Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?

EDS

Vatnsafl og jarðhiti eru helstu orkulindir Íslendinga. Í svari Braga Árnasonar við spurningunni Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar? er meðal annars fjallað stuttlega um orkubúskap Íslendinga í dag. Þar segir:
Vatnsorka sem talið er hagkvæmt að virkja er um 30 TWh á ári. Þar af voru í árslok 1999 virkjaðar 6,7 TWh á ári eða 22%. Jarðhiti sem talið er hagkvæmt að virkja er um 200 TWh á ári af varma og þar af hafa nú verið virkjuð um 2%. Með þeirri tækni sem nú er notuð til raforkuframleiðslu úr varma mætti framleiða 20 TWh af raforku úr 200 TWh af varma.

Í svarinu er jafnframt komið inn á orkunotkun Íslendinga og segir þar að árið 1999 hafi jarðhiti séð Íslendingum fyrir um 50% af allir þeirri orku sem notuð var, 18% var vatnsorka, 29% orkunnar var olía og kol voru 3%.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.4.2004

Spyrjandi

Anna Sóley, f. 1991

Tilvísun

EDS. „Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2004. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4153.

EDS. (2004, 16. apríl). Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4153

EDS. „Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2004. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4153>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?
Vatnsafl og jarðhiti eru helstu orkulindir Íslendinga. Í svari Braga Árnasonar við spurningunni Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar? er meðal annars fjallað stuttlega um orkubúskap Íslendinga í dag. Þar segir:

Vatnsorka sem talið er hagkvæmt að virkja er um 30 TWh á ári. Þar af voru í árslok 1999 virkjaðar 6,7 TWh á ári eða 22%. Jarðhiti sem talið er hagkvæmt að virkja er um 200 TWh á ári af varma og þar af hafa nú verið virkjuð um 2%. Með þeirri tækni sem nú er notuð til raforkuframleiðslu úr varma mætti framleiða 20 TWh af raforku úr 200 TWh af varma.

Í svarinu er jafnframt komið inn á orkunotkun Íslendinga og segir þar að árið 1999 hafi jarðhiti séð Íslendingum fyrir um 50% af allir þeirri orku sem notuð var, 18% var vatnsorka, 29% orkunnar var olía og kol voru 3%. ...