Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost?

Hildur Guðmundsdóttir

Um háspennulínur flæðir gífurlegur rafstraumur með hárri spennu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta þýðir meðal annars að spennumunur frá línunum til jarðar er mikill og því leitar rafstraumurinn niður í jörð ef mögulegt er.

Manneskja sem snertir háspennulínu stendur að öllum líkindum á jörðinni eða öðrum hlut sem snertir jörðina. Þannig gefur hún straumnum leið til að komast niður í jörð því að mannslíkaminn leiðir rafmagn. Rafstraumurinn streymir þá gegnum veslings manneskjuna en líkaminn þolir alls ekki þennan háa straum. Manneskjan fær raflost sem getur stórslasað hana og jafnvel drepið.

Þegar fuglar sitja á rafmagnslínum eru þeir hins vegar ekki í snertingu við jörðina og því leitar straumurinn ekki í gegnum þá. Straumurinn heldur áfram leið sinni gegnum vírinn án þess að fuglarnir hljóti nokkurn skaða.

Mikilvægt er að háspennulínur séu í talsverðri hæð svo að ekkert sem snertir jörð komi við þær. Þær þurfa einnig að vera vel einangraðar svo að straumur frá þeim fari ekki í jörð eða milli línanna. Þeim er haldið uppi með staurum og hanga í sérhönnuðum einangrurum, yfirleitt úr einhvers konar leir eða postulíni.

Stórum fuglum stafar talsverð hætta af háspennulínum því þeir geta snert tvær línur í einu ef vænghaf þeirra er nógu stórt, og þannig leitt straum á milli línanna. Einnig geta þeir snert bæði línu og staurinn sem heldur henni uppi. Þegar þetta gerist fer straumur gegnum fuglinn og hann fær raflost og drepst.

Sums staðar erlendis er því verið að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir þessi slys á fuglum, bæði fuglanna vegna en einnig til að koma í veg fyrir rafmagnsleysið sem slysin geta valdið. Helst er talað um að breikka þurfi bilið milli línanna en einnig að koma þurfi einhvern veginn í veg fyrir að fuglarnir setjist á staurana. Í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa kondórar, sem eru stórir fuglar í útrýmingarhættu, verið þjálfaðir þannig að þeir læra að forðast rafmagnslínur og komast ekki viljandi í snertingu við þær.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

5.8.2004

Spyrjandi

Björgvin Brynjarsson og Hrafnhildur Ólafsdóttir

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2004. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4446.

Hildur Guðmundsdóttir. (2004, 5. ágúst). Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4446

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2004. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4446>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost?
Um háspennulínur flæðir gífurlegur rafstraumur með hárri spennu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta þýðir meðal annars að spennumunur frá línunum til jarðar er mikill og því leitar rafstraumurinn niður í jörð ef mögulegt er.

Manneskja sem snertir háspennulínu stendur að öllum líkindum á jörðinni eða öðrum hlut sem snertir jörðina. Þannig gefur hún straumnum leið til að komast niður í jörð því að mannslíkaminn leiðir rafmagn. Rafstraumurinn streymir þá gegnum veslings manneskjuna en líkaminn þolir alls ekki þennan háa straum. Manneskjan fær raflost sem getur stórslasað hana og jafnvel drepið.

Þegar fuglar sitja á rafmagnslínum eru þeir hins vegar ekki í snertingu við jörðina og því leitar straumurinn ekki í gegnum þá. Straumurinn heldur áfram leið sinni gegnum vírinn án þess að fuglarnir hljóti nokkurn skaða.

Mikilvægt er að háspennulínur séu í talsverðri hæð svo að ekkert sem snertir jörð komi við þær. Þær þurfa einnig að vera vel einangraðar svo að straumur frá þeim fari ekki í jörð eða milli línanna. Þeim er haldið uppi með staurum og hanga í sérhönnuðum einangrurum, yfirleitt úr einhvers konar leir eða postulíni.

Stórum fuglum stafar talsverð hætta af háspennulínum því þeir geta snert tvær línur í einu ef vænghaf þeirra er nógu stórt, og þannig leitt straum á milli línanna. Einnig geta þeir snert bæði línu og staurinn sem heldur henni uppi. Þegar þetta gerist fer straumur gegnum fuglinn og hann fær raflost og drepst.

Sums staðar erlendis er því verið að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir þessi slys á fuglum, bæði fuglanna vegna en einnig til að koma í veg fyrir rafmagnsleysið sem slysin geta valdið. Helst er talað um að breikka þurfi bilið milli línanna en einnig að koma þurfi einhvern veginn í veg fyrir að fuglarnir setjist á staurana. Í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa kondórar, sem eru stórir fuglar í útrýmingarhættu, verið þjálfaðir þannig að þeir læra að forðast rafmagnslínur og komast ekki viljandi í snertingu við þær.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:

...