Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?

Þrátt fyrir allt leita ríkisstjórnir oft ráða hjá þeim sem best vita um viðkomandi efni, til dæmis hjá vísindamönnum. Vísindamenn krefjast yfirleitt staðgóðra gagna eða "sannana" áður en þeir fara að trúa verulegum nýmælum eins og þeim til að mynda að geimverur hafi sést á jörðinni eða þeim hnetti sem um er að ræða hverju sinni. Ríkisstjórnir hafa þá sjálfsagt oft tilhneigingu til að taka undir þennan vafa.

En með spurningunni kann líka að vera átt við það að ríkisstjórnir hneigist til að reyna að fela það að geimverur hafi komið í heimsókn "í raun og veru" í viðkomandi skáldverki. Slíkt gæti þá tengst ótta ríkisstjórna og valdamanna við skyndilegar uppákomur sem geti valdið óróa og usla í samfélaginu og jafnvel breytt valdastöðu þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

14.5.2000

Spyrjandi

Sveinbjorn Finnsson

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2000. Sótt 25. júlí 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=430.

ÞV. (2000, 14. maí). Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=430

ÞV. „Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2000. Vefsíða. 25. júl. 2016. <http://visindavefur.is/svar.php?id=430>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Skakki turninn í Písa

Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er 7 hæða hár klukkuturn sem er frægur fyrir að hallast ískyggilega. Byrjað var á smíði turnsins árið 1173 en henni lauk ekki fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn hallast vegna þess grunnur hans nær aðeins 3 metra niður í jörðina og jarðvegurinn undir turninum gefur eftir. Á árunum 1990–2001 var dregið lítillega úr halla turnsins og hreyfing hans stöðvuð.