Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?

Jónas Magnússon og Magnús Jóhannsson

Tvíburabróðir er graftarkýli sem myndast á sumu fólki milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu.


Á sumu fólki er gat í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er oft fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæðum þá myndast óhjákvæmilega sýking í holrýminu. Þá verður þar bólga og eymsli og úr vilsar gröftur og oft smáblæðing og er það kallað tvíburabróðir í daglegu máli. Í íðorðasafni lækna er þetta nefnt hæruskúti. Latneska fræðiheitið er sinus pilonidalis og enska heitið 'pilonidal sinus'.

Þessar holur eru meðfæddar að öllum líkindum og stafa frá flóknu ferli þar sem húðin á bakinu lokast yfir vefi sem mynda taugakerfið á fósturstigi. Miklu alvarlegri gallar af sama toga eru klofinn hryggur og mæna.

Við höfum fundið rannsókn frá N-Ameríku þar sem tíðni (algengi) þessa meins var um 1% hjá karlmönnum og 0,1% hjá konum en okkur er ekki kunnugt um hvort tíðni hefur verið rannsökuð hér á landi. Þetta er líklega algengast hjá hvíta kynstofninum en sjaldgæfara hjá fólki af afrískum eða asískum uppruna.

Höfundar

prófessor í læknisfræði við HÍ

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

15.6.2000

Spyrjandi

Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir

Tilvísun

Jónas Magnússon og Magnús Jóhannsson. „Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=520.

Jónas Magnússon og Magnús Jóhannsson. (2000, 15. júní). Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=520

Jónas Magnússon og Magnús Jóhannsson. „Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=520>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?
Tvíburabróðir er graftarkýli sem myndast á sumu fólki milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu.


Á sumu fólki er gat í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er oft fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæðum þá myndast óhjákvæmilega sýking í holrýminu. Þá verður þar bólga og eymsli og úr vilsar gröftur og oft smáblæðing og er það kallað tvíburabróðir í daglegu máli. Í íðorðasafni lækna er þetta nefnt hæruskúti. Latneska fræðiheitið er sinus pilonidalis og enska heitið 'pilonidal sinus'.

Þessar holur eru meðfæddar að öllum líkindum og stafa frá flóknu ferli þar sem húðin á bakinu lokast yfir vefi sem mynda taugakerfið á fósturstigi. Miklu alvarlegri gallar af sama toga eru klofinn hryggur og mæna.

Við höfum fundið rannsókn frá N-Ameríku þar sem tíðni (algengi) þessa meins var um 1% hjá karlmönnum og 0,1% hjá konum en okkur er ekki kunnugt um hvort tíðni hefur verið rannsökuð hér á landi. Þetta er líklega algengast hjá hvíta kynstofninum en sjaldgæfara hjá fólki af afrískum eða asískum uppruna. ...