Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig getur maður flogið?

JGÞ

Maðurinn getur ekki flogið af eigin rammleik án hjálpartækja eins og fuglarnir og þess vegna gerum við ráð fyrir að spurningin vísi til þess hvernig við getum flogið í flugvél. Þeir sem vilja fræðast um flug fugla geta hins vegar lesið svar við spurningunni: Hvernig geta fuglar flogið?

Flugvélar haldast á lofti vegna þess að þrýstingur undir vængjunum er meiri en þrýstingur ofan þeirra. Flugvélavængir eru þannig í laginu að efra borðið er stærra en það neðra og loftið fer þess vegna lengri leið fyrir ofan.


Hér sést lögun flugvélavængs. Af myndinni sést að loftið fer lengri leið fyrir ofan vænginn en fyrir neðan hann.

Loftstraumurinn fyrir ofan og neðan fer fram hjá vængnum á sama tíma og loftið fyrir ofan fer þess vegna hraðar. Þeim mun hraðar sem loft fer þeim mun minni þrýsting hefur það. Það sem gerist þess vegna þegar flugvél tekst á loft er það að þrýstingsmunurinn á loftinu fyrir neðan væng og ofan, vegur á móti þyngd vélarinnar. Þegar loftið fer nógu hratt lyftist vélin þess vegna og flýgur.

Um þetta er hægt að lesa nánar í svari við spurningunni Hvernig getur sviffluga haldist á lofti og flogið?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Jóhanna Steinunn, f. 1995
Sveinbjörg Sara Baldursdóttir, f. 1995
Þráinn Jónsson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig getur maður flogið?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4907.

JGÞ. (2005, 18. apríl). Hvernig getur maður flogið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4907

JGÞ. „Hvernig getur maður flogið?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4907>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur maður flogið?
Maðurinn getur ekki flogið af eigin rammleik án hjálpartækja eins og fuglarnir og þess vegna gerum við ráð fyrir að spurningin vísi til þess hvernig við getum flogið í flugvél. Þeir sem vilja fræðast um flug fugla geta hins vegar lesið svar við spurningunni: Hvernig geta fuglar flogið?

Flugvélar haldast á lofti vegna þess að þrýstingur undir vængjunum er meiri en þrýstingur ofan þeirra. Flugvélavængir eru þannig í laginu að efra borðið er stærra en það neðra og loftið fer þess vegna lengri leið fyrir ofan.


Hér sést lögun flugvélavængs. Af myndinni sést að loftið fer lengri leið fyrir ofan vænginn en fyrir neðan hann.

Loftstraumurinn fyrir ofan og neðan fer fram hjá vængnum á sama tíma og loftið fyrir ofan fer þess vegna hraðar. Þeim mun hraðar sem loft fer þeim mun minni þrýsting hefur það. Það sem gerist þess vegna þegar flugvél tekst á loft er það að þrýstingsmunurinn á loftinu fyrir neðan væng og ofan, vegur á móti þyngd vélarinnar. Þegar loftið fer nógu hratt lyftist vélin þess vegna og flýgur.

Um þetta er hægt að lesa nánar í svari við spurningunni Hvernig getur sviffluga haldist á lofti og flogið?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....