Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?

EDS

Munurinn er sá að Suðurskautslandið er meginland en suðurpóllinn einn ákveðinn staður á þessu meginlandi.

Suðurskautslandið eða Antarktíka er meginland á syðsta hluta jarðarinnar. Það er um 14,4 milljón km2 að flatarmáli og fimmta í röðinni ef talið er frá stærstu heimsálfunni til þeirrar minnstu. Þetta er eina heimsálfan þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu en þar dvelja þó alltaf vísindamenn við rannsóknarstörf.

Suðurpóllinn er hins vegar aðeins einn punktur þar sem möndull jarðar sker jörðina í suðri. Þessi punktur er einnig kallaður suðurskautið eða suðurheimskautið. Gagnstætt honum í norðri er norðurpóllinn eða norðurheimskautið.

Þar sem suðurpóllinn er á Suðurskautslandinu notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun við meginlandið en ekki þennan eina punkt.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.3.2009

Spyrjandi

Alexandra Kristjánsdóttir, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51881.

EDS. (2009, 13. mars). Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51881

EDS. „Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51881>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?
Munurinn er sá að Suðurskautslandið er meginland en suðurpóllinn einn ákveðinn staður á þessu meginlandi.

Suðurskautslandið eða Antarktíka er meginland á syðsta hluta jarðarinnar. Það er um 14,4 milljón km2 að flatarmáli og fimmta í röðinni ef talið er frá stærstu heimsálfunni til þeirrar minnstu. Þetta er eina heimsálfan þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu en þar dvelja þó alltaf vísindamenn við rannsóknarstörf.

Suðurpóllinn er hins vegar aðeins einn punktur þar sem möndull jarðar sker jörðina í suðri. Þessi punktur er einnig kallaður suðurskautið eða suðurheimskautið. Gagnstætt honum í norðri er norðurpóllinn eða norðurheimskautið.

Þar sem suðurpóllinn er á Suðurskautslandinu notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun við meginlandið en ekki þennan eina punkt.

Mynd: ...