá höfði hans í gegnum efri vörina. Þessi mikla tönn getur orðið allt að 3 metrar á lengd, vegið 10 kg og minnir frekar á horn en tönn. Yfirborð tannarinnar hefur spírallaga skoru sem snýst til vinstri.

Líffræðingar hafa löngum velt vöngum yfir hlutverki þessarar miklu og sérstæðu tannar og eru þeir helst á því að hún sé „karlmennskutákn“ tarfsins. Tönn þessi er karldýrinu ekki lífsnauðsynleg við fæðuöflun og því getur hann lifað góðu lífi ef hún brotnar af. Hugsanlega fær hann þó sárafá tækifæri, ef nokkur, til að æxla sig við kvendýr þar sem mikilvægasta merkið um karlmennskuna er horfið. Rannsóknir á örlögum tannlausra karldýra eru ekki kunnar höfundi þessa svars. Vísindamenn og aðrir sem hafa fylgst með dýralífi norðurslóðum, hafa séð tarfa skylmast með tönnunum á fengitíma sem styður þessa tilgátu.

Náhvalur er hánorræn tegund eins og sjá má á þessu útbreiðslukorti.

Náhvalir hafa aðeins tvær tennur, báðar í efri vör. Tennur kvendýranna eru venjulega smávaxnar og ganga ekki upp úr gómnum. Karldýrin hafa eina mjög stóra vinstra megin sem vex á þennan einkennandi máta, og aðra litla hægra megin. Þekkt er þó hjá báðum kynjum að báðar tennurnar geti vaxið gegnum vörina en slíkt er afar sjaldgæft. Annað líffræðilegt atriði greinir náhvali frá flestum öðrum hvalategundum - þeir hafa engan bakugga.

Nafnið „náhvalur“ er all sérstakt. Náhvalurinn er mjög feiminn gagnvart mönnum og erftitt er að nálgast hann, en samkvæmt miðaldarheimildum á hann að hafa lagst með mikilli græðgi á lík sjómanna og annarra sem fórust höfðu á sjó. Þaðan gæti nafnið verið runnið. Sjálfsagt er einhver fótur fyrir þessum sögusögnum, vera kann að sjófarandi hafi komið að nokkrum náhvölum að éta sjórekið lík. Náhvalurinn er mikill tækifærissinni í fæðuvali og gæti skýringin á meintu hræáti hans legið í því. Önnur skyld skýring gæti legið í því að litur náhvalsins minni á lík en hann er grár með dökkgráum blettum. Einnig hefur líkum verið leitt að því að tönnin hafi þótt minna á nál og upprunalega nafnið því verið „nálhvalur“ eða eitthvað því um líkt. Næsta víst er að enskt heiti hans er komið úr íslensku.

Óhætt er að segja að helsta sérstæða náhvalsins sé hin geysilega langa og myndarlega tönn sem gengur beint út frá höfði hans í gegnum efri vörina.

Ótal sjávarhryggleysingjar og fisktegundir hafa fundist í maga náhvalanna. Helst eru það smokkfiskar (Teuthida), síld (Clupea harengus) , ískóð (pólarþorskar, Boreogadus saida), laxar (Salmo salar), lúður (Hippoglossus hippoglossus) og ýmis krabbadýr (Crustacea).

Náhvalir er grunnsævisdýr. Þeir halda sig þó ekki mjög nærri landi en það nálægt að ísbirnir (Ursus maritimus) eiga það til að klófesta þá. Frumbyggjar á norðurslóðum hafa í árþúsundir veitt náhvali, þá einkum skutlað þá af bátum. Einnig kemur fyrir að náhvalir, líkt og mjaldrar (Delphinapterus leucas), lokist inni í vökum í hafís Norðurheimskautssvæðisins, og verða þá auðveld bráð fyrir Inúíta eða hvítabirni. Talið er að um 4.000 dýr séu veidd árlega. Vandasamt er að veiða náhvali því mikil hætta er að þeir sökkvi til botns þegar þeir eru drepnir. Því meta vísindamenn að aðeins um 25-30% af veiddum náhvölum sé landað en afgangurinn glatist ofan í hafdjúpin. Heimsstofnsstærð náhvala er í dag áætluð vera á bilinu frá 25-45 þúsund dýr. Auk mannsins og ísbjarna, sem sitja oft fyrir þeim við öndunarop og draga þá upp á ísinn, eru helstu óvinir náhvala háhyrningar (Orcinus orca). Einnig hafa leifar náhvala fundist í maga grænlandshákarlsins (Somniosus microcephalus).

Heimildir og myndir:...