Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er Katla í Lakagígum?

EDS

Nei, Katla er ekki í Lakagígum.

Katla er megineldstöð í Mýrdalsjökli. Katla er eitt af virkustu eldfjöllum Íslands en talið er að hún hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Árið 1955 kom reyndar hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan gosi undir jökli en vegna þess hversu smávægilegt það var miðað við önnur hlaup hefur það verið sett í sviga þegar talað er um Kötlugos.

Tíminn sem liðið hefur milli Kötlugosa er allt frá 13 árum og upp í um 80 ár. Miðað við þann tíma sem liðinn er frá síðasta gosi getur verið von á Kötlugosi á næstu árum og fylgjast vísindamenn vel með fjallinu.



Lakagígar eru í Vestur-Skaftafellsýslu og því töluvert austar en Katla. Lakagígar eru um 25 km löng gígaröð sem myndaðist í Skaftáreldum (1783–1784). Það er eitt af mestu eldgosum frá upphafi Íslandsbyggðar og það gos sem mest hraun hefur runnið frá á sögulegum tíma.

Lakagígar eru kenndir við móbergsfjallið Laka sem liggur í gígaröðinni. Gígarnir eru rúmlega 100 talsins, gjallgígar eru flestir og stærstir en einnig eru þar klepra- og hverfjallsgígar. Gígarnir eru misjafnir bæði að stærð og lögun, sumir eru kringlóttir en aðrir aflangir og rísa hæstu gígarnir 100 metra yfir umhverfi sitt.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

21.4.2009

Spyrjandi

Sunna Líf Þórarinsdóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Er Katla í Lakagígum?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51868.

EDS. (2009, 21. apríl). Er Katla í Lakagígum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51868

EDS. „Er Katla í Lakagígum?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51868>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Katla í Lakagígum?
Nei, Katla er ekki í Lakagígum.

Katla er megineldstöð í Mýrdalsjökli. Katla er eitt af virkustu eldfjöllum Íslands en talið er að hún hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Árið 1955 kom reyndar hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan gosi undir jökli en vegna þess hversu smávægilegt það var miðað við önnur hlaup hefur það verið sett í sviga þegar talað er um Kötlugos.

Tíminn sem liðið hefur milli Kötlugosa er allt frá 13 árum og upp í um 80 ár. Miðað við þann tíma sem liðinn er frá síðasta gosi getur verið von á Kötlugosi á næstu árum og fylgjast vísindamenn vel með fjallinu.



Lakagígar eru í Vestur-Skaftafellsýslu og því töluvert austar en Katla. Lakagígar eru um 25 km löng gígaröð sem myndaðist í Skaftáreldum (1783–1784). Það er eitt af mestu eldgosum frá upphafi Íslandsbyggðar og það gos sem mest hraun hefur runnið frá á sögulegum tíma.

Lakagígar eru kenndir við móbergsfjallið Laka sem liggur í gígaröðinni. Gígarnir eru rúmlega 100 talsins, gjallgígar eru flestir og stærstir en einnig eru þar klepra- og hverfjallsgígar. Gígarnir eru misjafnir bæði að stærð og lögun, sumir eru kringlóttir en aðrir aflangir og rísa hæstu gígarnir 100 metra yfir umhverfi sitt.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...