Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum?

Hildur Guðmundsdóttir

Þegar lífrænt efni, til dæmis grænmeti eða ávextir, rotnar við súrefnissnauðar aðstæður myndast metan (CH4). Metan má nota sem ökutækjaeldsneyti og til raforkuframleiðslu. Því er ljóst að svarið við spurningunni er já. Með hjálp vissra gerla má vinna metan úr grænmeti og ávöxtum sem síðan er hægt að nota til að framleiða raforku.

Metan hefur mengandi áhrif á umhverfið og telst það margfalt skaðlegra ósónlaginu en koltvísýringur. Því hefur það sums staðar verið brennt þar sem það myndast á sorphaugum til að koma í veg fyrir losun þess út í andrúmsloftið. Á seinni árum hefur metan þó verið nýtt sem orkugjafi, til dæmis á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi.

Við niðurbrot lífrænna efna myndast gas sem kallast hauggas eða rotgas. Þetta gas inniheldur sem fyrr segir metan, auk koltvísýrings (CO2) og fleiri lofttegunda. Í Álfsnesi er hauggasi safnað saman og það síðan hreinsað og nýtt sem ökutækjaeldsneyti eða brennt óhreinsað til að framleiða raforku. Raforkan er framleidd með því að knýja gasvél sem gengur fyrir hauggasi. Dýrara er að framleiða raforku á þennan hátt heldur en við hefðbundna virkjun en fyrirtækin sem standa að framleiðslunni gera það vegna umhverfissjónarmiða.

Víða erlendis eru starfræktar gasgerðarstöðvar þar sem lífrænn heimilis- og rekstrarúrgangur er nýttur til að framleiða gas. Þessar stöðvar eru mjög mismunandi að stærð og gerð og er gasið ýmist notað við upphitun, rafmagnsframleiðslu eða sem ökutækjaeldsneyti.

Heimildir og frekara lesefni:

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

8.10.2004

Spyrjandi

Hermann Björnsson, f. 1992

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum?“ Vísindavefurinn, 8. október 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4549.

Hildur Guðmundsdóttir. (2004, 8. október). Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4549

Hildur Guðmundsdóttir. „Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4549>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum?
Þegar lífrænt efni, til dæmis grænmeti eða ávextir, rotnar við súrefnissnauðar aðstæður myndast metan (CH4). Metan má nota sem ökutækjaeldsneyti og til raforkuframleiðslu. Því er ljóst að svarið við spurningunni er já. Með hjálp vissra gerla má vinna metan úr grænmeti og ávöxtum sem síðan er hægt að nota til að framleiða raforku.

Metan hefur mengandi áhrif á umhverfið og telst það margfalt skaðlegra ósónlaginu en koltvísýringur. Því hefur það sums staðar verið brennt þar sem það myndast á sorphaugum til að koma í veg fyrir losun þess út í andrúmsloftið. Á seinni árum hefur metan þó verið nýtt sem orkugjafi, til dæmis á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi.

Við niðurbrot lífrænna efna myndast gas sem kallast hauggas eða rotgas. Þetta gas inniheldur sem fyrr segir metan, auk koltvísýrings (CO2) og fleiri lofttegunda. Í Álfsnesi er hauggasi safnað saman og það síðan hreinsað og nýtt sem ökutækjaeldsneyti eða brennt óhreinsað til að framleiða raforku. Raforkan er framleidd með því að knýja gasvél sem gengur fyrir hauggasi. Dýrara er að framleiða raforku á þennan hátt heldur en við hefðbundna virkjun en fyrirtækin sem standa að framleiðslunni gera það vegna umhverfissjónarmiða.

Víða erlendis eru starfræktar gasgerðarstöðvar þar sem lífrænn heimilis- og rekstrarúrgangur er nýttur til að framleiða gas. Þessar stöðvar eru mjög mismunandi að stærð og gerð og er gasið ýmist notað við upphitun, rafmagnsframleiðslu eða sem ökutækjaeldsneyti.

Heimildir og frekara lesefni:...