Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?

Gunnar Þór Magnússon

Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan sjö daga vikan, sem er í notkun um næstum allan heim, er upprunnin. Einhverjar heimildir benda þó til að Súmerar, Babýloníumenn og Ísraelar hafi notast við sjö daga viku. Frá þeim barst sjö daga vikan til Grikkja og Rómverja, og þaðan til Norðurlanda, en þar var áður miðað við fimm daga viku.

Nöfn daganna hafa tekið ýmsum breytingum í aldanna rás. Ísraelar gáfu hvíldardeginum nafnið ,,sabbat'' og númeruðu hina dagana frá einum til sex. Seinna var byrjað að kenna dagana við hin ýmsu himintungl og guði, og þegar vikan barst til Norðurlanda var sá siður tekinn upp, en guðanöfnin þá tekin úr norrænni goðatrú. Á hinum Norðurlöndunum bera dagarnir enn þess merki; á dönsku heitir þriðjudagur til dæmis tirsdag eftir guðinum Tý, miðvikudagur onsdag eftir Óðni, og fimmtudagur heitir torsdag eftir þrumuguðinum Þór.


Mánudagur hét áður mánadagur sem merkir dagur mánans.

Á íslensku vottar enn fyrir þessari hefð; nafnið sunnudagur er dregið af orðinu sunna, sem er gamalt orð yfir sólina, og mánudagur var áður mánadagur, eða dagur tunglsins. Eftir að Íslendingar tóku kristna trú var reynt að breyta daganöfnunum svo þau minntu ekki á heiðnu guðina. Það tókst, aðallega fyrir tilverknað Jóns biskups Ögmundssonar, og á 12. öld hlutu flestir dagarnir þau nöfn sem þau bera í dag.

Vikan hófst á sunnudegi. Þannig varð gamli týsdagurinn, sem er þriðji dagur vikunnar, að þriðjudegi. Óðinsdagur, sem er í miðri viku, varð að miðvikudegi, þórsdagur er fimmti dagur vikunnar og fékk nafnið fimmtudagur. Áður fyrr hét föstudagurinn frjádagur, sem kemur sennilega frá annarri hvorri gyðjunni Freyju eða Frigg, en núverandi nafn hans vísar til föstuhalds í kaþólskum sið. Laugardagur er líka kallaður þváttadagur í gömlum heimildum, en þvotturinn er talinn hafa verið liður í helgihaldi forðum daga, og nafn dagsins vísar sennilega til þess.

Þessi nafnabreyting tókst ekki alveg fullkomlega þó lítið hafi vantað upp á. Um tíma var sunnudagurinn kallaður drottinsdagur, eftir hinum kristna guði, en það nafn festist ekki í sessi. Því vísa nöfn sunnu- og mánudags ennþá til himintunglanna eins og í heiðnum sið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Upphaflega spurningin var:

Af hverju heitir laugardagur þessu nafni?

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

7.10.2008

Spyrjandi

Kristján Árni Jónsson, f. 1992

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?“ Vísindavefurinn, 7. október 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48074.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 7. október). Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48074

Gunnar Þór Magnússon. „Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48074>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?
Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan sjö daga vikan, sem er í notkun um næstum allan heim, er upprunnin. Einhverjar heimildir benda þó til að Súmerar, Babýloníumenn og Ísraelar hafi notast við sjö daga viku. Frá þeim barst sjö daga vikan til Grikkja og Rómverja, og þaðan til Norðurlanda, en þar var áður miðað við fimm daga viku.

Nöfn daganna hafa tekið ýmsum breytingum í aldanna rás. Ísraelar gáfu hvíldardeginum nafnið ,,sabbat'' og númeruðu hina dagana frá einum til sex. Seinna var byrjað að kenna dagana við hin ýmsu himintungl og guði, og þegar vikan barst til Norðurlanda var sá siður tekinn upp, en guðanöfnin þá tekin úr norrænni goðatrú. Á hinum Norðurlöndunum bera dagarnir enn þess merki; á dönsku heitir þriðjudagur til dæmis tirsdag eftir guðinum Tý, miðvikudagur onsdag eftir Óðni, og fimmtudagur heitir torsdag eftir þrumuguðinum Þór.


Mánudagur hét áður mánadagur sem merkir dagur mánans.

Á íslensku vottar enn fyrir þessari hefð; nafnið sunnudagur er dregið af orðinu sunna, sem er gamalt orð yfir sólina, og mánudagur var áður mánadagur, eða dagur tunglsins. Eftir að Íslendingar tóku kristna trú var reynt að breyta daganöfnunum svo þau minntu ekki á heiðnu guðina. Það tókst, aðallega fyrir tilverknað Jóns biskups Ögmundssonar, og á 12. öld hlutu flestir dagarnir þau nöfn sem þau bera í dag.

Vikan hófst á sunnudegi. Þannig varð gamli týsdagurinn, sem er þriðji dagur vikunnar, að þriðjudegi. Óðinsdagur, sem er í miðri viku, varð að miðvikudegi, þórsdagur er fimmti dagur vikunnar og fékk nafnið fimmtudagur. Áður fyrr hét föstudagurinn frjádagur, sem kemur sennilega frá annarri hvorri gyðjunni Freyju eða Frigg, en núverandi nafn hans vísar til föstuhalds í kaþólskum sið. Laugardagur er líka kallaður þváttadagur í gömlum heimildum, en þvotturinn er talinn hafa verið liður í helgihaldi forðum daga, og nafn dagsins vísar sennilega til þess.

Þessi nafnabreyting tókst ekki alveg fullkomlega þó lítið hafi vantað upp á. Um tíma var sunnudagurinn kallaður drottinsdagur, eftir hinum kristna guði, en það nafn festist ekki í sessi. Því vísa nöfn sunnu- og mánudags ennþá til himintunglanna eins og í heiðnum sið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Upphaflega spurningin var:

Af hverju heitir laugardagur þessu nafni?
...