Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er fjármálakreppa?

Gylfi Magnússon

Fjármálakreppur eru vel þekkt fyrirbæri og aðdragandi þeirrar sem Ísland stendur nú frammi fyrir er um margt svipaður og önnur lönd hafa áður upplifað. Fjármálakreppur koma alla jafna í kjölfar mikils og örs uppgangs þar sem mikið framboð hefur verið af lánsfé, almenn bjartsýni ríkt og eignaverð hækkað ört. Hækkun eignaverðs við þessar aðstæður er oft líkt við bólu, sem þenst fyrst út en springur síðan. Eftir að bólan springur situr fjöldi heimila og fyrirtækja eftir með miklar skuldir en verðlitlar eignir og lánastofnanir lenda í verulegum vandræðum.

Viðbrögð við yfirvofandi fjármálakreppu eru alla jafna að reyna að bjarga fjármálakerfinu með því að leggja fjármálastofnunum til lánsfé og eigið fé, losa þær við vandræðaeignir eða veita þeim ábyrgðir. Það þarf þó ekki að takast í öllum tilfellum og jafnvel þótt hruni verði afstýrt getur björgunin orðið afar dýr.

Þegar uppgangur er mikill, nægt lánsfé er til staðar og almenn bjartsýni ríkir, hækkar eignaverð ört. Hækkuninni er stundum líkt við bólu, sem þenst fyrst út en springur síðan. Eftir að bólan springur situr fjöldi heimila og fyrirtækja eftir með miklar skuldir en verðlitlar eignir og lánastofnanir lenda í verulegum vandræðum.

Bjartsýnin sem einkennir vaxtarskeið eignaverðsbólu er oft réttlætt með vísan til breytinga í efnahagslífi, einhverra nýjunga sem gera meiri hagnað og örari vöxt en áður mögulegan. Á 19. öld gegndu járnbrautir þessu hlutverki í Bandaríkjunum og hlutabréf í fyrirtækjum sem tengdust þeim hækkuðu upp úr öllu valdi. Á síðasta áratug tuttugustu aldar voru það netviðskipti og líftækni og síðastliðin ár hefur hin svokallaða útrás verið notuð sem skýring hérlendis.

Fjármálakerfi búa til peninga, útlán verða aftur að innlánum, sem aftur verða útlán og þannig koll af kolli. Það fé getur horfið aftur ef fjármálastofnanir halda að sér höndum við útlán. Slíkur vöxtur og síðan samdráttur peningamagns hefur mikil áhrif á hagkerfið allt. Þannig geta vandræði í fjármálageiranum haft slæm áhrif á allt hagkerfið og meðal annars valdið fjöldagjaldþrotum, samdrætti landsframleiðslu, atvinnuleysi og falli kaupmáttar.

Samdráttur vegna fjármálakreppu þarf þó ekki að verða mjög langvarandi ef haldið er sæmilega á spilunum. Allar grunnstoðir eru alla jafna áfram til staðar og það á að vera hægt að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað. Þau lönd sem hafa farið verst út úr fjármálakreppum hafa í kjölfar þeirra lent í algjöru öngþveiti og upplausn en þá hefur stjórnskipulagið alla jafna verið ótraust fyrir.

Þeim sem vilja kynna sér þessi efni betur er meðal annars bent á eftirfarandi bækur:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.12.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er fjármálakreppa?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50741.

Gylfi Magnússon. (2008, 18. desember). Hvað er fjármálakreppa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50741

Gylfi Magnússon. „Hvað er fjármálakreppa?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50741>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er fjármálakreppa?
Fjármálakreppur eru vel þekkt fyrirbæri og aðdragandi þeirrar sem Ísland stendur nú frammi fyrir er um margt svipaður og önnur lönd hafa áður upplifað. Fjármálakreppur koma alla jafna í kjölfar mikils og örs uppgangs þar sem mikið framboð hefur verið af lánsfé, almenn bjartsýni ríkt og eignaverð hækkað ört. Hækkun eignaverðs við þessar aðstæður er oft líkt við bólu, sem þenst fyrst út en springur síðan. Eftir að bólan springur situr fjöldi heimila og fyrirtækja eftir með miklar skuldir en verðlitlar eignir og lánastofnanir lenda í verulegum vandræðum.

Viðbrögð við yfirvofandi fjármálakreppu eru alla jafna að reyna að bjarga fjármálakerfinu með því að leggja fjármálastofnunum til lánsfé og eigið fé, losa þær við vandræðaeignir eða veita þeim ábyrgðir. Það þarf þó ekki að takast í öllum tilfellum og jafnvel þótt hruni verði afstýrt getur björgunin orðið afar dýr.

Þegar uppgangur er mikill, nægt lánsfé er til staðar og almenn bjartsýni ríkir, hækkar eignaverð ört. Hækkuninni er stundum líkt við bólu, sem þenst fyrst út en springur síðan. Eftir að bólan springur situr fjöldi heimila og fyrirtækja eftir með miklar skuldir en verðlitlar eignir og lánastofnanir lenda í verulegum vandræðum.

Bjartsýnin sem einkennir vaxtarskeið eignaverðsbólu er oft réttlætt með vísan til breytinga í efnahagslífi, einhverra nýjunga sem gera meiri hagnað og örari vöxt en áður mögulegan. Á 19. öld gegndu járnbrautir þessu hlutverki í Bandaríkjunum og hlutabréf í fyrirtækjum sem tengdust þeim hækkuðu upp úr öllu valdi. Á síðasta áratug tuttugustu aldar voru það netviðskipti og líftækni og síðastliðin ár hefur hin svokallaða útrás verið notuð sem skýring hérlendis.

Fjármálakerfi búa til peninga, útlán verða aftur að innlánum, sem aftur verða útlán og þannig koll af kolli. Það fé getur horfið aftur ef fjármálastofnanir halda að sér höndum við útlán. Slíkur vöxtur og síðan samdráttur peningamagns hefur mikil áhrif á hagkerfið allt. Þannig geta vandræði í fjármálageiranum haft slæm áhrif á allt hagkerfið og meðal annars valdið fjöldagjaldþrotum, samdrætti landsframleiðslu, atvinnuleysi og falli kaupmáttar.

Samdráttur vegna fjármálakreppu þarf þó ekki að verða mjög langvarandi ef haldið er sæmilega á spilunum. Allar grunnstoðir eru alla jafna áfram til staðar og það á að vera hægt að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað. Þau lönd sem hafa farið verst út úr fjármálakreppum hafa í kjölfar þeirra lent í algjöru öngþveiti og upplausn en þá hefur stjórnskipulagið alla jafna verið ótraust fyrir.

Þeim sem vilja kynna sér þessi efni betur er meðal annars bent á eftirfarandi bækur:

Mynd:...