Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?

JGÞ

Á vef Stjórnarráðs Íslands er ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918. Fjallað er um leiðina til sjálfstæðis, fyrsta ráðherrann, stjórnmálin og tímabil heimastjórnarinnar sem var skeið umskipta og óvenjulegrar grósku í íslensku þjóðlífi. Þetta efni var unnið fyrir vef sem opnaður ári 2004 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá því að Ísland fékk heimastjórn. Sá vefur hefur verið tekinn úr umferð en afrit af upprunalegri útgáfu hans er að finna í vefsafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafni.

Að því er best verður séð er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að vefsíðum um þetta tiltekna tímabil Íslandssögunnar. Hins vegar má benda á að á bókasöfnum er að finna ýmis rit sem fjalla um sögu Íslands, bæði yfirlitsrit og heimildir sem fjalla um afmörkuð tímabil eða afmarkað efni. Starfsfólk bókasafna er boðið og búið að leiðbeina notendum við öflun heimilda.

Þingsetning á fyrstu árum heimastjórnarinnar. Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, klæddur embættisfötum og heilsar almenningi.

Þeir sem vilja skoða heimastjórnina í samhengi við aðra atburði Íslandssögunnar á síðustu öld geta síðan lesið svar Gunnars Karlssonar við spurningunni Hverjir eru 10 merkilegustu atburðir Íslandssögunnar á 20. öld?

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.1.2004

Spyrjandi

Helga Lucia Haraldsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2004. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3969.

JGÞ. (2004, 27. janúar). Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3969

JGÞ. „Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2004. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3969>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?
Á vef Stjórnarráðs Íslands er ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918. Fjallað er um leiðina til sjálfstæðis, fyrsta ráðherrann, stjórnmálin og tímabil heimastjórnarinnar sem var skeið umskipta og óvenjulegrar grósku í íslensku þjóðlífi. Þetta efni var unnið fyrir vef sem opnaður ári 2004 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá því að Ísland fékk heimastjórn. Sá vefur hefur verið tekinn úr umferð en afrit af upprunalegri útgáfu hans er að finna í vefsafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafni.

Að því er best verður séð er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að vefsíðum um þetta tiltekna tímabil Íslandssögunnar. Hins vegar má benda á að á bókasöfnum er að finna ýmis rit sem fjalla um sögu Íslands, bæði yfirlitsrit og heimildir sem fjalla um afmörkuð tímabil eða afmarkað efni. Starfsfólk bókasafna er boðið og búið að leiðbeina notendum við öflun heimilda.

Þingsetning á fyrstu árum heimastjórnarinnar. Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, klæddur embættisfötum og heilsar almenningi.

Þeir sem vilja skoða heimastjórnina í samhengi við aðra atburði Íslandssögunnar á síðustu öld geta síðan lesið svar Gunnars Karlssonar við spurningunni Hverjir eru 10 merkilegustu atburðir Íslandssögunnar á 20. öld?

Mynd:...