Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig verða halastjörnur til?

SHB

Halastjörnur eru úr ís, gasi og ryki og urðu til á svipuðum tíma og sólkerfið í heild sinni. Þær eru því nokkurs konar leifar frá myndun þess.

Halastjörnur skiptast í tvo hópa eftir umferðartíma, það er að segja hve lengi þær eru að ferðast einn hring í kringum sólina. Halastjörnur með stuttan umferðartíma (innan við 200 ár) kallast skammferðarhalastjörnur en halastjörnur með langan umferðartíma (yfir 200 ár) kallast langferðarhalastjörnur. Flestar skammferðarhalastjörnur koma frá svonefndu Kuipersbelti, en það er svæði sem inniheldur þúsundir eða milljónir íshnatta rétt fyrir utan braut Neptúnusar.

Hyakutake-halastjarnan var fyrst uppgötvuð 31. janúar 1996. Hún er svonefnd langferðahalastjarna.

Langferðarhalastjörnurnar koma frá svonefndu Oortskýi sem er 50.000-100.000 sinnum lengra frá sólinni en jörðin. Þar leynast áreiðanlega margir milljarðar halastjarna sem stöku sinnum hrökkva af braut sinni og taka stefnuna að sólinni.

Þegar halastjarnan er komin nógu nálægt sólinni byrjar ís, ryk og gas að streym frá henni svo ryk- og gashjúpur verður til umhverfis kjarna hennar. Við þetta verður halastjarnan nógu björt til að greinast í sjónaukum á jörðinni eða sjást með berum augum.

Mynd:

Á Stjörnufræðivefnum er hægt að lesa um halastjörnur.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

26.4.2005

Spyrjandi

Bára Sif Magnúsdóttir

Tilvísun

SHB. „Hvernig verða halastjörnur til?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4943.

SHB. (2005, 26. apríl). Hvernig verða halastjörnur til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4943

SHB. „Hvernig verða halastjörnur til?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4943>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða halastjörnur til?
Halastjörnur eru úr ís, gasi og ryki og urðu til á svipuðum tíma og sólkerfið í heild sinni. Þær eru því nokkurs konar leifar frá myndun þess.

Halastjörnur skiptast í tvo hópa eftir umferðartíma, það er að segja hve lengi þær eru að ferðast einn hring í kringum sólina. Halastjörnur með stuttan umferðartíma (innan við 200 ár) kallast skammferðarhalastjörnur en halastjörnur með langan umferðartíma (yfir 200 ár) kallast langferðarhalastjörnur. Flestar skammferðarhalastjörnur koma frá svonefndu Kuipersbelti, en það er svæði sem inniheldur þúsundir eða milljónir íshnatta rétt fyrir utan braut Neptúnusar.

Hyakutake-halastjarnan var fyrst uppgötvuð 31. janúar 1996. Hún er svonefnd langferðahalastjarna.

Langferðarhalastjörnurnar koma frá svonefndu Oortskýi sem er 50.000-100.000 sinnum lengra frá sólinni en jörðin. Þar leynast áreiðanlega margir milljarðar halastjarna sem stöku sinnum hrökkva af braut sinni og taka stefnuna að sólinni.

Þegar halastjarnan er komin nógu nálægt sólinni byrjar ís, ryk og gas að streym frá henni svo ryk- og gashjúpur verður til umhverfis kjarna hennar. Við þetta verður halastjarnan nógu björt til að greinast í sjónaukum á jörðinni eða sjást með berum augum.

Mynd:

Á Stjörnufræðivefnum er hægt að lesa um halastjörnur.

...