Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað eru Chandrasekhar-mörk?

SIV

Chandrasekhar-mörk eða Chandrasekhar-massi koma við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar-mörkin myndar hann hvítan dverg en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar-massinn er um 1,4 sólarmassar.


Í stjörnum eins og sólinni okkar er gífurlegt efnismagn saman komið. Einhvers konar þrýstikraftur hlýtur að verka gegn þyngdarkraftinum til að sporna við því að stjarnan falli saman. Stjörnur eins og sólin okkar brenna vetni í kjarna sínum og helín myndast með kjarnasamruna. Þannig myndast gífurlegur hiti og þrýstingur sem verkar gegn samþjöppuninni og jafnvægi næst.

En á endanum klárast vetniseldsneytið. Þá tekur við skemmra tímabil meðan önnur kjarnahvörf fara fram, svo sem samruni helíns, samruni kolefnis og fleira. Það er raunar háð massa stjörnunnar hvort þessi hvörf geta farið fram. En með þeim myndast þyngri frumefni, allt að járni. En samruni járns eða myndun þaðan af þyngri frumefna skilar ekki orku og því safnast fyrir járnkjarni í iðrum stjörnu sem hefur haft nógu mikinn massa í upphafi til að þessi þróun gengi til enda.

Enn sem fyrr reynir þyngdarkrafturinn að þjappa þessum járnkjarna saman. Sé massi hans undir Chandrasekhar-massanum getur svokallaður rafeindaþrýstingur haldið þyngdarkraftinum í skefjum. Þá hefur myndast hvítur dvergur. En sé massinn meiri en Chandrasekhar-massinn getur rafeindaþrýstingur ekki haldið kjarnanum uppi og hann fellur því saman og myndar nifteindastjörnu eða svarthol.

Að lokum er rétt að ítreka að Chandrasekhar-mörkin miðast við lokamassa kjarnans en ekki upphafsmassa sólstjörnunnar.

Ítarlegri umfjöllun um stjörnuþróun má finna í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig myndast svarthol í geimnum?. Þá er fjallað um svokölluð Schönberg-Chandrasekhar-mörk í svari við spurningu um þau.

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

14.6.2000

Spyrjandi

Sævar Helgi Bragason

Tilvísun

SIV. „Hvað eru Chandrasekhar-mörk?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2000. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=512.

SIV. (2000, 14. júní). Hvað eru Chandrasekhar-mörk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=512

SIV. „Hvað eru Chandrasekhar-mörk?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2000. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=512>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru Chandrasekhar-mörk?
Chandrasekhar-mörk eða Chandrasekhar-massi koma við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar-mörkin myndar hann hvítan dverg en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar-massinn er um 1,4 sólarmassar.


Í stjörnum eins og sólinni okkar er gífurlegt efnismagn saman komið. Einhvers konar þrýstikraftur hlýtur að verka gegn þyngdarkraftinum til að sporna við því að stjarnan falli saman. Stjörnur eins og sólin okkar brenna vetni í kjarna sínum og helín myndast með kjarnasamruna. Þannig myndast gífurlegur hiti og þrýstingur sem verkar gegn samþjöppuninni og jafnvægi næst.

En á endanum klárast vetniseldsneytið. Þá tekur við skemmra tímabil meðan önnur kjarnahvörf fara fram, svo sem samruni helíns, samruni kolefnis og fleira. Það er raunar háð massa stjörnunnar hvort þessi hvörf geta farið fram. En með þeim myndast þyngri frumefni, allt að járni. En samruni járns eða myndun þaðan af þyngri frumefna skilar ekki orku og því safnast fyrir járnkjarni í iðrum stjörnu sem hefur haft nógu mikinn massa í upphafi til að þessi þróun gengi til enda.

Enn sem fyrr reynir þyngdarkrafturinn að þjappa þessum járnkjarna saman. Sé massi hans undir Chandrasekhar-massanum getur svokallaður rafeindaþrýstingur haldið þyngdarkraftinum í skefjum. Þá hefur myndast hvítur dvergur. En sé massinn meiri en Chandrasekhar-massinn getur rafeindaþrýstingur ekki haldið kjarnanum uppi og hann fellur því saman og myndar nifteindastjörnu eða svarthol.

Að lokum er rétt að ítreka að Chandrasekhar-mörkin miðast við lokamassa kjarnans en ekki upphafsmassa sólstjörnunnar.

Ítarlegri umfjöllun um stjörnuþróun má finna í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig myndast svarthol í geimnum?. Þá er fjallað um svokölluð Schönberg-Chandrasekhar-mörk í svari við spurningu um þau....