Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað geta hundar orðið gamlir?

Andri Snær Egilsson og Berglind Egilsdóttir

Það fer eftir kyni eða afbrigði hversu háum aldri hundar ná. Smærri hundar hafa tilhneigingu til þess að verða eldri en þeir sem eru stærri. Þannig verða smáhundar oft 15-16 ára, meðalstórir og stórir hundar ná gjarnan 10-13 ára aldri en allra stærstu hundakynin verða yfirleitt ekki nema 7-8 ára.

Flestir hundar verða 10-13 ára gamlir.

Samkvæmt lista á vefsetrinu Wikipediu er hæsti aldur sem hundur hefur náð 29 ár og 282 dagar. Þessum aldri náði hinn bandaríski Max sem kom í heiminn 9. ágúst 1983 en dó þann 18. maí 2013.

Miðað við mannár hefur Max orðið miklu eldri en elstu menn, en um samanburð á hundaárum og mannárum má lesa í svari Gunnars Þórs Magnússonar við spurningunni Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.6.2013

Spyrjandi

Júlía Bríet Baldursdóttir

Tilvísun

Andri Snær Egilsson og Berglind Egilsdóttir. „Hvað geta hundar orðið gamlir?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2013. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48591.

Andri Snær Egilsson og Berglind Egilsdóttir. (2013, 18. júní). Hvað geta hundar orðið gamlir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48591

Andri Snær Egilsson og Berglind Egilsdóttir. „Hvað geta hundar orðið gamlir?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2013. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48591>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta hundar orðið gamlir?
Það fer eftir kyni eða afbrigði hversu háum aldri hundar ná. Smærri hundar hafa tilhneigingu til þess að verða eldri en þeir sem eru stærri. Þannig verða smáhundar oft 15-16 ára, meðalstórir og stórir hundar ná gjarnan 10-13 ára aldri en allra stærstu hundakynin verða yfirleitt ekki nema 7-8 ára.

Flestir hundar verða 10-13 ára gamlir.

Samkvæmt lista á vefsetrinu Wikipediu er hæsti aldur sem hundur hefur náð 29 ár og 282 dagar. Þessum aldri náði hinn bandaríski Max sem kom í heiminn 9. ágúst 1983 en dó þann 18. maí 2013.

Miðað við mannár hefur Max orðið miklu eldri en elstu menn, en um samanburð á hundaárum og mannárum má lesa í svari Gunnars Þórs Magnússonar við spurningunni Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....