Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?

JGÞ

Til eru sérstök lög um launakjör forseta Íslands, nr. 10/1990. Í þeim kemur fram að launakjör hans eru ákveðin af kjararáði. Ákvæði um skattfrelsi forsetans var fellt niður árið 2000 með breytingu á fyrrnefndum lögum. Fyrir þann tíma var forsetinn "undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum".

Forseti Íslands borgar þess vegna skatta af tekjum sínum og engin skattfríðindi gilda um maka forsetans.

Á myndinni hér til hliðar sjást núverandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, ásamt Friðriki krónprins Danmerkur og konu hans Mary. Þau eru við bústað forsetans.

Nokkur fríðindi fylgja þó starfi forseta Íslands, því hann hefur "ókeypis bústað, ljós og hita", eins og það er orðað í lögunum. Gera má ráð fyrir að forsetinn þurfi þarafleiðandi ekki að borga fyrir öll rafmagnstæki sem eru í notkun í bústað hans, þó að í lögunun standi bara "ljós".

Einnig er tilgreint í lögunum að allan útlagðan kostnað "forseta vegna rekstrar embættisins ber að greiða sérstaklega úr ríkissjóði."

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.2.2009

Spyrjandi

Bergdís Agnarsdóttir, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51411.

JGÞ. (2009, 19. febrúar). Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51411

JGÞ. „Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51411>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?
Til eru sérstök lög um launakjör forseta Íslands, nr. 10/1990. Í þeim kemur fram að launakjör hans eru ákveðin af kjararáði. Ákvæði um skattfrelsi forsetans var fellt niður árið 2000 með breytingu á fyrrnefndum lögum. Fyrir þann tíma var forsetinn "undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum".

Forseti Íslands borgar þess vegna skatta af tekjum sínum og engin skattfríðindi gilda um maka forsetans.

Á myndinni hér til hliðar sjást núverandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, ásamt Friðriki krónprins Danmerkur og konu hans Mary. Þau eru við bústað forsetans.

Nokkur fríðindi fylgja þó starfi forseta Íslands, því hann hefur "ókeypis bústað, ljós og hita", eins og það er orðað í lögunum. Gera má ráð fyrir að forsetinn þurfi þarafleiðandi ekki að borga fyrir öll rafmagnstæki sem eru í notkun í bústað hans, þó að í lögunun standi bara "ljós".

Einnig er tilgreint í lögunum að allan útlagðan kostnað "forseta vegna rekstrar embættisins ber að greiða sérstaklega úr ríkissjóði."

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...