Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?

Jón Már Halldórsson

Páfugl (Pavo cristatus) er ein af tveimur tegundum páfugla af ættkvíslinni Pavo sem er innan ættar Phasianidae eða fasanaættar. Hin tegundin er grænpáfuglinn (P. muticus) sem lifir í Indókína. Páfuglinn, sem einnig er nefndur indverski páfuglinn (e. indian peafowl), er þjóðarfugl Indlands. Þar þykir hann mikil gersemi og var oft hafður til skrauts í görðum heldra fólks. Hann var einnig fluttur til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem hann er mjög algengur. Stélfjaðrir karlfuglanna eru með þeim mögnuðustu sem þekkjast meðal fugla og eitt gleggsta dæmið um svokallað kynjað val (e. sexual selection) í náttúrunni.

Kjörbúsvæði páfuglsins er kjarrlendi eða staktrjáasléttlendi Indlands. Þangað halda fuglarnir á næturnar til að eiga ekki á hættu að lenda í klóm rándýra, en páfuglar eru iðulega á matseðli tegunda eins og hlébarða (Panthera pardus), tígrisdýra (Panthera tigris) og úlfa (Canis lupus).


Hér sjást tignarlegar stélfjaðrir páfuglsins vel.

Páfuglar eru stórir fuglar. Kvenfuglarnir verða að jafnaði um 86 cm á lengd og vega frá 2,7 til 4 kg. Karlfuglarnir eru nokkuð stærri eða allt að 107 cm á lengd og vega yfirleitt um 5-6 kg. Kvenfuglinn er grænleitur á hálsi og bringu með gráleitt bak og vængi en kviðurinn er hvítur. Karlfuglinn er öllu mikilfenglegri, með einar mestu stélfjaðrir sem fyrirfinnast meðal fugla. Fjaðrirnar eru blágrænleitar og á stélfjöðrunum eru eins konar augu.

Karlfuglarnir spenna fjaðrirnar upp á æxlunartímanum til að sýna "karlmennsku" sína gagnvart kvenfuglinum sem velur þann sem hefur glæsilegustu fjaðrirnar. Oft er það lengdin og mestur gorgeirinn sem ræður úrslitum í þessari lífsins keppni páfuglsins.

Þetta kynjaða val hefur í gegnum árþúsundir skapað þennan "ýkta" vöxt stélfjaðra páfuglsins. Karlfuglar með miklar stélfjaðrir eiga meiri möguleika á að koma sínum erfðavísum áfram til næstu kynslóðar. Þróunarfræðingar hafa mikið rannsakað þetta fyrirbæri og telja að stélfjaðrirnar hafa ákveðin efri mörk hvað lengd varðar. Þótt möguleikar til æxlunar aukist með lengd fjaðranna þá geta of langar stélfjaðrir dregið úr lífslíkum karlfuglanna því þá er meiri hætta á að þeir lendi í kjafti rándýra. Þarna takast því á tveir kraftar í gangvirki þróunar.

Þrátt fyrir þennan mikilfenglega "æxlunarbúning" karlfuglanna eru þeir afskaplega lélegir feður. Eftir æxlun skipta þeir sér ekki af afkvæmunum heldur er það þeirra helsta keppikefli að frjóvga sem flestar hænur.

Páfuglar tína fæðuna upp af jörðinni, hvort sem það eru er fræ af ýmsum tegundum eða skordýr. Páfuglinn er því alæta.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.5.2009

Spyrjandi

Hafdís Ellertsdóttir, f. 1994, Halla Þórdís Magnúsardóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52340.

Jón Már Halldórsson. (2009, 18. maí). Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52340

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52340>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?
Páfugl (Pavo cristatus) er ein af tveimur tegundum páfugla af ættkvíslinni Pavo sem er innan ættar Phasianidae eða fasanaættar. Hin tegundin er grænpáfuglinn (P. muticus) sem lifir í Indókína. Páfuglinn, sem einnig er nefndur indverski páfuglinn (e. indian peafowl), er þjóðarfugl Indlands. Þar þykir hann mikil gersemi og var oft hafður til skrauts í görðum heldra fólks. Hann var einnig fluttur til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem hann er mjög algengur. Stélfjaðrir karlfuglanna eru með þeim mögnuðustu sem þekkjast meðal fugla og eitt gleggsta dæmið um svokallað kynjað val (e. sexual selection) í náttúrunni.

Kjörbúsvæði páfuglsins er kjarrlendi eða staktrjáasléttlendi Indlands. Þangað halda fuglarnir á næturnar til að eiga ekki á hættu að lenda í klóm rándýra, en páfuglar eru iðulega á matseðli tegunda eins og hlébarða (Panthera pardus), tígrisdýra (Panthera tigris) og úlfa (Canis lupus).


Hér sjást tignarlegar stélfjaðrir páfuglsins vel.

Páfuglar eru stórir fuglar. Kvenfuglarnir verða að jafnaði um 86 cm á lengd og vega frá 2,7 til 4 kg. Karlfuglarnir eru nokkuð stærri eða allt að 107 cm á lengd og vega yfirleitt um 5-6 kg. Kvenfuglinn er grænleitur á hálsi og bringu með gráleitt bak og vængi en kviðurinn er hvítur. Karlfuglinn er öllu mikilfenglegri, með einar mestu stélfjaðrir sem fyrirfinnast meðal fugla. Fjaðrirnar eru blágrænleitar og á stélfjöðrunum eru eins konar augu.

Karlfuglarnir spenna fjaðrirnar upp á æxlunartímanum til að sýna "karlmennsku" sína gagnvart kvenfuglinum sem velur þann sem hefur glæsilegustu fjaðrirnar. Oft er það lengdin og mestur gorgeirinn sem ræður úrslitum í þessari lífsins keppni páfuglsins.

Þetta kynjaða val hefur í gegnum árþúsundir skapað þennan "ýkta" vöxt stélfjaðra páfuglsins. Karlfuglar með miklar stélfjaðrir eiga meiri möguleika á að koma sínum erfðavísum áfram til næstu kynslóðar. Þróunarfræðingar hafa mikið rannsakað þetta fyrirbæri og telja að stélfjaðrirnar hafa ákveðin efri mörk hvað lengd varðar. Þótt möguleikar til æxlunar aukist með lengd fjaðranna þá geta of langar stélfjaðrir dregið úr lífslíkum karlfuglanna því þá er meiri hætta á að þeir lendi í kjafti rándýra. Þarna takast því á tveir kraftar í gangvirki þróunar.

Þrátt fyrir þennan mikilfenglega "æxlunarbúning" karlfuglanna eru þeir afskaplega lélegir feður. Eftir æxlun skipta þeir sér ekki af afkvæmunum heldur er það þeirra helsta keppikefli að frjóvga sem flestar hænur.

Páfuglar tína fæðuna upp af jörðinni, hvort sem það eru er fræ af ýmsum tegundum eða skordýr. Páfuglinn er því alæta.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...