Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er hægt að matreiða og borða kaktus?

Birta Líf Hauksdóttir og Krista Sól Nielsen

Kaktusar eru svonefndar safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae). Orðið kaktus kemur upprunalega úr forngrísku. Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), sem var fyrsti grasafræðingurinn, notaði það um þyrnótta plöntu sem ekki er vitað hver er.

Það má grilla kaktusblöð en nauðsynlegt er að fjarlægja þyrnana fyrst.

Til eru um 1.800 tegundir af kaktusum og eru þær af mörgum stærðum og gerðum. Sú hæsta þeirra heitir Pachycereus pringlei. Hún getur orðið rúmlega 19 m há. Minnsti kaktus sem þekkur er verður aðeins um 1 cm þegar hann er fullvaxinn en hann er af tegund sem kallast Blossfeldia liliputana.

Steiktur kaktus með kjötbollum og lauk.

Kaktusar koma frá Ameríku en hafa breiðst þaðan út til annarra landa. Þeir eru vinsælir í matargerð, sérstaklega í Mexíkó og löndum Mið-Ameríku. Margir kaktusar bera æt aldin og einnig má borða stöngla þeirra. Kaktusar bragðast þó misvel og henta misvel til matar. Suma kaktusa er betra að elda á meðan aðra er allt í lagi að borða hráa.

Aldin kaktustegundarinnar Opuntia ficus-indica kallast 'tuna' á erlendum málum. Það þykir mjög ljúffengt.

Fíkjukatus af tegundinni Opuntia ficus-indica hefur öldum saman verið ræktaður í Mexíkó og víðar í Ameríku en einnig í löndunum umhverfis Miðjarðarhafið. Þessi tegund er fyrst og fremst ræktuð vegna aldinanna en þeim er líkt við safamikla og mjög sæta vatnsmelónu. Blöð eða stönglar kaktussins eru einnig nýtt. Stönglana er hægt að skera í strimla og steikja og hafa þeir þá bragð og áferð líkt og strengjabaunir. Einnig er hægt að sjóða stönglana eða nota hráa.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

12.6.2015

Spyrjandi

Sólveig Rán Stefánsdóttir

Tilvísun

Birta Líf Hauksdóttir og Krista Sól Nielsen. „Er hægt að matreiða og borða kaktus?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2015. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51979.

Birta Líf Hauksdóttir og Krista Sól Nielsen. (2015, 12. júní). Er hægt að matreiða og borða kaktus? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51979

Birta Líf Hauksdóttir og Krista Sól Nielsen. „Er hægt að matreiða og borða kaktus?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2015. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51979>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að matreiða og borða kaktus?
Kaktusar eru svonefndar safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae). Orðið kaktus kemur upprunalega úr forngrísku. Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), sem var fyrsti grasafræðingurinn, notaði það um þyrnótta plöntu sem ekki er vitað hver er.

Það má grilla kaktusblöð en nauðsynlegt er að fjarlægja þyrnana fyrst.

Til eru um 1.800 tegundir af kaktusum og eru þær af mörgum stærðum og gerðum. Sú hæsta þeirra heitir Pachycereus pringlei. Hún getur orðið rúmlega 19 m há. Minnsti kaktus sem þekkur er verður aðeins um 1 cm þegar hann er fullvaxinn en hann er af tegund sem kallast Blossfeldia liliputana.

Steiktur kaktus með kjötbollum og lauk.

Kaktusar koma frá Ameríku en hafa breiðst þaðan út til annarra landa. Þeir eru vinsælir í matargerð, sérstaklega í Mexíkó og löndum Mið-Ameríku. Margir kaktusar bera æt aldin og einnig má borða stöngla þeirra. Kaktusar bragðast þó misvel og henta misvel til matar. Suma kaktusa er betra að elda á meðan aðra er allt í lagi að borða hráa.

Aldin kaktustegundarinnar Opuntia ficus-indica kallast 'tuna' á erlendum málum. Það þykir mjög ljúffengt.

Fíkjukatus af tegundinni Opuntia ficus-indica hefur öldum saman verið ræktaður í Mexíkó og víðar í Ameríku en einnig í löndunum umhverfis Miðjarðarhafið. Þessi tegund er fyrst og fremst ræktuð vegna aldinanna en þeim er líkt við safamikla og mjög sæta vatnsmelónu. Blöð eða stönglar kaktussins eru einnig nýtt. Stönglana er hægt að skera í strimla og steikja og hafa þeir þá bragð og áferð líkt og strengjabaunir. Einnig er hægt að sjóða stönglana eða nota hráa.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...