Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig varð klukkan til?

JGÞ

Einfaldasta gerðin af klukku varð til þegar menn ráku lóðrétt prik í jörðina og gátu þá fylgst með því hvernig skugginn af því breyttist yfir daginn. "Klukkur" af þessu tagi kallast sólsprotar.

Í fornöld notuðu menn einnig vatnsklukku og stundaglas til að mæla tímann. Hægt er að lesa um þessi áhöld í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig verkar klukkan?


Einfalt er að búa til sólsprota.

Á 16. og 17. öld fóru menn svo að nota pendúlklukkur en í þeim eru sveiflur pendúlsins taldar og þær stjórna síðan vísunum á klukkuskífunni.

Í flestum nútímaklukkum og armbandsúrum er hins vegar ekki notaður pendúll heldur þess í stað eins konar „tónkvísl“ úr kvartskristal sem titrar með ákveðinni tíðni. Um kvarsúrin segir þetta í svari Kristjáns Leóssonar við spurningunni Hvað er frumeindaklukka?:
Stærð og lögun kristalsins ákvarða sveiflutíðnina og hún er oft valin nálægt 30 kHz (30 þúsund sveiflur á sekúndu). Kvartskristall hefur þann eiginleika að ef hann breytir lögun sinni þá myndast örlítil rafspenna á yfirborði hans. Sveiflum kristalsins má því breyta í rafboð með sömu sveiflutíðni. Örrásir taka við rafboðunum, nota þau til að ákvarða lengd einnar sekúndu eða mínútu og stjórna úrverkinu sem færir vísa klukkunnar. Venjulegar kvartsklukkur eru það nákvæmar að þeim skeikar ekki um meira en eina sekúndu á sólarhring. Slík frávik geta flestir sætt sig við.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

21.11.2008

Spyrjandi

Bjarki, Þór og Egill, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig varð klukkan til?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50317.

JGÞ. (2008, 21. nóvember). Hvernig varð klukkan til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50317

JGÞ. „Hvernig varð klukkan til?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50317>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð klukkan til?
Einfaldasta gerðin af klukku varð til þegar menn ráku lóðrétt prik í jörðina og gátu þá fylgst með því hvernig skugginn af því breyttist yfir daginn. "Klukkur" af þessu tagi kallast sólsprotar.

Í fornöld notuðu menn einnig vatnsklukku og stundaglas til að mæla tímann. Hægt er að lesa um þessi áhöld í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig verkar klukkan?


Einfalt er að búa til sólsprota.

Á 16. og 17. öld fóru menn svo að nota pendúlklukkur en í þeim eru sveiflur pendúlsins taldar og þær stjórna síðan vísunum á klukkuskífunni.

Í flestum nútímaklukkum og armbandsúrum er hins vegar ekki notaður pendúll heldur þess í stað eins konar „tónkvísl“ úr kvartskristal sem titrar með ákveðinni tíðni. Um kvarsúrin segir þetta í svari Kristjáns Leóssonar við spurningunni Hvað er frumeindaklukka?:
Stærð og lögun kristalsins ákvarða sveiflutíðnina og hún er oft valin nálægt 30 kHz (30 þúsund sveiflur á sekúndu). Kvartskristall hefur þann eiginleika að ef hann breytir lögun sinni þá myndast örlítil rafspenna á yfirborði hans. Sveiflum kristalsins má því breyta í rafboð með sömu sveiflutíðni. Örrásir taka við rafboðunum, nota þau til að ákvarða lengd einnar sekúndu eða mínútu og stjórna úrverkinu sem færir vísa klukkunnar. Venjulegar kvartsklukkur eru það nákvæmar að þeim skeikar ekki um meira en eina sekúndu á sólarhring. Slík frávik geta flestir sætt sig við.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....