Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju er sjórinn saltur?

JGÞ

Sjórinn er saltur vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum.

Vatn er í sífelldri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum og berst með loftstraumum norður þar sem hann þéttist og fellur til jarðar, annað hvort sem rigning eða sjór. Regnið berst síðan aftur út í sjóinn, sumt rennur eftir yfirborðinu en annað fer ofan í jörðina og þá ber það með sér ýmis efni sem það leysir úr bergi, þar á meðal salt.

Selta sjávar virðist hafa haldist stöðug síðustu 600 milljón ár.

Hægt er að lesa meira um seltu sjávar í tveimur svörum við spurningunni Hvers vegna er sjórinn saltur? Fyrra svarið er almenns eðlis en í því síðara er meiri áhersla lögð á efnajöfnur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.5.2004

Spyrjandi

Alma Árnadóttir
Þuríður
Isabel
Lóa

Efnisorð

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju er sjórinn saltur?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4286.

JGÞ. (2004, 27. maí). Af hverju er sjórinn saltur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4286

JGÞ. „Af hverju er sjórinn saltur?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4286>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sjórinn saltur?
Sjórinn er saltur vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum.

Vatn er í sífelldri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum og berst með loftstraumum norður þar sem hann þéttist og fellur til jarðar, annað hvort sem rigning eða sjór. Regnið berst síðan aftur út í sjóinn, sumt rennur eftir yfirborðinu en annað fer ofan í jörðina og þá ber það með sér ýmis efni sem það leysir úr bergi, þar á meðal salt.

Selta sjávar virðist hafa haldist stöðug síðustu 600 milljón ár.

Hægt er að lesa meira um seltu sjávar í tveimur svörum við spurningunni Hvers vegna er sjórinn saltur? Fyrra svarið er almenns eðlis en í því síðara er meiri áhersla lögð á efnajöfnur....