Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvernig virkar þurrís?

JGÞ

Munurinn á þurrís og venjulegum klaka er að þurrísinn er frosinn koltvísýringur (koldíoxíð, CO2) en klakinn er frosið vatn.

Þurrísinn er miklu kaldari en venjulegur ísmoli. Það sérstaka við þurrís, eða það hvernig hann virkar, er að að hann "bráðnar" allt öðru vísi en venjulegur klaki. Ísmolinn sem við tökum úr kælinum breytist í vatn þegar hann kólnar og ef vatnið er síðan hitað mjög mikið getur það breyst í gufu. Þurrísinn breytist hins vegar beint í gas við það að "bráðna" og hann fer ekki á vökvaform áður. Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun.


Þurrísinn fer ekki á vökvaform þegar hann "bráðnar" heldur breytist hann í gas. Þurrís er miklu kaldari en venjulegur klaki og hættulegt er að koma við hann með berum höndum. Ef hann er snertur lengur en örskamma stund geta menn fengið kalsár.

Þurrís er búinn til úr koltvísýringsgasi í sérstökum vélum. Þurrís er einnig að finna í náttúrunni en þó ekki á jörðinni. Hann finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru til dæmis aðallega úr þurrís.

Hægt er að lesa fleira um þurrís í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig myndast þurrís og af hverju myndar hann þessa gufu eða reyk þegar hann er settur í vatn? en þetta svar byggir einmitt á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.11.2008

Spyrjandi

Alma Kristín Ólafsdóttir, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig virkar þurrís? “ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2008. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50146.

JGÞ. (2008, 17. nóvember). Hvernig virkar þurrís? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50146

JGÞ. „Hvernig virkar þurrís? “ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2008. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50146>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig virkar þurrís?
Munurinn á þurrís og venjulegum klaka er að þurrísinn er frosinn koltvísýringur (koldíoxíð, CO2) en klakinn er frosið vatn.

Þurrísinn er miklu kaldari en venjulegur ísmoli. Það sérstaka við þurrís, eða það hvernig hann virkar, er að að hann "bráðnar" allt öðru vísi en venjulegur klaki. Ísmolinn sem við tökum úr kælinum breytist í vatn þegar hann kólnar og ef vatnið er síðan hitað mjög mikið getur það breyst í gufu. Þurrísinn breytist hins vegar beint í gas við það að "bráðna" og hann fer ekki á vökvaform áður. Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun.


Þurrísinn fer ekki á vökvaform þegar hann "bráðnar" heldur breytist hann í gas. Þurrís er miklu kaldari en venjulegur klaki og hættulegt er að koma við hann með berum höndum. Ef hann er snertur lengur en örskamma stund geta menn fengið kalsár.

Þurrís er búinn til úr koltvísýringsgasi í sérstökum vélum. Þurrís er einnig að finna í náttúrunni en þó ekki á jörðinni. Hann finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru til dæmis aðallega úr þurrís.

Hægt er að lesa fleira um þurrís í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig myndast þurrís og af hverju myndar hann þessa gufu eða reyk þegar hann er settur í vatn? en þetta svar byggir einmitt á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....