Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvenær byrja börn að ljúga?

Lilja Ósk Úlfarsdóttir

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita.

Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfræðinga sem á íslensku hefur verið nefnt „hugarkenning“ (e. theory of mind) og tengist eiginleika barna til að skilja hugsanir og tilfinningar annarra. Þessi þroski er ekki talinn vera til staðar fyrr en börn eru um það bil þriggja ára. Þá fyrst geta þau gert sér grein fyrir því að þó þau viti eitthvað er ekki víst að allir aðrir viti það líka. Fram að þriggja ára aldri ályktar barnið að allir viti það sem það veit. Í þessu felst að barnið er tæknilega ekki fært um að segja ósatt fyrr en það hefur náð þessum þroska. Fram að þeim aldri hlýtur hvers kyns ósannsögli barns að flokkast undir vanþekkingu eða skilningsleysi.



Um þriggja ára aldur gera börn sér grein fyrir því að þó þau viti eitthvað er ekki víst að allir aðrir viti það líka.

Þegar börn hafa náð þroska til að geta beitt ósannsögli snýst spurningin um hvenær þau byrji að skrökva, um siðferðisþroska. Hvað er það að ljúga? Er það einfaldlega að segja ósatt eða þarf það að vera vísvitandi ósannsögli sem beitt er til að blekkja aðra. Þetta kannaði svissneski sálfræðingurinn Jean Piaget (1932/1965). Hann fékk börn til að leggja siðferðislegan dóm á samskipti út frá samtölum sem fólu í sér lygar, getgátur og ýkjur. Hann hélt því síðan fram að börn þyrftu að vera um það bil 11 ára áður en þau gætu tekið tillit til ætlunar gerenda þegar um ósannsögli var að ræða. Fram að þeim aldri byggðist siðferðislegt mat þeirra á sannleiksgildi frásagnanna. Seinni tíma rannsóknir hafa í aðalatriðum staðfest niðurstöður Piagets þó sýnt hafi verið fram á að börn geta tekið tillit til ætlunar gerenda mun yngri en 11 ára. Siðferðislegt mat ungra barna er reyndar mjög líkt siðferðislegu mati eldri barna og fullorðinna, sérstaklega þegar ætlun fólks og rangfærslur eru undirstrikaðar.

Taka þarf tillit til þess að skilningur barna á hugtakinu lygi mótast af þeim reglum sem þau búa við í sínu umhverfi. Því eru bæði menning og samfélag mikilvægir áhrifaþættir þegar kemur að siðferðiskennd barna og hvenær þau telja sig vera að ljúga. Þetta sést til dæmis af því að ef fullyrðing, sem viljandi er höfð röng, hlýtur refsingu frá fullorðnum eru börn yngri en sex ára líklegri til að meta hana sem lygi en sömu fullyrðingu sem ekki hlýtur refsingu (Bussey, 1992). Þannig getur ósannsögli verið hluti af flóknu félagslegu samspili milli fólks og svokölluð „hvít lygi“ getur jafnvel verið félagslega jákvæð.

Spurningunni um það hvenær börn byrja að ljúga vil ég svara með því að segja að þau hafa ekki forsendurnar til að geta brugðið fyrir sig ósannsögli fyrr en þau eru um það bil þriggja ára eins og fram hefur komið. Hvort þau eru í raun að ljúga þegar þau segja ekki nákvæmlega rétt frá er síðan skilgreiningaratriði því lygi vísar til þess að til sé eitthvað sem heitir sannleikur.

Heimildir:
  • Bussey, K. (1992). Lying and truthfulness: Children´s definitions, standards, and evaluative reactions. Child Development, 63, 129-37.
  • Hyman, R. (1989). The psychology of deception. Annual Review of Psychology, 40, 133-154.
  • Lee, K., Cameron, C.A., Xu, F., Fu, G. & Board, J (1997). Chinese and Canadian children´s evaluations of lying and truth telling: Similarities and differences in the context of pro- and antisocial behaviors. Child Development, 68 (5), 924-34.
  • Leslie, A.M., Friedman, O., German, T. P. (óútkomin grein). Core mechanisms in ´theory of mind’. Trends in Cognitive Science. (Þessa grein má nálgast í gegnum www.sciencedirect.com © 2004 Elsevier Ltd.)
  • Piaget, J. (1965). The Moral Judgement of the Child. New York: Macmillan (fyrst gefið út 1932).
  • Saxe, L. (1991). Lying: Thoughts of an Applied Social Psychologist. American Psychologist, 46 (4), 409-415.

Mynd: Totton College

Höfundur

doktor í sálarfræði

Útgáfudagur

15.11.2004

Spyrjandi

Ari Guðmundsson, f. 1988

Tilvísun

Lilja Ósk Úlfarsdóttir. „Hvenær byrja börn að ljúga?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4610.

Lilja Ósk Úlfarsdóttir. (2004, 15. nóvember). Hvenær byrja börn að ljúga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4610

Lilja Ósk Úlfarsdóttir. „Hvenær byrja börn að ljúga?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4610>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær byrja börn að ljúga?
Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita.

Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfræðinga sem á íslensku hefur verið nefnt „hugarkenning“ (e. theory of mind) og tengist eiginleika barna til að skilja hugsanir og tilfinningar annarra. Þessi þroski er ekki talinn vera til staðar fyrr en börn eru um það bil þriggja ára. Þá fyrst geta þau gert sér grein fyrir því að þó þau viti eitthvað er ekki víst að allir aðrir viti það líka. Fram að þriggja ára aldri ályktar barnið að allir viti það sem það veit. Í þessu felst að barnið er tæknilega ekki fært um að segja ósatt fyrr en það hefur náð þessum þroska. Fram að þeim aldri hlýtur hvers kyns ósannsögli barns að flokkast undir vanþekkingu eða skilningsleysi.



Um þriggja ára aldur gera börn sér grein fyrir því að þó þau viti eitthvað er ekki víst að allir aðrir viti það líka.

Þegar börn hafa náð þroska til að geta beitt ósannsögli snýst spurningin um hvenær þau byrji að skrökva, um siðferðisþroska. Hvað er það að ljúga? Er það einfaldlega að segja ósatt eða þarf það að vera vísvitandi ósannsögli sem beitt er til að blekkja aðra. Þetta kannaði svissneski sálfræðingurinn Jean Piaget (1932/1965). Hann fékk börn til að leggja siðferðislegan dóm á samskipti út frá samtölum sem fólu í sér lygar, getgátur og ýkjur. Hann hélt því síðan fram að börn þyrftu að vera um það bil 11 ára áður en þau gætu tekið tillit til ætlunar gerenda þegar um ósannsögli var að ræða. Fram að þeim aldri byggðist siðferðislegt mat þeirra á sannleiksgildi frásagnanna. Seinni tíma rannsóknir hafa í aðalatriðum staðfest niðurstöður Piagets þó sýnt hafi verið fram á að börn geta tekið tillit til ætlunar gerenda mun yngri en 11 ára. Siðferðislegt mat ungra barna er reyndar mjög líkt siðferðislegu mati eldri barna og fullorðinna, sérstaklega þegar ætlun fólks og rangfærslur eru undirstrikaðar.

Taka þarf tillit til þess að skilningur barna á hugtakinu lygi mótast af þeim reglum sem þau búa við í sínu umhverfi. Því eru bæði menning og samfélag mikilvægir áhrifaþættir þegar kemur að siðferðiskennd barna og hvenær þau telja sig vera að ljúga. Þetta sést til dæmis af því að ef fullyrðing, sem viljandi er höfð röng, hlýtur refsingu frá fullorðnum eru börn yngri en sex ára líklegri til að meta hana sem lygi en sömu fullyrðingu sem ekki hlýtur refsingu (Bussey, 1992). Þannig getur ósannsögli verið hluti af flóknu félagslegu samspili milli fólks og svokölluð „hvít lygi“ getur jafnvel verið félagslega jákvæð.

Spurningunni um það hvenær börn byrja að ljúga vil ég svara með því að segja að þau hafa ekki forsendurnar til að geta brugðið fyrir sig ósannsögli fyrr en þau eru um það bil þriggja ára eins og fram hefur komið. Hvort þau eru í raun að ljúga þegar þau segja ekki nákvæmlega rétt frá er síðan skilgreiningaratriði því lygi vísar til þess að til sé eitthvað sem heitir sannleikur.

Heimildir:
  • Bussey, K. (1992). Lying and truthfulness: Children´s definitions, standards, and evaluative reactions. Child Development, 63, 129-37.
  • Hyman, R. (1989). The psychology of deception. Annual Review of Psychology, 40, 133-154.
  • Lee, K., Cameron, C.A., Xu, F., Fu, G. & Board, J (1997). Chinese and Canadian children´s evaluations of lying and truth telling: Similarities and differences in the context of pro- and antisocial behaviors. Child Development, 68 (5), 924-34.
  • Leslie, A.M., Friedman, O., German, T. P. (óútkomin grein). Core mechanisms in ´theory of mind’. Trends in Cognitive Science. (Þessa grein má nálgast í gegnum www.sciencedirect.com © 2004 Elsevier Ltd.)
  • Piaget, J. (1965). The Moral Judgement of the Child. New York: Macmillan (fyrst gefið út 1932).
  • Saxe, L. (1991). Lying: Thoughts of an Applied Social Psychologist. American Psychologist, 46 (4), 409-415.

Mynd: Totton College

...