Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þegar við segjum eða skrifum eitthvað "upp úr okkur" þarf það ekki að hafa neitt með veruleikann að gera. Okkur er sem betur fer frjálst að láta okkur detta í hug hvað sem er, segja frá því og skrifa um það með penna eða myndavél og svo framvegis. Þegar ég sit hérna við skjáinn get ég til dæmis auðveldlega hugsað mér íbúðina heima hjá mér, landslagið í einhverju landi þar sem ég var um daginn, skáldsögupersónuna Bjart í Sumarhúsum í sögunni Sjálfstætt fólk, rétthyrndan þríhyrning, drauginn Glám í Grettis sögu, heilagan anda, miðilsfund og þau fyrirbæri sem þar er rætt um, og svo framvegis.


Geimskip úr Star Wars-myndunum.

Þetta frelsi mitt til að hugsa mér hvað sem er er í sjálfu sér algerlega óháð því hvort fyrirbærin sem um ræðir "eru til" í raunveruleikanum eða kannski í einhverjum öðrum skilningi. Hins vegar getur oft komið sér vel fyrir mann sjálfan að gera sér líka grein fyrir því hvort hluturinn sé til. Ef ég ætla til dæmis að kaupa mér flugfarmiða til einhverrar borgar sem allir aðrir telja ekki vera til, þá er að minnsta kosti hætt við að ég sói tímanum til einskis. Ef ég er að aka yfir Hellisheiðina og sé skyndilega eitthvað sem ég kalla draug og held að hann sé til í raun og veru, þá getur það til dæmis orðið til þess að ég keyri útaf með hörmulegum afleiðingum. Þannig getur verið betra að gera sér grein fyrir því hvað "er til" í raun og veru og hvað er bara til í huga eins manns eða margra.

Kvikmyndirnar um Star Wars eru skáldverk í svipaðri merkingu og skáldsögur. Það sem þar er sagt eða sýnt styðst að vísu stundum við "raunveruleikann" en stundum alls ekki. Höfundunum er engan veginn skylt að halda sig við fyrri flokkinn, heldur mega þeir gjarnan lýsa hverju því sem þeim dettur í hug. Við þurfum bara að hafa þetta ríkt í huga þegar við horfum á myndirnar.

Samkvæmt þekkingu nútímans geta engir hlutir í heimi veruleikans farið hraðar en ljósið. Trukkurinn í Star Wars getur hins vegar gert það af því að hann á heima í heimi skáldskaparins.

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Eydís og Anna R

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?“ Vísindavefurinn, 17. október 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49619.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2008, 17. október). Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49619

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49619>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?
Þegar við segjum eða skrifum eitthvað "upp úr okkur" þarf það ekki að hafa neitt með veruleikann að gera. Okkur er sem betur fer frjálst að láta okkur detta í hug hvað sem er, segja frá því og skrifa um það með penna eða myndavél og svo framvegis. Þegar ég sit hérna við skjáinn get ég til dæmis auðveldlega hugsað mér íbúðina heima hjá mér, landslagið í einhverju landi þar sem ég var um daginn, skáldsögupersónuna Bjart í Sumarhúsum í sögunni Sjálfstætt fólk, rétthyrndan þríhyrning, drauginn Glám í Grettis sögu, heilagan anda, miðilsfund og þau fyrirbæri sem þar er rætt um, og svo framvegis.


Geimskip úr Star Wars-myndunum.

Þetta frelsi mitt til að hugsa mér hvað sem er er í sjálfu sér algerlega óháð því hvort fyrirbærin sem um ræðir "eru til" í raunveruleikanum eða kannski í einhverjum öðrum skilningi. Hins vegar getur oft komið sér vel fyrir mann sjálfan að gera sér líka grein fyrir því hvort hluturinn sé til. Ef ég ætla til dæmis að kaupa mér flugfarmiða til einhverrar borgar sem allir aðrir telja ekki vera til, þá er að minnsta kosti hætt við að ég sói tímanum til einskis. Ef ég er að aka yfir Hellisheiðina og sé skyndilega eitthvað sem ég kalla draug og held að hann sé til í raun og veru, þá getur það til dæmis orðið til þess að ég keyri útaf með hörmulegum afleiðingum. Þannig getur verið betra að gera sér grein fyrir því hvað "er til" í raun og veru og hvað er bara til í huga eins manns eða margra.

Kvikmyndirnar um Star Wars eru skáldverk í svipaðri merkingu og skáldsögur. Það sem þar er sagt eða sýnt styðst að vísu stundum við "raunveruleikann" en stundum alls ekki. Höfundunum er engan veginn skylt að halda sig við fyrri flokkinn, heldur mega þeir gjarnan lýsa hverju því sem þeim dettur í hug. Við þurfum bara að hafa þetta ríkt í huga þegar við horfum á myndirnar.

Samkvæmt þekkingu nútímans geta engir hlutir í heimi veruleikans farið hraðar en ljósið. Trukkurinn í Star Wars getur hins vegar gert það af því að hann á heima í heimi skáldskaparins.

Mynd:...