Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?

Sólveig Dóra Magnúsdóttir

Áður en fjallað verður um hvítblæði er rétt segja aðeins frá blóðmyndandi vef en blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma og þremur frumutegundum sem eru:

  • Blóðflögur: hlutverk þeirra er að hjálpa til við storknun blóðs og stjórna því að blóðið storkni ekki of hægt eða of hratt.
  • Hvít blóðkorn: hlutverk þeirra er að verja líkamann gegn sýkingum og sjúkdómum. Þeim er skipt í eitilfrumur og mergfrumur.
  • Rauð blóðkorn: hlutverk þeirra er að flytja súrefnisríkt blóð frá lungum og til vefjanna, og koltvísýring til baka svo hægt sé að losa líkamann við hann. Rauðu blóðkornin gefa blóðinu þann lit sem það hefur.

Hvítblæði er ein tegund krabbameina. Krabbamein eiga það sameiginlegt að verða til við það að ákveðnar frumur í líkamanum verða óeðlilegar að gerð og á þeim verður óeðlileg og tilgangslaus fjölgun. Hvítblæði er skilgreint sem æxliskennd fjölgun á forstigum hvítra blóðkorna og eru þau flokkuð eftir þeirri frumutegund sem fjölgunin verður á. Æxlisvöxtur í blóðmyndandi vef er yfirleitt frábrugðinn öðrum æxlisvef á þann hátt, að ekki er um afmarkaðan æxlisvöxt að ræða heldur vaxa æxlisfrumurnar dreift um beinmerginn og einnig vaxa frumurnar inn í ýmsa aðra vefi og valda þá almennri stækkun þeirra líffæra, en sjaldan er um afmarkaða æxlishnúta að ræða.

Til eru nokkrar gerðir af hvítblæði og er það flokkað eftir annars vegar hversu hraður sjúkdómsgangurinn er og hins vegar hvaða frumutegund það er sem fjölgar sér óeðlilega. Bráðahvítblæði (acute leukemia) einkennist af óþroskuðum frumum sem geta ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað og sjúkdómsgangurinn er hraður. Langvinnt hvítblæði (chronic leukemia) einkennist af frumum sem eru meira þroskaðar og geta sinnt sínu hlutverki að hluta og því er sjúkdómsgangurinn hægari. Hvítblæði getur komið fram í bæði eitilfrumum og mergfrumum.

Algengustu tegundir hvítblæðis eru:

  • Bráðahvítblæði í eitilfrumum (ALL=acute lymphocytic leukemia). Þetta form er algengast í börnum og unglingum en sést einnig hjá fullorðnum og þá sérstaklega aldurshópnum 65 ára og eldri.
  • Bráðahvítblæði í mergfrumum (AML=acute myeloid leukemia). Þetta form sést á öllum aldri en þó yfirleitt í fullorðnu fólki.
  • Langvinnt hvítblæði í eitilfrumum (CLL=chronic lymphocytic leukemia). Þetta form er algengast að sjá í aldurshópnum 55 ára og eldri, það sést hjá yngri einstaklingum en er mjög sjaldgæft í börnum.
  • Langvinnt hvítblæði í mergfrumum (CML=chronic myeloid leukemia). Þetta form er algengast í eldra fólki, sjaldgæft er að sjá þetta form í börnum.

Orsakir hvítblæðis eru ekki þekktar þó að vitað sé að jónandi geislun, veirur, erfðir og ýmis kemísk efni geti spilað þarna inn í. Enn er verið að rannsaka hlutverk þessara þátta í sjúkdómsmyndinni. Það sem þó er vitað er að sjúkdómurinn er algengari í körlum en konum og algengari í hvítu fólki en dökku fólki.

Sjúklingar með hvítblæði hafa óeðlileg hvít blóðkorn sem geta ekki gegnt hlutverki sínu sem er að verjast sjúkdómum og sýkingum og fá þessir einstaklingar því oft sýkingu og hita. Hvítblæði fylgir einnig að vöxtur annarra blóðmyndandi fruma er truflaður að einhverju marki. Því kemur oft fram skortur á rauðum blóðkornum sem veldur því að flutningur á súrefni til vefjanna er ekki nægilegur og þessir sjúklingar verða þreyttir, slappir og fölir á að líta. Einnig getur komið fram fækkun á blóðflögum og því getur þessum sjúklingum blætt óeðlilega við minnsta tilefni og eru þeir einnig gjarnir á að fá marbletti.

Helstu einkenni hvítblæðis eru:

  • Slappleiki og þreyta
  • Tíðar sýkingar
  • Hiti, hrollur og önnur flensulík einkenni
  • Lystarleysi sem þá gjarnan fylgir megrun
  • Nætursviti
  • Bólgnir eitlar
  • Punktblæðingar, það er litlir rauðir flekkir á stærð við títuprjónshaus sjást á húðinni
  • Marblettir við lítinn áverka
  • Bólgur og blæðingar í tannholdi
  • Verkir í beinum og liðum

Í hvítblæði geta óeðlilegu hvítu blóðkornin, það er hinar raunverulegu krabbameinsfrumur, safnast fyrir í heilanum og/eða mænunni. Þetta veldur því að sjúklingurinn finnur fyrir höfuðverk, ógleði og uppköstum, verður illa áttaður og krampar geta komið fram. Sama gildir í raun um öll önnur líffæri, eistu, meltingarveg, lungu og svo framvegis, að hvítblæðifrumurnar geta safnast þar fyrir og fer það eftir líffærum hver einkennin eru.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Þetta svar er hluti af lengri pistli um hvítblæði á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

3.4.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. „Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2009. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52231.

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. (2009, 3. apríl). Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52231

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. „Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2009. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52231>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?
Áður en fjallað verður um hvítblæði er rétt segja aðeins frá blóðmyndandi vef en blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma og þremur frumutegundum sem eru:

  • Blóðflögur: hlutverk þeirra er að hjálpa til við storknun blóðs og stjórna því að blóðið storkni ekki of hægt eða of hratt.
  • Hvít blóðkorn: hlutverk þeirra er að verja líkamann gegn sýkingum og sjúkdómum. Þeim er skipt í eitilfrumur og mergfrumur.
  • Rauð blóðkorn: hlutverk þeirra er að flytja súrefnisríkt blóð frá lungum og til vefjanna, og koltvísýring til baka svo hægt sé að losa líkamann við hann. Rauðu blóðkornin gefa blóðinu þann lit sem það hefur.

Hvítblæði er ein tegund krabbameina. Krabbamein eiga það sameiginlegt að verða til við það að ákveðnar frumur í líkamanum verða óeðlilegar að gerð og á þeim verður óeðlileg og tilgangslaus fjölgun. Hvítblæði er skilgreint sem æxliskennd fjölgun á forstigum hvítra blóðkorna og eru þau flokkuð eftir þeirri frumutegund sem fjölgunin verður á. Æxlisvöxtur í blóðmyndandi vef er yfirleitt frábrugðinn öðrum æxlisvef á þann hátt, að ekki er um afmarkaðan æxlisvöxt að ræða heldur vaxa æxlisfrumurnar dreift um beinmerginn og einnig vaxa frumurnar inn í ýmsa aðra vefi og valda þá almennri stækkun þeirra líffæra, en sjaldan er um afmarkaða æxlishnúta að ræða.

Til eru nokkrar gerðir af hvítblæði og er það flokkað eftir annars vegar hversu hraður sjúkdómsgangurinn er og hins vegar hvaða frumutegund það er sem fjölgar sér óeðlilega. Bráðahvítblæði (acute leukemia) einkennist af óþroskuðum frumum sem geta ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað og sjúkdómsgangurinn er hraður. Langvinnt hvítblæði (chronic leukemia) einkennist af frumum sem eru meira þroskaðar og geta sinnt sínu hlutverki að hluta og því er sjúkdómsgangurinn hægari. Hvítblæði getur komið fram í bæði eitilfrumum og mergfrumum.

Algengustu tegundir hvítblæðis eru:

  • Bráðahvítblæði í eitilfrumum (ALL=acute lymphocytic leukemia). Þetta form er algengast í börnum og unglingum en sést einnig hjá fullorðnum og þá sérstaklega aldurshópnum 65 ára og eldri.
  • Bráðahvítblæði í mergfrumum (AML=acute myeloid leukemia). Þetta form sést á öllum aldri en þó yfirleitt í fullorðnu fólki.
  • Langvinnt hvítblæði í eitilfrumum (CLL=chronic lymphocytic leukemia). Þetta form er algengast að sjá í aldurshópnum 55 ára og eldri, það sést hjá yngri einstaklingum en er mjög sjaldgæft í börnum.
  • Langvinnt hvítblæði í mergfrumum (CML=chronic myeloid leukemia). Þetta form er algengast í eldra fólki, sjaldgæft er að sjá þetta form í börnum.

Orsakir hvítblæðis eru ekki þekktar þó að vitað sé að jónandi geislun, veirur, erfðir og ýmis kemísk efni geti spilað þarna inn í. Enn er verið að rannsaka hlutverk þessara þátta í sjúkdómsmyndinni. Það sem þó er vitað er að sjúkdómurinn er algengari í körlum en konum og algengari í hvítu fólki en dökku fólki.

Sjúklingar með hvítblæði hafa óeðlileg hvít blóðkorn sem geta ekki gegnt hlutverki sínu sem er að verjast sjúkdómum og sýkingum og fá þessir einstaklingar því oft sýkingu og hita. Hvítblæði fylgir einnig að vöxtur annarra blóðmyndandi fruma er truflaður að einhverju marki. Því kemur oft fram skortur á rauðum blóðkornum sem veldur því að flutningur á súrefni til vefjanna er ekki nægilegur og þessir sjúklingar verða þreyttir, slappir og fölir á að líta. Einnig getur komið fram fækkun á blóðflögum og því getur þessum sjúklingum blætt óeðlilega við minnsta tilefni og eru þeir einnig gjarnir á að fá marbletti.

Helstu einkenni hvítblæðis eru:

  • Slappleiki og þreyta
  • Tíðar sýkingar
  • Hiti, hrollur og önnur flensulík einkenni
  • Lystarleysi sem þá gjarnan fylgir megrun
  • Nætursviti
  • Bólgnir eitlar
  • Punktblæðingar, það er litlir rauðir flekkir á stærð við títuprjónshaus sjást á húðinni
  • Marblettir við lítinn áverka
  • Bólgur og blæðingar í tannholdi
  • Verkir í beinum og liðum

Í hvítblæði geta óeðlilegu hvítu blóðkornin, það er hinar raunverulegu krabbameinsfrumur, safnast fyrir í heilanum og/eða mænunni. Þetta veldur því að sjúklingurinn finnur fyrir höfuðverk, ógleði og uppköstum, verður illa áttaður og krampar geta komið fram. Sama gildir í raun um öll önnur líffæri, eistu, meltingarveg, lungu og svo framvegis, að hvítblæðifrumurnar geta safnast þar fyrir og fer það eftir líffærum hver einkennin eru.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Þetta svar er hluti af lengri pistli um hvítblæði á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi....