Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er svínainflúensa?

Landlæknisembættið

Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa hafa þrír undirflokkar inflúensu A fundist í svínum, en það eru H1N1, H1N2 og H3N2.

Sýkingar af völdum svínainflúensu hafa af og til greinst í mönnum frá 6. áratug síðustu aldar. Þær hafa tengst umgengni við svín, til dæmis á svínabúum. Frá árinu 1958 hafa greinst 17 slík tilfelli í Evrópu. Hópsýking varð af völdum svínainflúensu í mönnum í bandarískri herstöð í New Jersey í Bandaríkjunum árið 1976. Ekki tókst að sýna fram á tengsl við svín í því tilviki en augljóst að svínainflúensan barst manna á milli því að 200 manns veiktust, 12 lögðust á sjúkrahús og einn lést


Heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó hafa gripið til ýmissa sóttvarnaráðstafana, svo sem lokun skóla og tilmæla um að forðast mannsöfnuði. Jafnframt er hvatt til handþvottar og að haldið sé fyrir vit með klút eða handþurrku ef hóstað er. Einnig eru veirulyf notuð þar sem það á við.

Einkenni svínainflúensu hafa verið svipuð og einkennin af völdum árstíðarbundinnar inflúensu, sem eru skyndilegur hiti, vöðvaverkir og einkenni frá öndunarfærum. Einkenni svínainflúensunnar í Mexíkó virðast vera skæðari en annars staðar.

Oftast smitast einungis þeir einstaklingar af svínainflúensu sem eru í tengslum við svín. Af og til hefur smit borist manna á milli en það er afar sjaldgæft. Smit berst ekki með neyslu svínakjöts. Það er því óvenjulegt að svínainflúensan, sem núna gengur í Mexíkó og Bandaríkjunum, virðist smita greiðlega manna á milli.

Bóluefni sem ver svín gegn svínainflúensu er til en ekki sértækt bóluefni fyrir menn til að verjast svínainflúensu.

Viss samsvörun er á milli H1N1 í mönnum og nýju H1N1 svínainflúensunnar. Inflúensubóluefnið sem er notað hér á landi beinist gegn H1N1 og því er hugsanlegt að það geti veitt einhverja vörn gegn svínainflúensu en það er þó ekki vitað og þarf að rannsaka nánar.

Svínainflúensan sem nú geisar í Banaríkjunum og Mexíkó er næm fyrir veirulyfjunum Tamiflu (oseltamivir) og Relenza (zanamivir) en ónæm fyrir amantidín-lyfjum. Á Íslandi eru til lyfjabirgðir af Tamiflu og Relenza fyrir þriðjung þjóðarinnar.

Ný svínainflúensuveira sem nú hefur greinst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó inniheldur erfðaefni frá svína-, fugla- og mannainflúensu. Veiran berst að því er virðist frá manni til manns og virðist valda skæðum sjúkdómi í Mexíkó en vægum sjúkdómi í Bandaríkjunum. Faraldarnir í Bandaríkjunum og Mexíkó eru þess vegna áhyggjuefni.

Ekki er útilokað að veiran geti borist hingað til lands með ferðamönnum.

Þetta svar er fengið af heimasíðu Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

27.4.2009

Spyrjandi

Ásgeir Valgarðsson

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvað er svínainflúensa?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2009. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52478.

Landlæknisembættið. (2009, 27. apríl). Hvað er svínainflúensa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52478

Landlæknisembættið. „Hvað er svínainflúensa?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2009. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52478>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er svínainflúensa?
Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa hafa þrír undirflokkar inflúensu A fundist í svínum, en það eru H1N1, H1N2 og H3N2.

Sýkingar af völdum svínainflúensu hafa af og til greinst í mönnum frá 6. áratug síðustu aldar. Þær hafa tengst umgengni við svín, til dæmis á svínabúum. Frá árinu 1958 hafa greinst 17 slík tilfelli í Evrópu. Hópsýking varð af völdum svínainflúensu í mönnum í bandarískri herstöð í New Jersey í Bandaríkjunum árið 1976. Ekki tókst að sýna fram á tengsl við svín í því tilviki en augljóst að svínainflúensan barst manna á milli því að 200 manns veiktust, 12 lögðust á sjúkrahús og einn lést


Heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó hafa gripið til ýmissa sóttvarnaráðstafana, svo sem lokun skóla og tilmæla um að forðast mannsöfnuði. Jafnframt er hvatt til handþvottar og að haldið sé fyrir vit með klút eða handþurrku ef hóstað er. Einnig eru veirulyf notuð þar sem það á við.

Einkenni svínainflúensu hafa verið svipuð og einkennin af völdum árstíðarbundinnar inflúensu, sem eru skyndilegur hiti, vöðvaverkir og einkenni frá öndunarfærum. Einkenni svínainflúensunnar í Mexíkó virðast vera skæðari en annars staðar.

Oftast smitast einungis þeir einstaklingar af svínainflúensu sem eru í tengslum við svín. Af og til hefur smit borist manna á milli en það er afar sjaldgæft. Smit berst ekki með neyslu svínakjöts. Það er því óvenjulegt að svínainflúensan, sem núna gengur í Mexíkó og Bandaríkjunum, virðist smita greiðlega manna á milli.

Bóluefni sem ver svín gegn svínainflúensu er til en ekki sértækt bóluefni fyrir menn til að verjast svínainflúensu.

Viss samsvörun er á milli H1N1 í mönnum og nýju H1N1 svínainflúensunnar. Inflúensubóluefnið sem er notað hér á landi beinist gegn H1N1 og því er hugsanlegt að það geti veitt einhverja vörn gegn svínainflúensu en það er þó ekki vitað og þarf að rannsaka nánar.

Svínainflúensan sem nú geisar í Banaríkjunum og Mexíkó er næm fyrir veirulyfjunum Tamiflu (oseltamivir) og Relenza (zanamivir) en ónæm fyrir amantidín-lyfjum. Á Íslandi eru til lyfjabirgðir af Tamiflu og Relenza fyrir þriðjung þjóðarinnar.

Ný svínainflúensuveira sem nú hefur greinst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó inniheldur erfðaefni frá svína-, fugla- og mannainflúensu. Veiran berst að því er virðist frá manni til manns og virðist valda skæðum sjúkdómi í Mexíkó en vægum sjúkdómi í Bandaríkjunum. Faraldarnir í Bandaríkjunum og Mexíkó eru þess vegna áhyggjuefni.

Ekki er útilokað að veiran geti borist hingað til lands með ferðamönnum.

Þetta svar er fengið af heimasíðu Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...