Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða íþróttaverslun notaði vöruheitið „LH MÜLLER - Reykjavík“?

ÞV

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Hver stofnaði verslun með íþróttavörur hérlendis og notaði nafnplötu á seldum vörum, til dæmis skíðum, sem á stóð: „LH MÜLLER - Reykjavík“?
Þetta var einfaldlega Verslun L.H. Müllers en hann var kaupmaður, norskrar ættar, og hafði verslun sína að Austurstræti 17 í húsi sem var rifið upp úr 1960. Hann verslaði meðal annars með vörur til íþrótta og útivistar og var mikill íþróttafrömuður.


L.H. Müller var norskrar ættar og rak lengi verslun að Austurstræti 17, við austurgafl pósthússins, en það hús var rifið nokkru eftir 1960 og stórhýsi reist í staðinn. Müller var einn helsti brautryðjandi skíðaíþrótta á Íslandi. Hann var til dæmis einn af stofnendum og forystumönnum Skíðafélags Reykjavíkur sem reisti Skíðaskálann í Hveradölum. Þar var haldið fyrsta skipulega skíðamótið í landinu árið 1937.

L.H. Müller keypti húsið að Stýrimannastíg 15 árið 1916 og bjó þar lengi. Sonur hans, Leifur Müller, lenti í fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni og ritaði síðar bók um dvöl sína þar.

Verslun L.H. Müllers var ein helsta íþróttavöruverslun bæjarins á sinni tíð. Þar fengust bæði skíði og aðrar vörur til íþrótta og útivistar með því sniði sem þá tíðkaðist, og hafa sumar þeirra sjálfsagt verið merktar versluninni með tilhlýðilegum hætti. Þess var oft minnst þegar rigningar urðu miklar og langvinnar eitt sumarið að L.H. Müller auglýsti þá í útvarpi: „Lokað vegna sólskins.“

Heimild:
  • Páll Líndal, Reykjavík: Sögustaður við Sund, 1-4. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1986-88. Bls. I 52 og III 92.

Höfundur

Útgáfudagur

7.6.2000

Spyrjandi

Þórður Jónsson

Tilvísun

ÞV. „Hvaða íþróttaverslun notaði vöruheitið „LH MÜLLER - Reykjavík“?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=498.

ÞV. (2000, 7. júní). Hvaða íþróttaverslun notaði vöruheitið „LH MÜLLER - Reykjavík“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=498

ÞV. „Hvaða íþróttaverslun notaði vöruheitið „LH MÜLLER - Reykjavík“?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=498>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða íþróttaverslun notaði vöruheitið „LH MÜLLER - Reykjavík“?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Hver stofnaði verslun með íþróttavörur hérlendis og notaði nafnplötu á seldum vörum, til dæmis skíðum, sem á stóð: „LH MÜLLER - Reykjavík“?
Þetta var einfaldlega Verslun L.H. Müllers en hann var kaupmaður, norskrar ættar, og hafði verslun sína að Austurstræti 17 í húsi sem var rifið upp úr 1960. Hann verslaði meðal annars með vörur til íþrótta og útivistar og var mikill íþróttafrömuður.


L.H. Müller var norskrar ættar og rak lengi verslun að Austurstræti 17, við austurgafl pósthússins, en það hús var rifið nokkru eftir 1960 og stórhýsi reist í staðinn. Müller var einn helsti brautryðjandi skíðaíþrótta á Íslandi. Hann var til dæmis einn af stofnendum og forystumönnum Skíðafélags Reykjavíkur sem reisti Skíðaskálann í Hveradölum. Þar var haldið fyrsta skipulega skíðamótið í landinu árið 1937.

L.H. Müller keypti húsið að Stýrimannastíg 15 árið 1916 og bjó þar lengi. Sonur hans, Leifur Müller, lenti í fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni og ritaði síðar bók um dvöl sína þar.

Verslun L.H. Müllers var ein helsta íþróttavöruverslun bæjarins á sinni tíð. Þar fengust bæði skíði og aðrar vörur til íþrótta og útivistar með því sniði sem þá tíðkaðist, og hafa sumar þeirra sjálfsagt verið merktar versluninni með tilhlýðilegum hætti. Þess var oft minnst þegar rigningar urðu miklar og langvinnar eitt sumarið að L.H. Müller auglýsti þá í útvarpi: „Lokað vegna sólskins.“

Heimild:
  • Páll Líndal, Reykjavík: Sögustaður við Sund, 1-4. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1986-88. Bls. I 52 og III 92.
...