Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvert er minnsta spendýr í heimi?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi hennar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs er 22-26 mm. Hún hefur eingöngu fundist á litlu svæði, Sai Yoke í Kanchanaburi sýslu í vestanverðu Tælandi. Aðeins fáein eintök af henni eru til í söfnum og lítið er vitað um hana annað en að hún virðist fyrst og fremst lifa á skordýrum. Því er íslenska nafnið ef til vill ekki sérlega heppilegt.

Hunangsblakan er aðeins um 2 grömm að þyngd.

Hunangsblakan hefur tiltölulega stór eyru og lítil augu og nær hárbrúskur yfir augun svo að þau sjást illa. Hún er á ferli á nóttunni og notar hátíðnihljóð til þess að rata og finna bráð eins og algengt er meðal leðurblakna. Á nóttunni hefst hún við innarlega í litlum kalksteinshellum. Þá hangir hún á afturfótunum ofarlega á veggjum hellisins. Hunangsblökur eru ekki sérlega félagslyndar miðað við margar aðrar leðurblökutegundir því að einungis eru 10-15 einstaklingar saman í helli og þær halda góðu bili milli sín meðan þær sofa.

Fyrir nokkrum árum fundust í Wyoming í Bandaríkjunum steingerðar leifar spendýrs sem var líklega enn minna en hunangsblakan. Um er að ræða kjálka og tennur úr skordýraætu sem uppi var fyrir um það bil 65 milljónum ára og hefur verið gefið nafnið Batodonoides. Stærð kjálkans bendir til að dýrið hafi aðeins vegið 1,3 g.

Mynd:

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

7.2.2000

Spyrjandi

Tómas Kristjánsson, 15 ára

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er minnsta spendýr í heimi? “ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=46.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 7. febrúar). Hvert er minnsta spendýr í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=46

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er minnsta spendýr í heimi? “ Vísindavefurinn. 7. feb. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=46>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er minnsta spendýr í heimi?
Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi hennar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs er 22-26 mm. Hún hefur eingöngu fundist á litlu svæði, Sai Yoke í Kanchanaburi sýslu í vestanverðu Tælandi. Aðeins fáein eintök af henni eru til í söfnum og lítið er vitað um hana annað en að hún virðist fyrst og fremst lifa á skordýrum. Því er íslenska nafnið ef til vill ekki sérlega heppilegt.

Hunangsblakan er aðeins um 2 grömm að þyngd.

Hunangsblakan hefur tiltölulega stór eyru og lítil augu og nær hárbrúskur yfir augun svo að þau sjást illa. Hún er á ferli á nóttunni og notar hátíðnihljóð til þess að rata og finna bráð eins og algengt er meðal leðurblakna. Á nóttunni hefst hún við innarlega í litlum kalksteinshellum. Þá hangir hún á afturfótunum ofarlega á veggjum hellisins. Hunangsblökur eru ekki sérlega félagslyndar miðað við margar aðrar leðurblökutegundir því að einungis eru 10-15 einstaklingar saman í helli og þær halda góðu bili milli sín meðan þær sofa.

Fyrir nokkrum árum fundust í Wyoming í Bandaríkjunum steingerðar leifar spendýrs sem var líklega enn minna en hunangsblakan. Um er að ræða kjálka og tennur úr skordýraætu sem uppi var fyrir um það bil 65 milljónum ára og hefur verið gefið nafnið Batodonoides. Stærð kjálkans bendir til að dýrið hafi aðeins vegið 1,3 g.

Mynd:...