Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru fjárlög?

Gylfi Magnússon

Í 42. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. Í 41. grein kemur jafnframt fram að ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Eins og þetta gefur til kynna þá eru fjárlög samþykkt einu sinni á ári og í þeim gefur alþingi heimild fyrir hinum ýmsu útgjöldum ríkisins. Jafnframt er í fjárlagafrumvarpinu fjallað um tekjur ríkisins. Þar er einnig leitað heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku, ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir. Fjárlög eru samþykkt fyrir eitt almanaksár í senn, það er að segja fyrir tímabilið frá 1. janúar til 31. desember og nefnist það fjárlagaár eða fjárhagsár.

Í lögum um fjárreiður ríkisins númer 88 27. maí 1997 er nánar kveðið á um uppbyggingu fjárlaga og framkvæmd þeirra.

Skipta má vinnu við fjárlagagerð í tvennt. Fyrri hluti vinnunnar felst í gerð fjárlagafrumvarps undir verkstjórn fjármálaráðuneytisins með þátttöku ríkisstjórnar, annarra ráðuneyta, ríkisstofnana og fleiri. Seinni hlutinn er meðferð frumvarpsins á Alþingi, meðal annars í fjárlaganefnd.

Fjárlögunum er skipt í liði í samræmi við ábyrgðarsvið og hefur hver sitt númer. Fyrstu tveir tölustafirnir í númerinu tákna ráðuneyti. Þannig hefur til dæmis forsætisráðuneytið númerið 01 og er forsætisráðherra ætlað að sjá til þess að útgjöld til verkefna á vegum þess séu ekki hærri en fjárheimild er fyrir. Næstu þrír tölustafirnir tákna stofnun eða verkefni. Til dæmis er 01-271 Ríkislögmaður og ber forstöðumaður þeirrar stofnunar ábyrgð á rekstri hennar gagnvart forsætisráðherra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.3.2005

Spyrjandi

Heiðrún Ólafsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru fjárlög?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4820.

Gylfi Magnússon. (2005, 8. mars). Hvað eru fjárlög? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4820

Gylfi Magnússon. „Hvað eru fjárlög?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4820>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru fjárlög?

Í 42. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. Í 41. grein kemur jafnframt fram að ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Eins og þetta gefur til kynna þá eru fjárlög samþykkt einu sinni á ári og í þeim gefur alþingi heimild fyrir hinum ýmsu útgjöldum ríkisins. Jafnframt er í fjárlagafrumvarpinu fjallað um tekjur ríkisins. Þar er einnig leitað heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku, ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir. Fjárlög eru samþykkt fyrir eitt almanaksár í senn, það er að segja fyrir tímabilið frá 1. janúar til 31. desember og nefnist það fjárlagaár eða fjárhagsár.

Í lögum um fjárreiður ríkisins númer 88 27. maí 1997 er nánar kveðið á um uppbyggingu fjárlaga og framkvæmd þeirra.

Skipta má vinnu við fjárlagagerð í tvennt. Fyrri hluti vinnunnar felst í gerð fjárlagafrumvarps undir verkstjórn fjármálaráðuneytisins með þátttöku ríkisstjórnar, annarra ráðuneyta, ríkisstofnana og fleiri. Seinni hlutinn er meðferð frumvarpsins á Alþingi, meðal annars í fjárlaganefnd.

Fjárlögunum er skipt í liði í samræmi við ábyrgðarsvið og hefur hver sitt númer. Fyrstu tveir tölustafirnir í númerinu tákna ráðuneyti. Þannig hefur til dæmis forsætisráðuneytið númerið 01 og er forsætisráðherra ætlað að sjá til þess að útgjöld til verkefna á vegum þess séu ekki hærri en fjárheimild er fyrir. Næstu þrír tölustafirnir tákna stofnun eða verkefni. Til dæmis er 01-271 Ríkislögmaður og ber forstöðumaður þeirrar stofnunar ábyrgð á rekstri hennar gagnvart forsætisráðherra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

...