Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?

Eggert Eggertsson

Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efnis sem á að brenna. Eldavélar fyrir metangas hafa öðruvísi brennara en vélar eða grill fyrir própangas og vetni.

Vetni er notað til brennslu í iðnaði, til dæmis í glerverksmiðjum og einnig til logskurðar undir vatni. Vetni er einnig notað sem eldur í rannsóknartækjum við mælingar á efnum. Eldur með vetni gefur ekki frá sér sýnilegt ljós þannig hann getur leynst þótt við sjáum hann ekki. Vetniseldur er hreinn og lyktar ekki því þegar vetni brennur, það er hvarfast við súrefni, myndast bara vatn samkvæmt eftirfarandi jöfnu: \[2H_{2(g)}+O_{2(g)}\rightarrow 2H_{2}O_{(l)}          (1)\]

Það er engin vetnisverksmiðja á Íslandi og því verður að flytja inn allt vetni eins og er. Uppi voru hugmyndir í byrjun 21. aldarinnar að „vetnisvæða“ Ísland en að því hefur hins vegar ekki orðið.

Við rafgreiningu á vatni myndast súrefnisgas og vetnisgas í hlutföllunum 1 á móti 2.

Til eru vélar, allt frá smáum borðvélum á rannsóknastofum til stærri véla, sem geta framleitt vetni staðbundið fyrir notandann. Á Íslandi framleiða nokkrir aðilar vetni til eigin nota með rafgreiningu vatns og hlutaoxun eða umbreytingu á kolvetnum (olíu, kolum). Efnajafnan fyrir rafgreiningu vatns er samkvæmt jöfnu 2, sem er einfaldlega öfug efnajafna 1:\[2H_{2}O_{(l)}\rightarrow 2H_{2(g)}+O_{2(g)}          (2)\]

Mynd:

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Er allt vetni flutt inn til Íslands?


Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er hægt að nota vetni á kút sem brennsluefni á venjuleg útigrill eins og gas á kút er notað í dag, eða þarf sérstök grill til þess arna?

Athugasemd frá ritstjórn, 13. júlí 2017: Frímann Grímsson benti okkur á að vetnisrafgreina sé að finna í verksmiðju fyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi á Reykjanesskaga. Við þökkum Frímanni fyrir þær upplýsingar.

Höfundur

lyfjafræðingur og gæða- og öryggisstjóri ÍSAGA

Útgáfudagur

24.1.2014

Spyrjandi

Jón Finnbogason

Tilvísun

Eggert Eggertsson. „Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48378.

Eggert Eggertsson. (2014, 24. janúar). Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48378

Eggert Eggertsson. „Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48378>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?
Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efnis sem á að brenna. Eldavélar fyrir metangas hafa öðruvísi brennara en vélar eða grill fyrir própangas og vetni.

Vetni er notað til brennslu í iðnaði, til dæmis í glerverksmiðjum og einnig til logskurðar undir vatni. Vetni er einnig notað sem eldur í rannsóknartækjum við mælingar á efnum. Eldur með vetni gefur ekki frá sér sýnilegt ljós þannig hann getur leynst þótt við sjáum hann ekki. Vetniseldur er hreinn og lyktar ekki því þegar vetni brennur, það er hvarfast við súrefni, myndast bara vatn samkvæmt eftirfarandi jöfnu: \[2H_{2(g)}+O_{2(g)}\rightarrow 2H_{2}O_{(l)}          (1)\]

Það er engin vetnisverksmiðja á Íslandi og því verður að flytja inn allt vetni eins og er. Uppi voru hugmyndir í byrjun 21. aldarinnar að „vetnisvæða“ Ísland en að því hefur hins vegar ekki orðið.

Við rafgreiningu á vatni myndast súrefnisgas og vetnisgas í hlutföllunum 1 á móti 2.

Til eru vélar, allt frá smáum borðvélum á rannsóknastofum til stærri véla, sem geta framleitt vetni staðbundið fyrir notandann. Á Íslandi framleiða nokkrir aðilar vetni til eigin nota með rafgreiningu vatns og hlutaoxun eða umbreytingu á kolvetnum (olíu, kolum). Efnajafnan fyrir rafgreiningu vatns er samkvæmt jöfnu 2, sem er einfaldlega öfug efnajafna 1:\[2H_{2}O_{(l)}\rightarrow 2H_{2(g)}+O_{2(g)}          (2)\]

Mynd:

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Er allt vetni flutt inn til Íslands?


Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er hægt að nota vetni á kút sem brennsluefni á venjuleg útigrill eins og gas á kút er notað í dag, eða þarf sérstök grill til þess arna?

Athugasemd frá ritstjórn, 13. júlí 2017: Frímann Grímsson benti okkur á að vetnisrafgreina sé að finna í verksmiðju fyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi á Reykjanesskaga. Við þökkum Frímanni fyrir þær upplýsingar....