Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju er mæðradagur til?

JGÞ

Hinn alþjóðlegi mæðradagur er upprunninn í Bandaríkjunum snemma á 20. öld. Bandarísk kona sem hét Anna M. Jarvis missti móður sína 9. maí árið 1905. Hún minntist hennar á næstu árum og skrifaði þúsundir bréfa til áhrifamanna í Bandaríkjunum árið 1908, þar sem hún hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helgaður mæðrum. Árið 1914 var dagurinn lýstur opinber hátíðisdagur í Bandaríkjunum.

Hjálpræðisherinn kom deginum á framfæri í Sviss árið 1917. Hann barst til Noregs ári síðar og til Svíþjóðar árið 1919 en þar er hann haldinn seinasta sunnudag í maí.


Á mæðradaginn tíðkast að gefa blóm.

Á Íslandi hvatti mæðrastyrksnefnd til þess að halda mæðradaginn hátíðlegan á Íslandi. Fyrsti mæðradagurinn hér á landi var haldinn árið 1934. Í fyrstu var hann haldinn fjórða sunnudag í maí og seinna á ýmsum sunnudögum í maí. Frá árinu 1980 hefur hann verið haldinn annan sunnudag í maí eins og tíðkast annars staðar. Á mæðradaginn tíðkast að gefa blóm.

Um 1970 hófu ýmsar baráttukonur fyrir kynjajafnrétti andóf gegn deginum, enda töldu þær hann vera afturhaldssamt fyrirbæri.

Mynd:

Heimild:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík, 1993.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvaða hefð er mæðradagur? Hvenær komst hann á og hvað orsakaði að mæðradagur varð til? Ég var að hugleiða þetta í dag. Það eru til allskonar dagar og maður skilur ekki neitt í þessu.

Höfundur

Útgáfudagur

14.5.2009

Spyrjandi

Hörður Finnbogason

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju er mæðradagur til?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2009. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52655.

JGÞ. (2009, 14. maí). Af hverju er mæðradagur til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52655

JGÞ. „Af hverju er mæðradagur til?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2009. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52655>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er mæðradagur til?
Hinn alþjóðlegi mæðradagur er upprunninn í Bandaríkjunum snemma á 20. öld. Bandarísk kona sem hét Anna M. Jarvis missti móður sína 9. maí árið 1905. Hún minntist hennar á næstu árum og skrifaði þúsundir bréfa til áhrifamanna í Bandaríkjunum árið 1908, þar sem hún hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helgaður mæðrum. Árið 1914 var dagurinn lýstur opinber hátíðisdagur í Bandaríkjunum.

Hjálpræðisherinn kom deginum á framfæri í Sviss árið 1917. Hann barst til Noregs ári síðar og til Svíþjóðar árið 1919 en þar er hann haldinn seinasta sunnudag í maí.


Á mæðradaginn tíðkast að gefa blóm.

Á Íslandi hvatti mæðrastyrksnefnd til þess að halda mæðradaginn hátíðlegan á Íslandi. Fyrsti mæðradagurinn hér á landi var haldinn árið 1934. Í fyrstu var hann haldinn fjórða sunnudag í maí og seinna á ýmsum sunnudögum í maí. Frá árinu 1980 hefur hann verið haldinn annan sunnudag í maí eins og tíðkast annars staðar. Á mæðradaginn tíðkast að gefa blóm.

Um 1970 hófu ýmsar baráttukonur fyrir kynjajafnrétti andóf gegn deginum, enda töldu þær hann vera afturhaldssamt fyrirbæri.

Mynd:

Heimild:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík, 1993.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvaða hefð er mæðradagur? Hvenær komst hann á og hvað orsakaði að mæðradagur varð til? Ég var að hugleiða þetta í dag. Það eru til allskonar dagar og maður skilur ekki neitt í þessu....